1982 - RUV

Það getur vel verið að Vigdísi Hauksdóttur finnist að allir séu að einelta sig. Mér finnst ég samt ekki vera neitt að einelta hana. Hlutlaus rannsókn mundi samt sýna að hún lyfti aðsóknartölum á blogginu mínu upp í hæstu hæðir og þar setti ég met (eða hún). Þetta gerðist bara vegna þess að ég notaði nafnið hennar sem hluta af fyrirsögn og blekkti vafalaust marga til að kíkja á bloggið mitt með því, enda vildi svo til að hún var mikið í fréttum um það leyti. Ekki þekki ég Vigdísi nokkurn skapaðan hlut. Ætti ég þá ekki meira skilið en hún að vera eineltur. (Jafnvel tvíeltur). Nei, þetta er of erfið heimspekileg pæling hjá mér eftir að ég er búinn að taka hálfa svefntöflu. Best að fara að demba sér í dúninn.

Nú er ég endurnærður og uppfullur af speki. Verst að engir skilja hana nema ég.

Strax er farið að kalla eftir undirskriftasöfnun til höfuðs Sigmundi Davíð. Mér finnst það of snemmt. Mér finnst útvarpsmálið og þjóðmenning hans eða þjóðremba vera hættulegri en fáeinir fiskar í sjó. Útlendingahatur fer vaxandi á Íslandi. (Jú jú, fiskunum fækkar líka.) Mörgum finnst að kleinurnar sem gerðar eru í Póllandi og Óttarr Proppé minntist á séu allsekki íslenskar og þessvegna ekki nærri eins góðar. Um þetta mætti fjölyrða miklu meira og nefna dæmi, en ég man bara ekki eftir neinum í svipinn.

Simmi og Bjarni tala mikið og feitt um hagvöxt og þessháttar. Magnaðar skattalækkanir líka. Ég er nú svo svartsýnn að ég trúi Gunnari Tómassyni betur þegar hann spáir móðuharðinum af mannavöldum hér á Íslandi eftir nokkur ár. Er öruggt að það sé innistæða fyrir þessum margumtalaða hagvexti? Það er alltaf verið að tala um svo og svo marga milljarða hér og milljarða þar og ég held að þetta séu miklu oftar skuldir en innistæður.

Sé að ég hef eingöngu skrifað um pólitík hér fyrir ofan. Samt hundleiðist mér hún. Skrítið. Ekki þýðir fyrir mig að ætla að herma eftir Baggalúti eða Gys.is því ég er ekkert fyndinn. Tinna segir það samt stundum en hún er bara þriggja ára og leggur líklega allt annan skilning í fyndni en aðrir.

Nú datt mér eitt í hug. Ég hef ekkert linkað undanfarið. Bæði er föstudagur núna (stundum eru það bestu bloggdagarnir) og svo gæti verið að eitthvað væri á mbl.is sem upplagt væri að linka í.

IMG 3259Englar.


mbl.is Hollvinir ósáttir við fyrirhugaðar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir fína heimspekipælingu fyrir þennan fallega dag.

Guðjón E. Hreinberg, 14.6.2013 kl. 10:36

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ekkert að þakka. Þó ekki sé sól nema öðru hvoru er birtan svo mikil að ég þarf að draga rúllugardínuna niður til að sjá á skjáinn.

Sæmundur Bjarnason, 14.6.2013 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband