1976 - Grímur og gontiđ

Var ađ enda viđ ađ lesa grein um Samfylkinguna eftir Reyni Traustason. Margt finnst mér vera ţar alveg rétt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur var svosem ekki alslćm en kom afar litlu í verk, fyrir utan ađ halda sćmilega í horfinu. Sem sennilega var erfitt. Eđli Framsóknarflokksins er ađ vera á miđjunni, lítill flokkur eđa svolítiđ stćrri eftir atvikum. Eđli Sjálfstćđisflokksins er ađ vera hćgra afliđ í stjórnmálum á landinu. Ţar halda menn saman og halda međ ţví völdum nokkuđ vel. Eđli vinstri manna virđist vera ađ vera sundrađir. Ţannig veikist afl ţeirra og völdin skreppa ţeim hvađ eftir annađ úr höndum. Auđvitađ er ţessi vinstri og hćgri flokkun verulega úrelt og fjórflokkurinn reyndar líka, en ţar eru völdin og munu halda áfram ađ vera. Smáflokkarnir ná ennţá síđur saman en vinstri mennirnir.

Ţađ virđist vera svo flókiđ ađ endurreikna gömlu og sviksamlegu bankalánin ađ líklega verđur ađ horfa á ţađ međ miklum skilningi ađ bankastarfsmenn séu fleiri hér miđađ viđ höfđatölu en annarsstađar. Hingađ til hef ég haldiđ ađ ţetta stafađi af meiri ţjónustu bankanna hér.

Skriđuföllum og snjóflóđum hefur hugsanlega ekki fjölgađ eins mikiđ hér á Íslandi ađ undanförnu og margir virđast halda. Fréttir af slíku hafa samt stóraukist.

Í ríkisútvarpinu var sagt áđan ađ Sigmundur Davíđ forsćtisráđherra hafi átt tvíhliđa viđrćđur viđ einhvern. Á undan var sagt frá viđrćđum hans viđ utanríkisráđherra Rússlands minnir mig. Hve margra hliđa voru ţćr? Einhliđa kannski? Var veriđ ađ gefa ţađ í skyn?

Ţetta er innlegg sem ég setti á orđhengilinn á fésbókinni, ađ frátöldum tveimur síđustu setningunum. En ţađ eru fáir sem villast ţangađ, held ég. Vilja sennilega ekki viđurkenna fyrir sjálfum sér og öđrum ađ ţeir séu orđhenglar. Eiđur Guđnason og Sigurđur Hreiđar eru ţađ nú samt. Eiđur er alltaf ađ leiđbeina öđrum og stendur sig vel í ţví. Er hćttur ađ lesa molana hans, en oftast er ég honum sammála ţar. Sigurđur er einnig óttalegur orđhengill en skemmtilegur samt. Hann bíđur víst eftir framhaldi vísunnar um Grím sem fćr (eđa fékk) gontiđ, en Hjálmar Jónsson, fyrrum dómkirkjuprestur, var ekki lengi ađ leiđrétta vísurćfilinn um hann Grím. Svona er hann núna:

Nú er úti veđur vont
verđur allt ađ klessu
Vá-er sýnir veikan front
ađ villast svona á ţessu.

Kannski er varasamt ađ trúa öllu. Ég trúi samt alveg DV-fréttinni um ađ svo heitt hafi veriđ í kolunum á ađalfundi hjá Krossinum ađ ţurft hafi ađ kalla á lögregluna. Hćgt er líklega ađ skođa fésbókarsíđu Gunnars Ţorsteinssonar í Krossinum ţví hann hlýtur ađ segja eitthvađ frá ţessu ţar. Mér finnst međ ólíkindum ađ ađalfundir hjá félagi sem Krossinum skuli ţurfa á lögregluvernd ađ halda. Er ţađ nćsta mál á dagskrá hjá húsfélaginu viđ Bjargráđastíg ađ kalla á lögregluna?

Jú, auđvitađ erum viđ arđrćnd og kúguđ en reyna kúgararnir ekki ađ hafa okkur nćgilega góđ til ţess ađ viđ eyđileggjum ekki bara ţađ sem okkur er talin trú um ađ sé okkar eign heldur sjálf kúgunartćkin. Uppreisnin í Tyrklandi kann ađ halda áfram og verđa ríkisstjórninni ţar skeinuhćtt. Ég ţekki samt ekkert til ţarna og veit svosem ekki viđ hverju er ađ búast.

Öll sjáum viđ okkur í einhverju ljósi. Sjálfur sé ég mig í einhverju rithöfundarljósi. Ţannig kemst ég hjá ţví ađ brjálast. Sigurđur Ţór Guđjónsson sér sjálfan sig í einhverskonar Ţórbergsku ljósi. Ţarna er ég ađ stríđa Sigga. Tinna, uppáhalds barnabarniđ mitt (eins og er a.m.k.) segir oft um mig ađ ég sé ađ stríđa sér. Segir ţađ reyndar um pabba sinn líka. Hún er bara ţriggja ára og kýlir mig stundum fyrirvaralaust međ krepptum hnefa í „bumbuna“ sem hún segist öfunda mig mikiđ af og ţađ er ómögulegt ađ reiđast henni fyrir ţađ.

IMG 3207Hvađ er ţetta?


mbl.is Mótmćli halda áfram í Tyrklandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ţetta svampur innan úr gömlu bílsćti eđa eitthvađ ţvíumlíkt? Ansi óásjálegt ađ minnsta kosti.

Siggi G 5.6.2013 kl. 20:10

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já, líklega er ţađ rétt hjá ţér. Svampur var ţađ áreiđanlega.

Sćmundur Bjarnason, 5.6.2013 kl. 23:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband