380. - Frekar stutt blogg. Eru ekki allir að fara úr bænum?

Ég var á bókasafninu um daginn og þurfti meðal annars að endurnýja kortið mitt. Strákurinn sem afgreiddi mig sagði um leið og hann rétti mér kortið aftur:

"Þetta er í síðasta skipti sem þú þarft að gera þetta."

"Nú." sagði ég. "Á þetta að fara að verða ókeypis?"

"Nei, en þú þarft áreiðanlega ekki að borga oftar."

Ég hef áreiðanlega litið út eins og spurningarmerki í svolitla stund en svo áttaði ég mig. Hann hafði séð á kortinu nákvæmlega hve gamall ég er og það er semsagt ekki nema rúmt ár þangað til ég verð löggilt gamalmenni. Ég er ekki enn farinn að venjast þessari tilhugsun en það kemur.

Auglýsing til útigangsmanna: Komið og hreiðrið um ykkur hér á Njarðargötunni. Hér er nóg pláss og enginn hefur búið í húsinu í 17 ár. Ósköp þarf að bíða lengi eftir ykkur. Þetta er úr Morgunblaðinu og mér er alveg hulin ráðgáta hvers vegna þarf að auglýsa þetta. Sjálfur sleppti ég húsnúmerinu viljandi en það er að sjálfsögðu að finna í Morgunblaðsfréttinni.

Þetta Ramsesarmál sem allir eru að trompast yfir hefur nokkur Lúkasareinkenni. Undanlegast finnst mér að maðurinn skuli ekki tjá sig neitt um þetta sjálfur. Gerðir Útlendingastofnunar líta yfirleitt illa út og svo er greinilega að þessu sinni. Ef einhverntíma var ástæða til að horfa framhjá ströngustu reglum þá var það í þessu máli.

Í fréttum í dag var sagt frá umferðarslysi sem orðið hefði við bæinn Langholt í Staðarsveit. Sá bær er ekki til. Langholt er holtið hjá Staðastað og Tröðum samt oft kallað að ég held.

Og svo nokkrar myndir:

IMG 1600Þetta er einskonar auglýsing fyrir Twinings te. Óseld.

IMG 1601Höfðabakki í morgunsól. En hvar eru bílarnir?

IMG 1604Hvað er nú þetta? Augljóslega smátimburbútar sem búið er að raða upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða helgi "gamli" hehehehehe....

ahhh, hvað hér aftur sveitabærinn sem var við Staðastað og eru bara smárústir eftir núna...manstu það...

alva 5.7.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Að Görðum í Staðarsveit er rekin ferðaþjónusta og gistiheimili sem þar stendur heitir Langholt.  Líklega er átt við það.

Anna Einarsdóttir, 5.7.2008 kl. 12:00

3 identicon

já takk, passar.

alva 6.7.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Maðurinn hefur tjáð sig um þetta sjálfur, síðast í 24 stundum í dag eða Fréttablaðinu. Mér finnst það svo út í hött, nánast óveiðeigandi, að jafna þessu við mál út af einum hundi.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband