1960 - Farmall, nei ég meina Ferguson

Ég er alveg sammála Brjáni um það að óþarfi er fyrir RUV að missa sig svona þó einhver kall á Bretlandi missi vinnuna sína.

Ísland er eiturlyfjaneytandi. Með EES erum við orðin háð fjármálakerfi Vesturlanda og getum ekkert snúið af þeirri braut. Með fjórfrelsinu, Schengen og öllu því erum við fasttengd öðrum Evrópuþjóðum og getum ekki slitið okkur frá þeim án verulegra timburmanna. Það er líka vandséð að það sé okkur hagstæðara að forðast þau, því þrátt fyrir allt njóta Evrópusambandsríkin nokkurs sjáfstæðis og geta gert það sem þeim sýnist á margan hátt. Efnahagslíf allt er þó svo samkrullað að engin leið er þar úr að greiða. Ekki hafa aðrir getað það og ekki munum við heldur gera það.

Lítil hætta er á að Evrópusambandið þróist í sömu átt og Bandaríki Norður-Ameríku einfaldlega vegna þess að allir þeir sem ekki vildu fara í Nýja Heiminn og ákváðu að sitja heima eru enn í Evrópu. Hinir fóru til Ameríku. (þ.e.a.s genin) Það er betra að fara sjálfviljug í ESB en að verða neydd þangað fljótlega. HiflkajsdfflsHinsvegar á þjóðin að sjálfsögðu að ráða því og ef inngöngu verður enn frestað er ekkert við því að segja. Ekkert er að því að ákveða núna að viðræðum verði lokið fyrir mitt þetta kjörtímabil og þá fari þjóðaratkvæðagreiðsla fram í kjölfarið. Ómögulegt er að bíða endalaust eftir viðræðulokum.

Það er búið að þyrla upp svo miklu moldroki varðandi tölur og bankahrun að ekkert er að marka þær lengur. Þær eru einkum settar fram til að rugla fólk í ríminu. Aðild eða ekki aðild að ESB snýst næstum ekkert um stöðuna eins og hún er í dag, heldur næstum eingöngu um þá trú sem við höfum varðandi framtíðarþróun sambandsins. Þeir sem trúa að allt fari alltaf á versta veg trúa auðvitað öllu misjöfnu um ESB. Aðrir trúa bara sumu.

Sú skoðun að neysla rjómaíss væri ein helsta ástæðan fyrir lömunarveiki fór aldrei mjög hátt hér á Íslandi. Erlendis var sú skoðun samt víða ríkjandi. Ástæðan var einkum sú að hvorttveggja var gjarnan í hámarki um hásumarið og veikin lagðist þungt á börn sem aftur borðuðu mikinn rjómaís. Ástæður fyrir ríkjandi skoðunum eru stundum ekkert merkilegri en þetta. Samt er það svo að óþarfi er að efast um það lengur að maðurinn á sinn þátt í hnatthlýnun þeirri og mengun andrúmsloftsins sem sögð er ógna mannkyninu í framtíðinni.

Skoðun mín á Palestínuvandamálinu er í sem allra stystu máli sú að vissulega hafi Ísraelar stolið landinu af Palestínumönnum, en með blessun Vesturveldanna, sem sjá mikið eftir því núna. Bandaríkjamenn eru samt enn harðir stuðningsmenn Ísrela, en það er einkum vegna þess að Gyðingar eru sterkur og samheldinn hópur þar og mjög fjölmennur. Þrátt fyrir allt verður það heldur ekki af Bandaríkjamönnum skafið að þeir eru frelsisvinir miklir og trúaðir eftir því.

IMG 3131Er ekki lífið dásamlegt?


mbl.is Ekkert ákveðið með Moyes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband