1961 - Skuldir heimilanna

Satt að segja bendir það til lítils árangurs að þeir skuli funda tveir einir dag eftir dag, Sigmundur og Bjarni. Sá tími nálgast óðfluga (ha, óð fluga?)  að Sigmundur þarf að ganga á fund Ólafs forseta öðru sinni og ómögulegt er að spá um uppá hverju hann (forsetinn) tekur. Annars hefur ekkert verið reynt að fá mig til að hjálpa þeim svo ég er að hugsa um að reyna að tala um eitthvað annað.

Var að enda við að horfa á athyglisverða kvikmynd. Man ekki alveg hvað hún heitir en hún fjallar um það sem á ensku er nefnt „Planned obsolecense“ og nafnið fjallar eitthvað um ljósaperur. Upphaflega entust þær í svona 1000 klukkutíma. Lítill vandi er að framleiða ljósaperur sem endast í u.þ.b. 100.000 klukkutíma en það var bannað.

Myndin byrjar á því að maður einn ætlar að fara að prenta eitthvað út. Prentarinn sendir skilaboð til tölvinnar um hann sé bilaður. Maðurinn fer auðvitað strax með prentarann á verkstæði en þar er honum sagt að ódýrast og best sé að kaupa bara nýjan. Maðurinn er óánægður með það og eftir mikla leit finnur hann rússneskt forrit sem kostar ekki neitt og sagt er að geti lagað prentarann. Maðurinn ákveður að prófa þetta og það er eins og við manninn mælt. Prentarinn verður undireins sem nýr.

Með því að framleiða nógu andskoti mikið tókst Bandaríkjamönnum að komast útúr kreppunni miklu. Um þetta  má margt segja, en eitrun andrúmsloftsins er lítill hluti af öllu saman.

Sigurður Eggertsson og Magnús Helgi Björgvinsson eru báðir skemmtilegir bloggarar. Einhverjir mundu kannski telja það galla hvað þeir trúa innilega á sína flokka en mér finnst það kostur. Báðir blogga og athugasemdast á Moggablogginu og víðar held ég, en satt að segja er það pólitískt einkenni á þeim báðum hve trúaðir þeir eru á málstað sinna flokka, sem þó eru ekki alveg eins. Já, blogg um blogg (mitt eigið og annarra) er mitt forte. Þar þykist ég vera öðrum betri.

„Ekkert er stórt og ekkert er smátt án samanburðar við annað.“ Man ekki betur en þetta sé tileinkum bókarinnar um ferðir Gullivers eftir Jónatan Swift sem ég las í æsku. Eðlisfræðingar og alheimsfræðingar eru þó önnum kafnir við að reyna að finna eitthvað sem er nógu lítið eða nógu stórt til að vera það án alls samanburðar. Þetta er ég ekki viss um að takist.

IMG 3134Stundum opið – stundum ekki.


mbl.is Ræða skuldir heimilanna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband