1159 - Hér var 1000000 tonnum týnt

Einhverntíma orti ég í tilefni af fréttum um ađ hafrannsóknarstofnun hefđi beinlínis „tapađ" einum 1000000 ţorskígildistonnum í útreikningum sínum. (Skrifađi reyndar fyrst óvart um stútreikninga og kannski er ţađ réttara.) 

Hér var milljón tonnum týnt
í torráđinni gátu.
Ţjóđinni var svariđ sýnt.
Sćgreifarnir átu.

Nú ţykir mér ţetta jafnvel sannara en ţegar ég gerđi vísuna. Kannski má halda ţví fram ađ sćgreifafíflin hafi ekki étiđ ţorskinn í bókstaflegri merkingu en allavega hafa ţeir eytt honum og útrýmt. Ţó bankamannablókirnar hafi sett ţjóđfélagiđ (ţjófafélagiđ) á hausinn er jafnvel grátlegra ađ sjálf lífsbjörgin hafi veriđ eyđilögđ á altari útvegsmannagrćđginnar.

Bjarni í kaupfélginu (mér verđur tíđrćtt um hann) taldi ţađ eina af sínum merkari uppfinningum ađ hafa komiđ fyrir útbúnađi sem hann sýndi mér. Hann hafđi lagt slöngu ofan af hálofti úr bruggkútnum sem ţar var niđur í íbúđ sína svo hann ţyrfti ekki alltaf ađ klöngrast ţangađ upp í hvert skipti sem vökva ţurfti lífsblómiđ.

Svo er hérna tilgáta sem varpađ hefur veriđ fram. Var Jón bensín bara kallađur Jón bensín af ţví hann var rauđhćrđur? Held ekki, ţví ég heyrđi nýlega sögu um annađ en er bara búinn ađ gleyma henni.

Í veizlu (međ setu sem er hćsta stig) sem ég lenti í um daginn (laugardaginn) rćddi ég lengi viđ mann um persónur í Njálu og Sturlungu. Já, ţetta er óţrjótandi umrćđuefni enn í dag og ţeir sem ekki hafa ennţá lesiđ ţessi höfuđrit og tileinkađ sér ţau ćttu ađ gera ţađ sem fyrst. Pant vera fyrstur til ađ gefa Sturlungu út í Kindle-útgáfu međ myndum og tilbehör.

Ţađ er ţónokkur fjöldi fólks sem vill ekkert međ fésbók hafa ţó ţađ tölvist jafnvel allmikiđ. Ţví hugnast hún ekki og ţađ skráir sig ekki ţar. Sumt af ţessu fólki les gjarnan blogg og fyrir ţađ skrifa ég ekki síst. Ég get vel skiliđ óvilja fólks gaganvart skráningu á fésbókina. Međal annars er hún flestum tímaţjófur hinn mesti og hćttuleg og varasöm ađ auki, ţví stórfyrirtćkjum er seldur ađgangur ađ ţeim upplýsingum sem ţar er ađ finna. Á fésbókinni er ţó hćgt ađ una sér daginn langan viđ allskyns rísl. Auđvitađ er hćgt ađ ráđa tölvunotkun sinni ţar eins og annars stađar en einhverjir virđast eiga ţađ til ađ missa sig.

Fékk hristingsborđa ţar sem mér var á íslensku tilkynnt um vinning o.ţ.h. ţegar ég var ađ fésbókast áđan. (Ţar var sagt ađ ég vćri gestur númer 16.319.604.708 - hef nefnilega grun um ađ sama númeriđ sé á öllum slíkum borđum - léleg forritun.) Ţetta er alls ekki í fyrsta sinn sem ég fć svona borđa upp á tölvuskjáinn hjá mér en í ţetta sinn ákvađ ég ađ taka ţolinmćđisprófiđ á ţennan ófögnuđ. Jú, viti menn eftir svolítinn tíma hćtti hann ađ hristast en fór samt ekki neitt.

Skođađi ţennan borđa betur og sá ađ ţar var talađ um frítt bingó (hvađ sem ţađ nú er) Svo mig grunar ađ ţetta standi í sambandi viđ Nígeríubréfin um alla bingóvinningana.

IMG 3246Er svonalagađ ekki harđbannađ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Milljón tonna mistök ţá
minniháttar sýnast
margfalt meir' var tekiđ frá
merkt og látiđ týnast

ţađ var glćpurinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.10.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Já en Jóhannes minn, útrásarvíkingarnir eru svo margir og ekki búiđ ađ ná nema Geira greyinu svo ţađ er auđveldara ađ einbeita sér ađ LÍÚ eđa einhverju svoleiđis. Svo má líka snúa sér ađ ţeim sem gera skilti eins og hér er fyrir ofan.

Sćmundur Bjarnason, 4.10.2010 kl. 09:05

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

ţeim mun meiri ástćđa til ađ pönkast á ţeim

Bjarni Ármanns betur stćđur
bankann rćndi innan frá
Steinunn ein sem öllu rćđur
ađeins Jóni pönkast á

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.10.2010 kl. 11:28

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Lemja Bjarna Laxdal fór
af lífs og sálar kröftum.
En hann er sterkur, hann er stór
og studdur mörgum röftum.

Sćmundur Bjarnason, 4.10.2010 kl. 12:02

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Kristján frá Djúpalćk orti: (ţegar síldin hvarf - vegna sjávarkulda á "hafísárum")

  • Bann viđ síldveiđi í sjó
  • var samţykkt í dag,
  • uppí rányrkjuráđuneyti.
  • Og síldin samţykkti ţetta samkomulag
  • fyrir sitt leyti.

PS: Hafrannsóknarstofnun "tapađi" nákvćmlega 1.596 ţúsund tonnum úr "bókhaldinu" á árunum 1984-2005 (21 ár).

Ţetta var nú allur "árangurinn" - međaltalstjón var 76 ţúsund tonn á ári (týndur ţorskur).

Mér reiknast til - (skv. gögnum Hafró) ađ ţađ hafi týnst meira en tvćr og hálf milljón tonna af ţorski - sem bannađ var  ađ veiđa "til ađ byggja upp stofninn"

Ţetta virđist mesta heimska  og stćrsti skandall Íslandssögunnar - og er ţá ýmsu til jafnađ.

Kristinn Pétursson, 4.10.2010 kl. 18:20

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk Kristinn. Gat ekki stillt mig um ađ vísa í athugasemd ţína í nćsta bloggi mínu.

Sćmundur Bjarnason, 4.10.2010 kl. 20:15

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ţorskurinn fćrđi sig líka af hefđbundinni veiđislóđ á hafísárunum fyrir Vestjörđum á árunum 1974-1977  Ţessi breyting var notuđ til ađ koma á fiskveiđistjórnun. En stađreyndin var ađ togaraskipstjórar sem voru óhrćddir ađ prófa ný veiđisvćđi og höfđu útbúnađ til ađ veiđa á dypra vatni en áđur, ţeir fiskuđu ekkert minna á ţessum meintu aflaleysis árum. Og ţetta er skýringin á hversu Vestfirđingar voru andvaralausir gangvart varanleika kvótakerfisins. ţeir trúđu ţví ađ skerđingin vćri bara tímabundin en áttuđu sig ekki á hinni pólitísku fléttu sem lá ađ baki. Ţess vegna misstu ţeir frá sér veiđiheimildirnar og misstu ađ lokum frá sér togarana líka eins og Gugguna sem ég var á í 14 ár. Ţetta var allt ein sorgarsaga

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 00:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband