1588 - Jónas orðhengill (nú eða Eiður)

Untitled Grayscale 48Næstu 16 gömlu myndir eða svo eru allar frá Vegamótum og líklega hefur Bjössi bróðir tekið þær allar. Sennilega eru þær teknar rétt eftir 1970. Þetta er hænsnahúsið í Holti hægra megin á myndinni. Ljósufjöll í baksýn, held ég.

Já, Jónas er orðhengill hinn mesti. Svo eru sumir sem skilja ekkert nema það sé sett í excel skjal. Góð kunnátta í excel-fræðum getur verið ágæt. Man ennþá hvað ég dáðist mikið að Víði þegar hann var að búa til excel-módelið fyrir útsendingarplanið uppi á Stöð-2. Orðhengilsháttur á borð við Jónasar Kristjánssonar verður líka leiðinlegur með tímanum. Sjálfur er ég eflaust ekki laus við orðhengilshátt heldur en ég kann betur við hann enda er ég svo vanur honum. Það sem hugsanlega er líkt með okkur Jónasi er að við getum ekki haldið okkur lengi við sama efnið. Auðvitað er hann samt reyndari og með miklu meiri þekkingu en ég.

Fyrir utan brjóstapúðana ber einna hæst umræðuna um Vaðlaheiðargöngin og útreikninga í því sambandi. Á sama hátt og Vegagerðin mokaði helst ekki á Hellisheiðinni á sínum tíma svo einhverjir notuðu Óseyrarbrúna óttast ég að viðhaldið á Víkurskarðinu verði í skötulíki ef nauðsylegt reynist að hækka hlutfall þeirra sem taka göngin fram yfir skarðið. Samt held ég að göngin verði byggð og það verði mest vegna kjördæmapotsins sem allir þekkja en láta oft eins og þeir viti ekki hvað er. Sennilega er það pot versti galli alþingismanna því margir þeirra eru alls ekki skyni skroppnir.

IMG 7746Þetta hús er bara jólalegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Beið eftir fræðslu um gæsalappir sem lofað var í gær.

Sigurður Hreiðar, 16.1.2012 kl. 10:10

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, auðvitað gleymdi ég því. Því miður er ég enginn sérfræðingur í því máli en íslenskar gæsalappir eru að mig minnir 99 niðri og 66 uppi, enskar (amerískar) eru bara tvær kommur uppi. Það fer eftir ritlunum hvaða gæsalappir er boðið uppá. Mig minnir að ég hafi ætlað að skýra hvers vegna bæði amerískar og ísl. gæsalappir væru notaðar í umræðunni um hratt og hart. Wordið mitt er nefnilega stillt á íslenskar gæsalappir og ef ég nota copypaste til að setja bloggið mitt upp virðast þær gilda. Ef ég hinsvegar leiðrétti eftir á koma amerískar. Ritillinn sem Moggabloggið býður uppá er þessvegna bara fyrir amerískar, sýnist mér. En eins og ég sagði því fer því fjarri að ég sé einhver gæsalappafræðingur.

Sæmundur Bjarnason, 16.1.2012 kl. 10:24

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fínt. Örlítil viðbót: Ef þú heldur niðri Alt-lyklinum og slærð á 0132 á talnaklasanum (yst til hægri á hnappaborðinu) færðu „ en ef þú slærð á 0147 færðu “.

Sigurður Hreiðar, 16.1.2012 kl. 11:20

4 identicon

Djöfull eru þið klárir.

Ólafur Sveinsson 16.1.2012 kl. 13:36

5 identicon

DoctorE 16.1.2012 kl. 17:59

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

DoctorE, já ég veit það. Vísindagreinin gæsalappir, staðlar, stafatöflur, póstforrit og þ.h. var nauðsynleg þegar tölvubyltingin var að hefjast, en fæstir nenna þessu núorðið enda er það óþarfi.

Sæmundur Bjarnason, 16.1.2012 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband