1321 - Google

Fór snemma að sofa í gærkvöldi (mánudag) og vaknaði þessvegna óguðlega snemma í morgun (þriðjudag). Setti þá upp blogg sem ég hafði gert daginn áður og er nú semsagt byrjaður á þessu bloggi þó klukkan sé ekki nema að ganga sex á þriðjudagsmorgni. Flókið? Ekki finnst mér það. Jafnóðumblogg hentar mér ekki því ég hugsa svo hægt.

Nú nálgast Icesave-kosningin óðfluga. Og er á margan hátt eins og óð fluga. Margir vilja ekki láta uppi hvað þeir ætla að gera í þjóðaratkvæðagreiðslunni og er það skiljanlegt eins og látið er. Verð feginn þegar þessi ósköp eru liðin hjá.

Við prófun á því hvort ekki væri rétt munað hjá mér hvernig á að láta Gúgla leita á ákveðnum vefsetrum lét ég hann leita á mínu eigin bloggi. Ýtti svo á „translate" linkinn af einhverri rælni og mikil var undrun mín þegar ég sá að Friðrik Ólafsson er hjá google kallaður Fred Waters. Að öðru leyti var þýðingin bara hefðbundin gúglþýðing.

Eins og næstum alltaf þegar ég gúgla eitthvað var ég impóneraður yfir því hve fljótur Gúgli er að finna hlutina. Röðunarsystemið hjá honum á öllu því drasli sem hann safnar hlýtur að vera ansi gott. Hann er reyndar fljótur að þýða líka en þýðir illa. Sem betur fer. Aðrir þýðendur hefðu víst lítið að gera ef hann gerði þetta vel.

Nenni ekki að blogga meir í þetta sinn.

IMG 5073Hvort er bíllinn stór eða húsið lítið? Það er spurningin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband