1908 - Under the Dome

Nú ætla ég að skrifa um bækur. Ég er nýbúinn að lesa bókina „Under the Dome“ eftir Stephen King. Þessi bók er einkum merkileg fyrir hugmyndina. Höfundurinn er óþægilega orðmargur en eflaust hentar það sumum og ekki er hægt að neita því að það er margt sem hann þarf að koma að.

Grunnhugmyndin er sú að einhverskonar hjálmur hvolfist skyndilega yfir lítið bæjarfélag í Bandaríkunum. Hjálmurinn er gegnsær og ómögulegt er að sjá hann, en sterkur mjög og engin leið að komast í gegnum hann. Forcefield eiginlega. Hann veldur að sjálfsögðu ýmiss konar vanda þegar hann hvolfist skyndilega yfir. En dagar og vikur líða án þess að hann fari í burtu og vera hans gefur höfundinum margskonar færi á að lýsa smábæjarlífinu.

Að því leyti líkist sagan „Peyton Place“ eða Sámsbæ sem var feykivinsæl bók fyrir löngu síðan. Heimspekilegar vangaveltur sem tengjast hjálminum gefa höfundinum tækifæri til að fjalla um lífið í þessum smábæ á margvíslegan hátt. Einnig eru tæknilegar og vísindalegar spurningar í þessu sambandi fyrirferðarmiklar og það er einkum í því sambandi sem ég er oft ósammála höfundinum. Hann fjallar þó um flestar þær hugsanlegu spurningar sem upp koma í þessu sambandi og hefur greinilega kynnt sér málin vel.

Fyrir allmörgum árum las ég bókina „The Stand“ eftir sama höfund. Sú bók fjallar um drepsótt sem herjar á allan heiminn en leggur þó ekki alla að velli, því fáeinir lifa af. Þónokkur fjöldi safnast saman í Denver í Colorado og í bókinni er lífinu þar lýst á sannfærandi hátt.

Stephen King hefur samið mikinn fjölda bóka og er einn vinsælasti höfundur Bandaríkjanna. Mér finnst þó þessar tvær bækur standa langfremst af þeim sem ég hef lesið eftir hann.

Sýnist að búið sé að slátra stjórnarskrárfrumvarpinu. Líklega á að samþykkja tillöguna frá þríeykinu (Katrínu, Guðmundi og Árna Páli) Hugsanlega á samt eftir að sannfæra einhverja stjórnarsinna um að það sé jafn-nauðsynlegt að samþykkja hana og að losa sig við stjórnarskrárfrumvarpið. En hvernig á þá að gera við kvótagreyið?

Miklar líkur held ég að séu á því að úrslit kosninganna í vor verði svipuð því sem skoðanakannanir sýna núna. Það er að segja: Útlit er fyrir talsverðan ávinning Framsóknar, tap Sjálfstæðisflokksins, allmikið tap ríkisstjórnarflokkanna og talsverðan fjölda smáflokka. Björt framtíð er líkleg til að fá nokkra þingmenn, sömuleiðis er líklegt að einhverjir smáflokkanna (kannski 2 – 4 ) fái þingmenn kjörna.

Afleiðingar þessara úrslita verða líklega einkum þær að Framsókn mun sennilega fara í ríkisstjórn, en hvort hún muni halla sér til vinstri eða hægri í leit að stuðningi til að ná meirihluta get ég ómögulega séð. (Fer kannski eftir því hve tap Sjálfstæðisflokksins verður mikið)

Í heildina vona ég þó að fjórflokkurinn tapi verulega. Hvað sjálfan mig varðar er líklegast að valið standi einkum á milli Bjartrar Framtíðar og Pírataflokksnins. Annars er þetta mín kosningaspá, en hún verður kannski lagfærð þegar nær dregur kosningum.

IMG 2737Auðvitað veit hún alltaf allt best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband