1126 - Allt uppá borðið

Nú er ég svo upptekinn við þýðingar að ég má varla vera að því að blogga. Fleira er matur en feitt ket. Og fleira en hrun og stjórnlagaþing skipta máli á Íslandi.

Nú stefnir í að Keflavík (Reykjanesbær) fari sömu leið og Álftanes. Gjaldþrotið blasir semsagt við. Árni Sigfússon (sem Reykvíkingar gátu ekki notað) er samt enn jafnvinsæll þar vesturfrá.

Og kirkjan á hraðri leið til...  Ég veit ekki hvert. Svei mér ef vinstri sveiflan er ekki að ná til hennar líka. Biskupinn í felum og annað eftir því.

Allt uppá borðið. Allt uppá borðið. Segja menn hver um annan þveran. En er ekki plássið að minnka þar?

Undarlegar fréttir berast frá Japan. Aldraðir Japanar fóru að heiman frá sér fyrir 30 árum og síðan hefur ekkert spurst til þeirra. Samkvæmt einhverjum skrám eru þeir samt lifandi og einhverjir fá væntanlega ellistyrkinn þeirra. Ekki er undarlegt þó Japanir verði gamlir ef skriffinnskan er svona hjá þeim. Hér á Íslandi hafa menn horfið sporlaust án þess að vera taldir lifandi 30 árum síðar. Kennitölufarganinu hér á Íslandi er oft hallmælt en líklega mundi það koma í veg fyrir svona ósköp. Ungt fólk ætti þó alveg að geta byrjað nýtt líf ef það endilega vill.

IMG 3120Tilvonandi brotajárn. En nennir nokkur að hirða þetta? Ekki ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva? ekkert komment? Husslags? Verð þá að skella inn einu - svona upp á bloggkunninngsskapinn - þó ég hafi ekkert að segja.

Hólímólí 1.9.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Hólimóli.

Sæmundur Bjarnason, 2.9.2010 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband