240. - Íţróttir, skák og fleira

Helstu áhugamál mín um ţessar mundir eru fjölmiđlar og blogg. Ţetta má eflaust sjá á skrifum mínum ađ undanförnu.

Ţađ er samt margt fleira sem ég hef áhuga á.

Áđur fyrr hafđi ég mikinn áhuga á íţróttum. Sá áhugi er farinn ađ dofna núna. Í gamla daga í Hveragerđi býst ég viđ ađ ég, Guđjón Stefánsson og Reynir Unnsteinsson höfum veriđ álitnir talsverđir íţróttanördar ađ ţví leyti ađ viđ lögđum á minniđ alllskyns fuđulegustu hluti í sambandi viđ hverskonar íţróttir. Einkum ţó met og ţessháttar ađ sjálfsögđu.

Ég man eftir ađ löngu seinna, en ţó fyrir allnokkrum áratugum, hittumst viđ og vorum ţá ađ leggja ţrautir um ţessi mál fyrir hvern annan. Ég spurđi međal annars hvort ţeir vissu hver hefđi orđiđ í öđru sćti í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Helsinki áriđ 1952. Alltof einfalt var ađ spyrja um fyrsta sćtiđ. Ţađ hlyti hver einasti mađur ađ vita.

Annađ gríđarlegt áhugamál hjá mér var skák. Ekki nóg međ ađ ég tefldi alltaf ţegar ég mögulega gat, heldur höfđađi skáksagan til mín međ mjög öflugum hćtti. Mig dreymdi skák og átti í stökustu vandrćđum međ ađ hugsa um annađ en mannganginn og ţess háttar ef ég gekk eftir hellulagđri stétt. Ég man ađ ég fylgdist af áhuga međ heimsmeistaraeinvígum sem fram fóru alltaf í Sovétríkjunum á ţessum tíma. Önnur blöđ íslensk en Ţjóđviljinn sinntu ţessum málum afar lítiđ. Ég man ađ ég fékk stundum ađ kíkja í Ţjóđviljann hjá Björgvini Árnasyni en hann var sonur Sigga Árna. Ég man ekki eftir ađ hafa velt ţví fyrir mér af hverju hann vćri ţá ekki Sigurđsson. Kannski var hann bara sonur konunnar hans. Hvađ veit ég?

Seinna kom svo Friđrik Ólafsson til skjalanna og ţá var skákin allt í einu forsíđuefni og umfjöllunin um skák í fjölmiđlum svo mikil ađ međ ólíkindum var.

Ég er enn međ skákbakteríuna. Metnađurinn er ţó orđinn ansi lítill. Í fyrra bađ sonur minn mig um ađ tefla nokkrar skákir á Íslandsmóti skákfélaga. Ég held ađ viđ höfum teflt í 4. deild og ég var annađhvort á neđsta eđa nćstneđsta borđi. Ég tefldi einar ţrjár skákir og tapađi engri ţeirra, vann meira ađ segja eina og hafđi mjög gaman af ţessu.

Tímaritiđ Skák efndi einhverntíma til bréfskákmóts og ef til vill var ţađ fyrsta íslenska bréfskákmótiđ í sögunni. Ég tók ţátt í ţessu móti og man ađ ég var í riđli međ Jóni Einarssyni sem ţá var skólameistari á Skógum og Guđmundi G. Ţórarinssyni sem ţá var nýkominn frá námi erlendis. Ekki man ég hvernig ţessar skákir fóru. Líklega hef ég gefist upp á póstţjónustunni og hćtt áđur en úrslit fengust í nokkurri skák.

Fyrir daga Internetsins tefldi ég dálítiđ í alţjóđlegum bréfskákkeppnum og gekk ekkert óhemju illa. Ţetta var ţó međ eindćmum fyrirhafanarsamt og flókiđ mál. Eftir ađ Internetiđ kom til sögunnar hefur orđiđ afar einfalt ađ tefla bréfskákir á Netinu og ég hef gert dálítiđ af ţví.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vinur minn kenndi mér mannganginn ţegar ég var 16 ára og viđ tefldum nokkuđ oft. Svo fór ég ađ vinna hann. Ţegar ég var búin ađ vinna 10 skákir í röđ hćtti hann ađ vilja tefla viđ mig. Skrýtiđ...

Ég hef ekki teflt eina einustu skák síđan, held ég.

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.2.2008 kl. 00:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband