1906 - Að læra af bloggi

Andstæðingar Jón Steinars, Davíðs Oddssonar og þeirrar klíku allrar saman eru æfir yfir því að Jóni skuli hafa verið hleypt í Kastljósið. Svo vildi til að ég horfði á þennan Kastljósþátt þar sem Jón Steinar þruglaði sem mest. Mér fannst þetta mál með öllu óáhugavert, en fylgdist samt með því og var mest hrifinn af því hvað Helgi hafði sett sig vel inní allar hliðar málsins og lét Jón Steinar svosem ekki komast upp með allt of mikinn moðreyk. Fréttamatið hjá kastljósfólkinu fannst mér oft afar skrítið en ég er vanur því. Ætlast engan vegin til að fréttamatið þar sé yfirleitt líkt mínu.

Menn eru nú sem óðast að jafna sig eftir lætin á alþingi í gær (mánudag). Held satt að segja að það komi í ljós í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu að búið er að semja um þinglok. Fjórflokknum hefur tekist (eða hann heldur það a.m.k.) að svæfa stjórnarskrármálið. Það getur þó blossað upp aftur og orðið ýmsum skeinuhætt í kosningabaráttunni sjálfri. Annars finnst mér rétt að nota það pólitíska hlé sem nú verður til að kynna betur stefnu flokkanna og komast til botns í því hve framboðin verða mörg o.þ.h. svo hægt sé að mæla þau í skoðanakönnunum.

Nú eru þingmenn komnir í málþófsgírinn aftur og reikna sýnilega ekki með því að neinir horfi á. Sennilega er búið að semja um þinglok o.þ.h. (Eða verið að því) svo það sem verið er að segja núna er bara fyrir þingtíðindin og til að hertaka ræðustólinn.

Það er þetta með „þjóðina“ og „alþjóðasamfélagið“. Mér finnst hvorttveggja jafnóskiljanlegt og notað af fullkomnu skeytingarleysi. Vil hvorki tilheyra þjóðinni né alþjóðasamfélginu. Hugsanlega er ég þó meðtalinn af þeim sem taka sér þessi málblóm oftast í munn. Þjóðaratkvæðagreiðslur er þó hægt að halda, en ekki alþjóðasamfélagsatkvæðagreiðslur. Aðallega virðast menn tala um alþjóðasamfélagið þegar verið er að sprengja einhverja í tætlur.

Með þjóðartalinu er aftur á móti verið að reyna að sprengja fjórflokkinn og aðrar valdaklíkur í tætlur. Eru þeir þá að framkvæma einhver hryðjuverk? Það finnst sumum. Er ekki tekin of mikil áhætta og stefnt að of miklum flokkadráttum með slíkri afstöðu? Það finnst mér.

Af hverju eru ekki alltaf allir að hugsa um það sama og ég? Mér finnst það vera það minnsta sem fólk getur gert. Þegar ég lít inn á fésbókina (sem er alltof oft) finnst mér það áberandi að fólk er að hugsa um allt mögulegt. Auðvitað fer það að einherju leyti eftir því að hverju ég er að leita, hvað ég finn.

Mér finnst það ansi mikið grunnstef í stjórnmálum hvort fólk er álitið fífl eða ekki. Í sumum bloggum er hamrað á því að fólk sé fífl. Það er ekki mín skoðun. Fólki er miseiginlegt að tjá sig í orðum, hvort sem þau eru skrifuð, töluð eða hugsuð. Það er samt enginn mælikvarði á gáfnafar þess. Vissulega getur vel verið að fólk sé misjafnlega gáfað og að jafnvel sé hægt að mæla það með einhverjum hætti. Hætt er samt við að sú mæling sé ónákvæm og mæli bara þá eiginleika sem höfundur mælikerfisins ákvað í upphafi.

Erfiðast af öllu í bloggi af því tagi sem ég stunda er að koma hlutum að. Einfaldast af öllu væri að blogga bara um það sem ég hef áhuga á. Það finnst mér samt vera alltof takmarkandi. Ég þykist jafnan vera að læra um leið og ég blogga. Sumir predika ævinlega þegar þeir eru að því, en ég hef ekki þá tilfinningu. Mér finnst ég læra mest sjálfur á því, sem ég blogga um.

IMG 2729Hús í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Fyrsta settningarnar  segja allt um þig og þarf ekki að lesa meira.

K.H.S., 13.3.2013 kl. 08:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir því sem unnt er á RUV að vera opið fyrir umræðu um sem fjölbreytilegust málefni. Því tel ég enga ástæðu til þess að menn séu "æfir yfir því að Jóni Steinari Gunnlaugssyni sé hleypt að" eins og það er orðað. Þvert á móti er mikilsvert að mál, sem vekja athygli og umræðu, sé viðruð og rædd í þáttum eins og Kastljósi.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2013 kl. 10:26

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ómar, ég er ekki að halda því fram að margir hafi orðið æfir vegna þess að Jóni Steinari var hleypt í kastljósið. Þetta er bara hvernig ég skildi greinar sem ég las þar sem val hans sem viðmælanda var gagnrýnt mikið. Þú segir að engin ástæða hafi verið til þess. Ég tók aftur á móti ekki afstöðu.

Sæmundur Bjarnason, 13.3.2013 kl. 10:35

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

K.H.S. Ég tek enga afstöðu til þess hve mikið (eða lítið)

er lesið af mínum bloggum. Enginn er neyddur til að lesa lengra en hann vill. Enda hef ég engin ráð til þess. Fyrstu setningarnar í þessu bloggi held ég þó að segi ekkert meira um mig en aðrar.

Sæmundur Bjarnason, 13.3.2013 kl. 10:40

5 Smámynd: K.H.S.

Þú talar niður til góðra manna og setur í  klíku í fyrstu setningu. Í annari  talarðu niður til Jóns Steinars og kallar mál hanns þrugl.  þú lifir á bloggi og hefur mikla lífsþörf. Við kunnum bara ekki að meta þruglið.

K.H.S., 13.3.2013 kl. 11:12

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

K.H.S. Nú skil ég þig ekki. Ég tek til orða eins og mér sýnist rétt. Ef þú álítur að ég tali niður til einhverra þá er það þitt álit. Hugsanlega alveg jafngott mínu. Þú segir mig lifa á bloggi og hafa mikla lífsþörf. Hvað áttu við með því? Síðustu setninguna byrjar þú með Við... Hvað við eru þetta?

Sæmundur Bjarnason, 13.3.2013 kl. 13:52

7 identicon

Við erum ég og ég. Svona er oft tekið til orða um sjálfið og ert þú ekkert undanþeginn þeirri notkun. Hinnsvegar séu menn í  vörn þá kíkja þeir á við. ef ekkert annað er til til að snúa útúr.

Aumt bull um ekki neitt með sneiðingum og skítkasti að góðu fólki á að láta deyja drottni sínum, án andsvara, en þegar síbullið flýtur yfir þolbarma sáttelskandi  manna þá vaknar ergelsið. Ég er einn af þeim sem eru ergilegir og er hættur að þola lýgi, og sífelldar lygaskírskotanir um menn og málefni.

khs 13.3.2013 kl. 17:29

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Segðu mér, Kári Hafsteinn. Hverju var ég að ljúga? Mér finnst þú ekki gera neinn greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Ef þú ert ákveðinn í að lesa ekkert eftir þá sem hugsanlega álíta Jón Steinar, Davíð Oddsson og sennilega marga fleiri ekki vera sérstaklega gott fólk, þá er það þitt mál.

Sæmundur Bjarnason, 13.3.2013 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband