2131 - ESB og ríkisstjórnin

ESB-málið er að verða stærra en nokkur reiknaði með. Sé ekki betur en ríkisstjórnin verði að bakka með flest sem hún hefur haldið fram. Stjórnarandstaðan styrkist mjög. Sennilega er flest sem stjórnin hefur gert hingað til tóm mistök. Það er alls ekki eðlilegt að bæði fyrrverandi formaður og fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins ráðist svona að flokksforystunni eins og staðreyndin er. Er Bjarni að kljúfa flokkinn?

Undanfarnir dagar hafa verið mjög slæmir hjá ríkisstjórninni. Tölum bara um það sem gert hefur verið. Ekki það sem stjórnarandstaðan býst við að standi til. Sigmundur Davíð stóð sig mjög illa í sjónvarpsviðtali og öfgaöflin í Framsóknarflokknum voru látin komast upp með að henda inná þing illa undirbúnu þingsályktunarfrumvarpi um viðræðuslit við ESB á kolröngum tíma þó búið hafi verið að lofa að láta fara fram þjóðaratkvæðagreislu áður en það yrði gert. Afleiðingarnar af þessu eru mun harkalegri mótmæli en búist var við. Ríkisstjórnin leitar nú í ofboði að bakkgírnum.

Ég er ansi hræddur um að sú lausn sem stjórnin finnur nú í vikunni verði einhvern veginn þannig að kannski verði fallið frá þingsályktunartillögunni en líka reynt að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Má ekki líkja því við að þjóðin segi af sér? Mér sýnist að margir þingmenn vilji það. Er það einhver lausn? Ekki finnst mér það?

Ríkisstjórnarflokkarnir vilja líklega ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Sennilega halda þeir að nóg sé að falla frá þingsályktunartillögunni um viðræðuslit. Svo er ekki. Krafan er um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingsályktunartillagan skiptir orðið sáralitlu máli. Er hvort eð er steindauð. Ef fóstbræðurnir Simmi og Bjarni sjá það ekki þá er líklegast að í næstu viku hefjist samskonar vitleysa á alþingi og í síðustu viku. Einfaldlega vegna þess að búast má við að fótgönguliðarnir fylgi forystumönnum sínum í blindni.

Ja, hver rækallinn. Sé ekki betur en að allt þetta blogg sé um pólitík. Þó hef ég ekki minnst á Ukrainu eða Pútín, sem eru þó greinilega mál málanna þessa dagana. Af því ég er Íslendingur finnst mér merkilegast það sem gerist hér á landi.

Auk þess legg ég til að Ásgautsstaðamálið verði tekið á dagskrá. Búast má við einhverjum breytingum á því máli næstu daga. Ef ekki tekst að vekja neinn fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar má samt búast við að það sofni aftur og bæjarstjórnin og Sigurður lögfræðingur haldi áfram sínum hráskinnaleik.

IMG 0042Ferming eða afferming.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband