3168 - Um Moggabloggið

Sennilega er ég að komast í bloggstuð. Eiginlega er ég að mestu búinn að jafna mig eftir veikindin um áramótin. Þó er allsekki kominn fullur máttur í fæturna og kemur kannski aldrei. Með þessu kemur matarlyst, blogglyst, fróleiksfýsn og hvaðeina. Sennilega er ég að þjóna lyst númer 2 núna.

Að undanförnu hef ég verið að lesa bækur um snillinginn Robert James Fischer. Um hann hafa verið skrifaðar fjöldamargar bækur og hann er án efa þekktastur Íslendinga. Hefur jafnvel skotið Snorra Sturlusyni ref fyrir rass.

Já, hann var snillingur. Og einhver einkennilegasti heimsmeistari sem um getur. Bókin „endgame“ eftir Frank Brady er einhver besta æfisagan um hann (Fiscker) sem ég hef lesið.

Ég hef litla löngun til að hella mér útí þjóðmálaumræðuna eins og sakir standa, en um hvað á ég þá að skrifa? Fréttablaðið sáluga getur víst ekki gefið manni hugmyndir lengur, eins og oft var.

Pólitísku skrifin eru alltof áberandi hérna. „Palli var einn í heiminum“, skrifar þó á hverjum degi og þó Ómar Ragnarsson og aðrir skrifi á hverjum degi og stundum oft á dag hafa þeir ekki roð við honum. Að kommenta á dagblöðin er ekki sérlega fýsilegt, því alla meðaljóna getur Morgunblaðið auðveldlega kaffært. Er annars ekki Mogginn orðinn einráður á pappírsmarkaðum? Dauðastríð Fréttablaðsins fór eiginlega alveg framhjá mér enda hafði ég nóg með sjálfan mig.

Ég er sammála Jóni Magnússyni og fleirum um að það var mjög óviðeigandi að láta síðasta „silfur Egils-þáttinn“ snúast að mestu leyti un fjarstaddan mann.

Kannski er þetta orðið nægilega langt. Best að ég hætti núna.

IMG 3767Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband