286. - Vinsældablogg Friðriks Þórs Guðmundssonar

Friðrik Þór Guðmundsson skrifar áhugaverðan pistil um vinsældablogg. Fátt nýtt kemur þar fram, en hamrað er á því sem flestir hljóta að vita.

Vilji menn komast hátt á vinsældalistanum er augljóst að fyrirsagnirnar skipta miklu máli, sömuleiðis að linka í fréttir mbl.is og blogga sem oftast á hverjum degi. Sömuleiðis er mikilvægt að komast á listann sem þeir Morgunblaðsmenn láta tölvuna velja úr efstu bloggin sem sýnd eru.

Ég las byrjunina á svarhalanum sem kominn var við færslu Friðriks og tók meðal annars eftir því að Kristjana frá Stakkhamri benti á að vinsældirnar segi ekki margt því alls ekki sé víst að blogg sem kíkt er á séu lesin. Hvort eru menn að skrifa fyrir vinsældalistann eða til að verða lesnir? Skiptir einhverju verulegu máli hvort margir eða fáir lesa það sem maður skrifar, svo lengi sem einhverjir gera það?

Eflaust væri ekki skemmtilegt að skrifa löng blogg ef engir nenntu að lesa þau. Sjálfur kíki ég stundum á vinsældalistann en reyni að láta hann ekki trufla mig. Það er líka hægt að fá lista yfir 400 vinsælustu bloggin og það er ekki síður áhugavert að sjá hve margar heimsóknir þau blogg fá sem þar eru neðst. Hvort sú tala fer hækkandi eða lækkandi segir mér talsvert um vinsældir Moggabloggsins yfirleitt og það finnst mér skipta meira máli en vinsældir einstakra bloggara

Líka er fróðlegt að sjá lista yfir nýjustu bloggin og þar má sjá að ótrúlega margir eru enn að bætast við. Auðvitað falla margir út líka, en í heildina held ég að Moggabloggurum sé að fjölga og vinsældir þess að aukast.

Sigurður Hreiðar er byrjaður að blogga aftur og er það vel. Hann lýsir áhyggjum sínum af augljósu sambandi milli launahækkana og gengisfellinga. Sannleikurinn er sá að jafnvel þó verkalýðsfélög geti knúið fram launahækkanir með órjúfandi samstöðu sinna félaga eru það auðvitað peningaöflin sem ráða á endanum hve há laun eru greidd.

Þar með er ég alls ekki að segja að verkalýðsbarátta sé tilgangslaus. Aðeins að of mikil tilætlunarsemi og óbilgirni í þessum efnum getur haft öfugar afleiðingar, við það sem ætlunin var. Lífskjör almennings væru að sjálfsögðu líka mun verri en þau eru ef peningaöflunum hefði aldrei verið sýnd andstaða.

Verkalýðsbarátta hefur líka áhrif á innbyrðis skiptingu þjóðarkökunnar. Þannig ná þær stéttir sem standa sig vel í baráttunni stundum betri árangri en aðrar sem sanngjarnt væri að hefðu meira.

Gengisfelling þýðir að sjálfsögðu launalækkun fyrir allan þorra fólks. Áður fyrr voru gengisfellingar ákveðnar í reykfylltum bakherbergjum og venjulega voru þær gerðar til að tryggja rekstrargrundvöll sjávarútvegsins, eftir því sem sagt var. Nú er hins vegar búið að finna upp þægilegri aðferð og stjórnvöld geta jafnvel látið eins og þau vilji allt fyrir alla gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef ekki gert svona tilraun eins og Friðrik Þór en hef tekið eftir þessu samhengi fyrir löngu. Það fer mikið eftir því hvað maður bloggar um og hvernig og hve oft. Ég sveiflast út svipuðu sælti og Friðrik Þór er í núna niður í nr. 200. Allir þeir sem efstir eru á listanum núna - nema Fririk Þór- eru ekki áhugaverðir, hvorki um efni né stíl. Þetta er svona blaður mestanpart. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.3.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góður pistill og sennilega rétt þetta mað peningaöfl versus verkafólk en þarf ekki að sejatja strangari lög um peningaleikinn. Breskafjármálaeftirlitið er að rannsaka orðrom um að miðlarar hafi valdið lækkun í englandi til að hagnast er atburðarás undanfarina daga hér ekki tilefni til þess að fjármálaeftirlitið athugi málin eitthvað olli þessu og samkv seðlabankastjóra voru það innlend öfl. Ef einstaklingar á norðurlandi uppgötva tölvuvillu og hagnast eru þeir ákærðir er virkilega löglegt ef að þessi skellur er viljaverk. Annað vekur furðu mína það er þögn fjölmiðla eða máttlaus umræða um málið gæti það verið vegna eignarhalds eða er það vegna þekkingarleysis. Alla vega vekur mér stórfurðu að það skuli ekki vera meiri umræða um þetta hér í tölvuheimum þar sem að þetta kemur hart niður á mjög stórum hluta landmanna folk sem keypti með 25% eignarhlut ibúð fyrir stuttu síðan getur staðið frammi fyrir veðkalli fljótlega eftir páska það getur ekki talist eðlilegt. Og þetta virðist yfirleitt skella á eftir að ASI hefur gert samninga en áður en aðrir gera þá alveg stórfurðulegt og verkalýðshreyfinginn lærir aldrei samningar ættu að vera ógildir núna ef svo væri þá myndi það líka halda í við peningaöflin svo að þau stigu varlegar til jarðar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.3.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Langar að bæta við varðandi vinsældir og lestur blogga: ég les reglulega blogg hjá nokkrum aðilum sem blogga ekki mjög oft. Þar tel ég helsta Láru Hönnu, Svan Sigurbjörnsson lækni og Jóhann Björnsson heimspeking.

Ég held að það sem þau skrifa sé mikið lesið, hins vegar blogga þau ekki oft og því fara þau ekki hátt á listanum.  Þetta er það sem ég kalla áhugaverða bloggara, vinsældir sem nást með fréttatengingum og mörgum færslum á dag segja ekkert um hvort fólk hafi raunverulega eitthvað að segja.

Til að fylgjast með hvenær blogg birtast hjá fólki er hægt að vera bloggvinur á moggabloggi. Önnur aðferð sem ég kynntist nýlega er google reader. Þar fær maður upplýsingar um ný blogg. Þetta er mikil snilld og er einfalt í uppsetningu. Sjá hér.

Kristjana Bjarnadóttir, 21.3.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er alveg rétt hjá þér að oft fer fólk inn á ákveðnar síður og nennir svo ekki að lesa bloggin. Ég geri það sjálf t.d. þegar ég les áhugaverða frétt, þá opna ég öll bloggin sem tengjast fréttinni en oft kemur það fyrir að þegar ég sé svo hver skrifaði þá nenni ég ekki að lesa og loka bara aftur. En það telur samt. Ég ætti að athuga betur hver skrifar áður en ég opna bloggin. En æ, stundum gerir maður þetta bara ósjálfrátt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.3.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband