2056 - DV

Eitthvað minntist ég á DV í síðasta bloggi. Það var ekki á nokkurn hátt tengt Jóni Baldvini Hannibalssyni þó ég hafi síðan lesið eitthvað um mál dóttur hans. Í mínum huga er Jón Baldvin talsverður gúrú stjórnmálalega séð. Afglöp hans hafa samt verið meiri háttar og hann hefur í seinni tíð goldið þeirra verulega.

DV lætur sér sæma, að ég held eitt fjölmiðla, að hafa frásagnir um atburði eftir einum aðila og skammast sín ekki neitt fyrir það. Slíkar frásagnir geta auðvitað verið sannar, en eru það ekki alltaf. Ætíð þarf að gefa mótaðilanum færi á að koma sínum skoðunum  á framfæri og atburðum á alls ekki að segja frá nema hægt sé að staðfesta þá úr tveimur óskyldum áttum. Þetta hélt ég að væri grundvallarregla allra góðra blaðamanna, en DV hefur þær alls ekki í heiðri. Hugleiðingar blaðamanna um tiltekin mál eru oft meðhöndlaðar sem sannleikur. Auðvitað veit ég að oft er það sem fer fram á milli tveggja aðila ógerlegt að staðfesta af þeim þriðja . Að kyn ráði þá hvorum aðilanum fremur á að trúa, er einkum trúaratriði.

Ég er fésbókarvinur Birgittu Jónsdóttur alþingismanns. Mér finnst hún stundum ganga of langt í því að ætlast til að „allir“ fésbókarvinir hennar, sem fésbókin sjálf segir vera 4986, lesi allar greinar sem henni finnst athyglisverðar. Auðvitað skil ég vel að þegar fésbókarvinirnir eru komnir þetta nálægt hámarkinu hættir fésbókin að verða annað en leið að einhverju marki. Alltaf er hægt að lesa það sem maður hefur áhuga á og kannski fylgist ég bara óþarflega vel með henni og hennar fésbókarlífi. Þrátt fyrir allt er hún minn uppáhalds-alþingismaður og það verður varla frá henni tekið nema þá helst ef Jón Gnarr ákveður að söðla um úr borgarmálefnunum í landsmálin.

Markviss gagnrýni er nú hafin á rannsóknarskýrslu alþingis sem áður var hafin til skýjanna. Að sumu leyti er þar um að ræða orðræðu sem vel mátti búast við. Einnig er það lengi búið að vera vitað hverjir mundu mótmæla óskeikulleik hennar og nú hafa þeir hafist handa.

Vissulega fer mest af því eggjahvítuefni sem til verður við ljóstillífun í svokallað tréni og erfitt er að breyta því í auðmeltanlegari eggjahvítusambönd. Aðferð temítanna sem sagt var frá í einhverjum sjónvapsþætt nýlega er þó alls ekki sú eina. Einnig var okkur kennt í barnaskóla að maðurinn væri alæta eins og svínið. Mörg efni úr jurtaríkinu gæti hann sem best nýtt sér beint. Aðferðin að senda afurðir ljóstillífunarinnar í gegnum grasbíta, sem oftast eru nautgripir, er bæði dýr og orkufrek.

IMG 4176Mannvirki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband