2947 - Aldís Hafsteinsdóttir

Segja má að það sé ráðherraígildi að vera formaður Sambands Sveitarfélaga á landinu. Aldís hans Hafsteins í Ísgerðinni í Hveragerði er nú komin í það óeftirsóknarverða embætti. Strax lendir þeim saman henni og Sólveigu dóttur hans Jóns Múla Árnasonar sem ég held að sé sannfærður sósíalisti. Voru þeir það ekki bræðurnir hann og Jónas? Ekki ætla ég mér að taka afstöðu í því máli sem þær deila um, þekki það einfaldlega ekki nógu vel til þess, en fróðlegt verður að fylgjast með því. 1.maí var víst í gær og það og veirufaraldurinn gera þetta mál sennilega athylisverðara en ella. Almennt tek ég þó fremur afststöðu með launafólki en atvinnurekendum. Litlar framfarir í verkalýðsmálum hefðu orðið hér á landi ef alltaf hefði verið farið eftir lögum og lögfræðiálitum. Þó veit ég ósköp vel að ekki eru allir vinnuveitendur slæmir.

Kannski er ég allur í ættfræðinni því einu sinni vann ég í Steingerði í afar stuttan tíma. Þar vann pabbi og Bjarni Tomm var verkstjóri þar. Man ekki betur en ísgerðin hafi fyrst verið til húsa í gamla og fræga frystihúsinu sem Holsteinaverksmiðjan var í, og sem Teitur frá Eyvindartungu stjórnaði. Já, ég er gamall Hvergerðingur og skammast mín ekki vitund fyrir það.

Kyndillinn minn eða spjaldtölvan er helsta samband mitt við umheiminn hvað bækur snertir. Og svo auðvitað bókasafnið, bækur kaupi ég helst ekki núorðið. Skáldsögur, svo ég tali nú ekki um krimma les ég helst ekki. Sagnfræði og almenn vísindi má segja að séu mitt aðaláhugamál. Þar er ég kannski sumsstaðar sæmilega heima. Pólitík leiðist mér yfirleitt. Les þó talsvert um bandarísk stjórnmál. Aðallega vegna þess að þau eru svo skrýtin.

Sumir eru snoknir fyrir langlokum. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson bloggar nú sem aldrei fyrr undir nafninu Fornleifur og langlokur henta honum bærilega. Það er allsekki hans veikleiki að bloggin hans eru yfirleitt löng. Þau eru oft mjög fróðleg og athyglisverð. Hann er samt leiðinlega mikill besservisser og að hans áliti eru allir aðrir óttalegir fábjánar. Sjálfsálit hans virðist vera a la Trump. Að vísu, og kannski sem betur fer, er hann aktívur á takmarkaðra sviði en Trumpsi. Bloggið hans er samt yfleitt alltaf neikvætt í garð annarra.

Það sem ég hef kannski komist spakmæli næst er þessi setning mín: Þú átt ekki að leita að fréttum, þær eiga að finna þig.

IMG 6066Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband