2948 - Kórónufaraldurinn og afleiðingar hans

Þessi blessaður kórónuveiki faraldur mun á margan hátt breyta öllu. Persónulega hefur hann samt nær engu breytt hjá mér. Ferðalög og fjöldasamkomur munu verða lengi að ná sér að nýju. Afreksíþróttir munu seint bíða hans bætur og þannig mætti lengi telja.

Á margan hátt er skjól í þeim lifnaðarháttum sem við höfum tamið okkur. T.d. hefðum við hjónin, sem einstaklingar vel getað farið illa útúr kórónuveirufaraldrinum ef við hefðum ekki haft skjól af íbúðinni okkar og afkomendum. Hjá öllum okkar blundar ævintýraþrá. Hvað ef við hefðum nú gert þetta eða hitt. Þegar komið er á efri ár verður okkur ljóst að það hefði verið hægt að lifa lífinu allt öðru vísi.

Nú fer ég víst bráðum að útskrifast úr skóla lífsins. Ekki svo að skilja að ég sé að drepast. Maður er bara alltaf, alveg fram á gamalsaldur, að læra eitthvað nýtt. Eiginlega er ég dauðfeginn að veiruskrattinn skuli hafa komið núna eftir að ég er hættur að vinna. Allt sem maður þó lærir af Þórólfi og þeim í þríeykinu er fullseint að komast að núna. Jú jú, Trump er svosem vitlaus þó þau vilji ekki viðurkenna það. En af hverju er hann vitlaus? Er það vegna þess að Pressan er á móti honum. Stundum er hann hafður fyrir rangri sök. Annars ætla ég ekki að fjölyrða mikið um hann núna. Eiginlega er hann núll og nix. Pólitíkin líka.

Einhverntíma var ort svo um Sölva Helgason, sem oft var á ferðinni sem umrenningur:

Heimspkekingur hér kom einn á húsgangsklæðum.
Með gleraugu hann gekk á skíðum.
Gæfuleysið féll að síðum.

Þetta er vel sagt. Hálfkæringur og hótfyndni nútímas nær þessu ekkert betur. Allir, og ég meðtalinn, reyna að sýnast voða gáfaðir, en eru það ekki. Sumir hafa sína Jósefínu til að taka á sig allar vitleysurnar og skammsýnina og svo eru sumir áhrifavaldar í smátíma, þó þeir hafi ekkert (eða lítið) til þess unnið. Auglýsendur verða einhvernvegin að koma sínum boðskap að. Sumir eru alla sína tíð gangandi sundlaugar án þess að vita það.

IMG 6052Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband