1322 - Gef oss í dag vort daglega blogg

Nú er ég hættur að blogga daglega. Ég bloggaði þó í gær og vel er hugsanlegt að ég bloggi á morgun. Það getur vel verið að þessi fyrirætlun um að vera ekki að þessu sífellda bloggstandi endist ekki lengi. Sjáum til. Allavega held á að þau séu að styttast. Eða vona það.

Eins og fleiri gæti ég svosem bloggað lítilsháttar um Icesave, en það er líka ágætt að sleppa því. Til hvers ætti ég að vera að messa um það fyrirbrigði. Það eru svo margir sem eru sífellt að því að það hálfa væri nóg.

Icesave-málið er að verða svo pólitískt að það er ekki einusinni fyndið. Samt held ég að þrátt fyrir allan gauraganginn síðustu dagana séu flestir hvort eð er búnir að taka ákvörðun um hvernig þeir ætla að verja atkvæði sínu og lætin hafi því áhrif á fremur fáa.

Nær væri að skrifa um eitthvað merkilegt. Eins og t.d. bláa bárujárnsskúrinn sem var á brekkubrúninni fyrir framan verkstæðið hjá Aage í Hveragerði. Þar fórum við stundum í „yfir" því hann var af svo hæfilegri stærð fyrir þessháttar. Vissi aldrei hvað var geymt í þeim skúr og man ekki eftir að neinn hafi einusinni haft rænu á að spyrja um það.

Það var svo margt skrítið í gamla daga þó mér hafi ekki þótt það neitt skrítið. Pabbi setti t.d. alltaf tröllamjöl á kartöflugarðinn okkar og einu sinni slor úr fiski til áburðar. Nei, lyktin af því var ekki góð.

Apríl er mikið ólíkindatól hvað veðurfar snertir. Snjókoma og hiti er að verða reglan hér á höfuðborgarsvæðinu. En ég held að vorið hljóti að fara að koma. Krókusinn heldur það greinilega líka.

Nú er nei-sinnum spáð 57% fylgi. Fyrir nokkrum dögum voru já-menn yfir með 55%. Fullmikil sveifla en gæti þó staðist. Þekki ekki þetta MMR fyrirtæki og hvaða aðferðafræði er notuð. Allt virðist stefna í spennandi kosningar.

IMG 5369Fór um daginn í veislu sem haldin var í safnaðarheimili Guðríðarkirkju í tilefni af 70 ára afmæli Guðmundar Samúelssonar. Hér er Tinna í nýja vestinu sínu og Guðmundur í baksýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Sæmundur.

Skoðanakannanirnar frá MMR hafa verið álíka marktækar og þær frá Capacent.  Fréttablaðið var líka með könnun í morgun þar sem 55% sögðust ætla að segja nei.

Það hefur verið örlítill blæbrigðamunur á niðurstöðum skoðanakannana þessara þriggja þannig að ég myndi telja að ef Capacent hefur gert skoðanakönnun á sama tíma myndu þeir mæla 53% nei.

Ætli krakkar í dag kunni yfir?  Ég held að mín börn kunni þann leik ekki.  Hvað um barnabörnin þín?

Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2011 kl. 11:43

2 identicon

Ef ég tek bara mið af þeim sem ég hitti/þekki... þá má áætla að ~80% segi nei við nauðgun íslands.

 Ég hef enga trú á að allur þessi fjöldi segi"Já", eins og þessar kannanir eru að segja.
Eru menn fífl, og þá sérstaklega íslendingar ha


Ég lék mér í Yfir þegar ég var ungur að árum... 

doctore 7.4.2011 kl. 13:09

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Axel mér finnst skoðanakannanirnar einkum sýna það að fylgi breytist hratt. Jafnvel hraðar en við mátti búast. Skoðanakannanir hafa sýnt að mikið er að marka þær.

Í grunninn snýst "Yfir" um að grípa bolta sem hent er yfir hús og reyna að hitta einhverja í hinu liðinu sem þá koma til þín. Oft var samt rifist um nánari reglur.

Það hjálpar engum (ekki einu sinni doctore) að kalla aðra fífl og asna.

Sæmundur Bjarnason, 7.4.2011 kl. 14:31

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það sem er merkilegast við þessar síðustu skoðanakannanir er hversu margir eru enn óákveðnir.  Margir virðast líka vera flöktandi í sinni skoðun.  Síðustu dagar kosningabaráttunar gæti breytt mikið til um skoðanir fólks.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2011 kl. 14:38

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem aðeins er um já eða nei að ræða eru svo sjaldgæfar að ef til vill er minna að marka skoðanakannanir en í hefðbundnum alþingiskosningum. Kosningin nú er mjög ólík þeirri í fyrra að því leyti að þá lá fyrir að hægt var að ná mun betri samningum.

Sæmundur Bjarnason, 7.4.2011 kl. 15:51

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Gaman þegar maður spáir nánast rétt:  http://www.ruv.is/frett/meirihluti-andvigur-icesave-logum

Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2011 kl. 18:17

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég tók eftir þessu. Til hamingju með það. Held samt að þetta þurfi ekki endilega að segja eitthvað um úrslit kosninganna.

Sæmundur Bjarnason, 7.4.2011 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband