1324 - Stutt blogg og ómerkilegt

Ég er nefnilega svolítið Icesave-heftur. Ætla að segja já á morgun en á samt von á að nei-ið sigri. Hef þá trú að skoðanakannanir séu vel marktækar. Er hættur að láta tölur og spádóma hafa áhrif á mig. Í mínum huga skiptir mestu máli hvað á eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni kemur.

Einkum hvort ríkisstjórnin situr áfram eða ekki. Margt á eflaust eftir að gerast næstu mánuðina í íslenskum stjórnmálum. Jóhanna og Steingrímur ætla sér eflaust að sitja áfram þó nei-sinnar sigri. Veit ekki hvort það tekst. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar munu aukast a.m.k. fyrst í stað ef svo fer.

Mogginn hampar mjög öllum þeim sem hægt er að skilja svo að þeir séu á móti Icesave. Nú eru það Eva Joly og augu alheimsins sem eiga að gera trikkið.

Það er ekkert skrítið þó Eva Joly sé á móti Icesave og öllu sem að stjórnmálum lýtur. Þjóðir Evrópusambandsins og Íslendingar vilja bara halda því skipulagi sem ríkt hefur og forðast tilraunastarfsemi og óþarfa áhættu. Hætt er við að hún verði of dýru verði keypt.

IMG 5091Ég vissi ekki einu sinni að svona fyrirtæki væri til á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég ber virðingu fyrir þér þó að þú sért á ólíku máli en ég. Þó ber ég ekki virðingu fyrir skoðuninni: "Ég er orðinn leiður á þessu máli og því kýs ég já".

Bestu kveðjur félagi,

Hrannar

Hrannar Baldursson, 9.4.2011 kl. 07:45

2 identicon

Sæmundur: Það er sama númer á þessari færslu og þeirri á undan. Viljandi?

Annars er ég sammála þér, segi já en reikna með að nei-kvæðnin verði ofan á. Svo fer sem fer ...

Harpa Hreinsdóttir 9.4.2011 kl. 08:33

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Hrannar. Ég tek undir með þér. Það fer talsvert fyrir leiðindaástæðunni og mér leiðist hún líka. Margir hafa leitt þessa umræðu hjá sér og gera enn. Mér finnst það mikil bót að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli þó vera. Mér finnst samt bera nokkurð mikið á hreinum öfgum hjá nei-sinnum. Nú er t.d. Vigdís Finnbogadóttir borin landráðasökum og lengra finnst mér varla hægt að ganga.

Takk Harpa. Nei þetta með númerið var alveg óvart. Búinn að leiðrétta. Já, ég held að kosningin verði spennanndi.

Sæmundur Bjarnason, 9.4.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband