3064 - Ehemm

Hvað er það sem er erfiðast við ellina? Ég er bráðum orðnn áttræður svo ég ætti að vita það. Í sem stystu máli er það að finna líkamlega getu og þol hverfa smám saman og koma ekki aftur. Þetta finnst mér eriðast, en ekki er víst að öllum finnist það. Árafjöldinn segir ekki mjög mikið. Samt er eðlegt að miða við hann. Þekki engan sem náð hefur áttræðisaldri samt án þess að hafa misst eitthvað af líkamlegri færni.

Um síðustu helgi vorum við stórfjölskyldan í góðu yfirlæti í smáhýsum við minniborgir.is. Fórum flestöll niður að Sólheimum á laugardeginum og vorum um kvöldið í matarveislu í sameiginlega rýminu. Hafdís átti afmæli. Við Áslaug komum við hjá Bjössa og Lísu og síðan Herði og Ingibjörgu á heimleiðinni. Þar stoppuðum við svolitla stund og þar komu við nokkrir úr stórfjölskyldu Ingibjargar. Svo fórum við heim á Akranes. Erum smám saman að reyna að segja skilið við kófið.

Gamlingjastríðið veldur miklu um það að ég endist ekki til að skrifa neitt að ráði á bloggið mitt. En til þess að einhverjir vilji lesa þetta, virðist það þurfa að vera allreglulegt. Með öðrum orðum: það þarf helst að skrifa á hverjum degi.

Fingrasetningin á tölvuna er svolítið að fara úr skorðum hjá mér, en samt held ég mig við hana. Þegar maður er einu sinni kominn yfir tveggja putta aðferðina er erfitt að hætta við fingrasetninguna. Horfi jafnóðum á það sem ég skrifa, en það gerði ég ekki einu sinni. Skrifelsið er mér í blóð borið. Ekki veit ég hvernig ég færi að ef engin værin ritvélin. Snarhöndin hjá mér er orðin hörmuleg. Var aldrei góð, en nú get ég varla skrifað nafnið mitt skammlaust.

Læt þetta duga að sinni. Vinsældir eru fólgnar í fjöldanum.

IMG 4970Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er mín reynsla: Vegna samfalls neðstu hryggjarliða er ég með leiðinlega bakverki og stundum leiðni niður í hægri fót. 

En eitt merkilegt get ég sagt þér. Frá árinu 1960 hef ég æft stigahlaup. 

Þá hljóp ég frá 1. hæð upp á 12. hæð (1l hæðir; 12-1 = 11) á 30 sekúndum, jafn hratt og hraða lyftan.  

Síðustu átta ár hef ég hlaupið frá kjallara upp á 4. hæð (samsvarar frá 1. hæð upp á 5. hæð) á 30 sekúndum. Með bættri hlaupa- og handatækni hef ég að vísu hamlað hrörnun, en þetta sýnir hvað vel valdar æfingar með grunn snerpu, hraða, viðbragði og úthaldi geta haldið í við ellina. 

Ómar Ragnarsson, 11.5.2021 kl. 22:33

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er mjög athygisvert. En maður heldur aldrei öllu frá sér, endalaust. Að minnsta kosti gera fæstir það.

Sæmundur Bjarnason, 12.5.2021 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband