1085 - Tónlist og trúmál

Sigurður Þór Guðjónsson getur skrifað um tónlist eins og það sé eitthvert vit í henni. Auðvitað er þetta bara háttbundinn hávaði sem margir þykjast geta lesið allar fjárann í. Láta sér jafnvel detta í hug að spá í hvað tónskáldið meinar. Eins og hægt sé að setja það í orð. Þá væri nær að semja greinargerð um tónverkið og láta það duga.

Svokallað tóneyra hef ég aldrei haft. Hróðmar kennari sem eitt sinn kenndi okkur söng þegar ég var í barnaskóla úrskurðaði mig laglausan. Það var stórgott því þá þurfti maður ekki að mæta í söngtíma og gat í staðinn ærslast eitthvað eða jafnvel farið í sund. Einhverjir voru í sama bát og ég að þessu leyti. Man eftir að Lalli Kristjáns var það. Atli Stefáns var hinsvegar látinn reyna aftur. Man ekki hvort betur tókst til hjá honum í það sinnið.

Á þennan hátt losnaði ég við alla söngónáttúru og lét duga að hreyfa varirnar pínulítið þega skólasöngurinn var sunginn á hverjum morgni og fáein önnur lög að auki. Snemma hef ég farið að hafa gaman af textaútúrsnúningum því textinn við eitt lagið byrjaði alltaf svona hjá mér: „Nú blikar við sólarlag sætsúpan köld." Annað byrjaði hinsvegar svona: „Eldgamalt ýsubein, hrökk onaf sveskjustein, langt út á sjó."

Best eru blogg þegar bloggarinn er ekkert að hugsa um lesendur sína. Lætur bara eins og hann sé að tala við sjálfan sig. Man eftir manni á elliheimilinu Ási í Hveragerði sem gekk mikið fram og aftur um göturnar þar í hrókasamræðum við sjálfan sig. Þetta var fyrir daga pínulitlu og handfrjálsu farsímanna sem láta notendur sína líta út eins og þeir séu að tala við sjálfa sig.

Kristinn Theódórsson og Grefillinn sjálfur eru að fara í gang með trúmálaumræðu á bloggi Kristins sem hann kallar „Gruflað og pælt". Þar verður rætt um hvort trúleysi sé trú og reynt að hafa svolitla stjórn á galskapnum. Mín reynsla er að trúmálaumræður fari oftast út um víðan völl og skili engu. Þeir ætla að reyna að hafa þetta bæði kurteislegt og „under control". Vona bara að það takist. Veit að talsvert margir munu fylgjast með þessu.

Yfirleitt er ég afskaplega seinþreyttur til undirskrifta. Er til dæmis ekki enn búinn að ganga í Ómarshópinn á fésbókinni hvað sem síðar verður. Sumir eru svo undirskriftaglaðir og mótmælasinnaðir að það tekur engu tali. Vil helst hugsa mig vandlega um áður en ég tek þátt í svona löguðu. Veit heldur ekki betur en það sé í september í haust sem Ómar á afmæli. Vonandi verð ég búinn að hugsa mig um þá.

Uppá síðkastið hefur veðrið verið þannig að ekki hefur verið hægt að haldast súrmúlandi við innandyra. Nokkrar úðflúgtir höfum við því farið í og ljósmyndalager minn hefur vaxið að undanförnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þeir sem hafa tóneyrað skynja vitið í tónlistinni. Þeir sem ekki hafa tóneyra skynja ekki þetta vit af því að þeir eru svo vitlausir! Tónlist hefur engar meiningar nema músikina sjálfa. Það er það besta við hana. Hún er ekki með skoðanir. En bloggaraar eru með stórar skoðanir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2010 kl. 04:15

2 identicon

Ég var ekki með neinar skoðanir einu sinni. Svo sagði Sigurður Þór mér einn daginn að ég væri argasti heiðingi. Þá fékk ég allt i einu skoðanir.

Grefill 20.7.2010 kl. 07:09

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Cogito ergo sum.
Þetta er um það bil eina latínuglósan (eða er þetta kannski gríska?) sem ég kann. Þetta er mér sagt að þýði: Ég hugsa og því er ég og að einhver fornaldarspekingur hafi haldið þessu fram. Tónlist hugsar ekki, eða hvað? Skoðanir eru síbreytilegar, tónlist ekki. Annars deili ég ekki um vit við vitringa. 

Sæmundur Bjarnason, 20.7.2010 kl. 08:50

4 identicon

Rökræður um trúarbrögð skila engu... það er löngu ljóst að það er ekki hægt að rökræða trúarbrögð, því þau eru alger rökleysa..
Enda er það svo að þeir sem hafa verið mest í að "rökræða" við trúaða eru hættir að gera það... því það gerir ferilskrá þess trúaða trúverðugri, ef þeir hafa rökrætt við vísindamenn ofl.

Ég læt allt vaða, skrifa það fyrsta sem mér dettur í hug, allir eru í fullum rétti að móðgast, móðgun og grín er besti mátinn til að brjóta niður vitleysu trúarbragða.

doctore 20.7.2010 kl. 11:49

5 identicon

Ég hef aldrei rökrétt um trúarrögð. Best að pófa það áður en siðurinn dettur út.

Grefill 20.7.2010 kl. 12:01

6 identicon

Það voru ekki rök sem komu fólki inn í trú.. fyrir flesta íslendinga var það forritun á þeim á barnsaldri, enn aðrir sukka allt frá sér og hlaupa svo í skjólið falska í trúarbrögðum.

Jesú sagði ekki: Leyfið börnunum að koma.... það var kirkjan, menn í gamla vissu vel að börn eru lykillinn að framtíðinni.. .þeir vita vel: Hvað ungur nemur gamall temur..

Að auki taka trúarbrögðin látna ættingja og vini, halda þeim í sýndargíslingu með Sússa sjarm.. eða Mumma meinhorni; Menn vissu vel að slíkt myndi fá fólk til að verja plat súpergaurana út í rauðann dauðann... því allt í einu eru þessir fölsku súperkarlar orðnir partur af fjölskyldunni... meira að segja prestar kalla sig faðir... umboðsmenn hins upplogna föðurs í geimnum.

Svona er þetta bara... face it.

doctore 20.7.2010 kl. 12:43

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég get ekki að því gert að mér finnst DoctorE skemmtilegur þegar hann rökræðir um trúarbrögð (fyrigefið, hann rökræðir aldrei - messar bara).

Þó Moggabloggsguðirnir (eða besefarnir - best að blanda guði ekki í þetta) hafi lokað á doctore þá ætla ég ekki að gera það. (Nema hann gangi alveg framaf mér - best að hafa það með til vonar og vara)

Sæmundur Bjarnason, 20.7.2010 kl. 13:24

8 identicon

Ég er sammála þér með það Sæmundur að Doktorinn rökræðir ekki heldur messar, og finnst það reyndar afar lýsandi skilgreining á málflutningi hans.

Og ég hef sannarlega ekkert á móti Doktornum, þvert á móti þá hefur mér fundist hann oft og mörgum sinnum hitta beint í mark með "messum" sínum, sem geta líka verið skemmtilegar, jafnvel fyndnar.

Mér finnst algjörlega fáránlegt að blog.is skyldi loka á hann, án möguleika á að opna aftur þótt hann hafi e.t.v. misstigið sig í einhverjum færslum (eða færslu).

Það hafa nú margir gert, jafnvel á mun grófari hátt en Doktorinn, án þess að lenda í lokun, hvað þá ævilöngu banni, eins og dómurinn yfir honum virðist vera.

Það eina sem mér mislíkar við Doktorinn - og ekki bara við hann heldur alla sem skrifa á Netið - er notkun á ljótum orðum, uppnefnum og "óþifalegum" (skulum við segja) myndlíkingum. Ég "hata" það þegar skoðanaskipti manna ganga frekar út á að niðurlægja viðmælendur sína í stað þess að ræða um málið sjálft með tilhlýðilegri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og málinu sem um er rætt.

Grefill 20.7.2010 kl. 18:58

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sem unglingur hafði ég sama áhuga á útúrsnúningi íslenskra ljóða. Minnir að best heppnaði útúrsnúningurinn hafi byrjað þannig: "Hnéskel liggur brotin milli steina, grenjuskjóða hlær við skriðufót...."

Man ekki meira.

Samræður um trúarbrögð finnst mér nokkuð skemmtilegar, en vissulega reynast þær líkari skopstælingu á veruleikanum en djúpar pælingar, þó að þær geti slæðst inn í umræðuna öðru hverju. 

Merkilegast finnst mér þegar fólk með frekar miklum dónaskap sér ekki hvernig það að móðga viðmælendur eyðileggur fyrir eigin málstað. Ég er annars enginn dómari í þessu máli. Finnst gaman að skrifa það sem er að velta um í hausnum á mér og kasta út í sandkassann. 

Gagnist það lesendum mínum er það hið besta mál, en ég er ævinlega þakklátur öllum athugasemdum sem ég fæ við greinum mínum.

Hrannar Baldursson, 20.7.2010 kl. 20:30

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

jú Cogito ergo sum, er latína. René Descartes mælti þetta þó upp á sína ástkæru og ylhýru frönsku; Je pense donc je suis.

Trúleysi er ekki trú, svona almennt, þótt sumir eru svo uppteknir af trúleysi sínu að jaðri við trúarbrögð. Sjálfur er ég trúlaus, eða réttara sagt guðlaus. Er samt ekki að fjasa og þrasa um það við allt og alla. Mér er alveg sama um þótt aðrir klæði sig í kjóla og kalli sig biskupa. Það snertir ekki mig.

Ekki ætla ég að dissa þig fyrir að geta ekki sungið. Þó getur fólk flest haft yndi af tónlist án þess að kunna að skapa hana sjálft, eða geta.

Brjánn Guðjónsson, 20.7.2010 kl. 22:07

11 identicon

Uppnefni... mér finnst það ekkert slæmt; Guddi, Sússi + Alli og Mummi meinhorn.. victimless "crime"
Að auki er ekkert að því að segja að X sé klikk.. ef X kemur fram opinberlega og lýsir yfir súperpáva hæfileikum.

Ég segi fyrir mig, ef ég væri að baxa í göldrum og galdrabókum.. þá myndi ég fastlega búast við að ég yrði sagður klikk.... og ætti eiginlega að vera sáttur við það, vegna þess að biblían segir að gert verði grín að trúuðum... já meira að segja vissu skríbenta biblíu að bókin væri öll hin fáránlegasta... því settu þeir þetta inn... ásamt því að segja að allir séu fífl sem trúa ekki bókinni.
Ef við tökum aðferðafræði mbl á að loka á fólk... þá er það þannig að mönnum er fyllilega leyfilegt að kalla aðra ónefnum.. EF sá sem fyrir ónefnunum verður hefur kallað aðra ónefnum áður.. .eða þetta sagði mbl mér; Samkvæmt þessu er ég í fullum rétti með að kalla alla biblíu-fanboys & girls fyrir fífl...en ég er ekki eins og ruglukollarnir á mbl.

Kísa í bónus.. .fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað ég var að segja

doctore 21.7.2010 kl. 08:42

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sagði ég að Grefillinn sjálfur væri heiðingi? Þá hef ég áreiðanlega verið með allra guðræknislegasta móti en ég hef ímugust á hvers kyns guðausri léttúð og alvörulausu hjali!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2010 kl. 12:10

13 identicon

Já, mannstu það ekki? Það var í ör-færslu sem þú skrifaðir og spurðir eitthvað á þá leið hvort menn væru ekki sammála um að ef menn ætluðu að kalla sig kristna þá þyrftu þeir að trúa á upprisuna, meyfæðinguna og eitthvað þriðja skilyrðislaust. Ef þeir gerðu það ekki þá gætu þeir ekki kallað sig kristna.

Ég datt inn í þessa umræðu með blásaklausa spurningu: Ef ég væri í þjóðkirkjunni, tryði á hinn kristna Guð en gæti bara því miður ekki trúað því að einhver geti risið upp frá dauðum, hvað væri ég þá ef ég mætti ekki kalla mig kristinn?

Þú svaraðir á þá leið að þá væri ég ekkert annað en argasti heiðingi.

Tók því þannig að þú værir eiginlega bara að grínast með þetta allt saman, bæði færsluna og svarið til mín - nema þú hafir verið í svona vondu skapi þennan dag?

Grefill 22.7.2010 kl. 15:43

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Grefill sjálfur: Ég er alveg ósveigjanlegur með það að til þess að geta kallað sig kristna verði menn skilyrðislaust að trúa á þetta þriðja sem ég man því miður ekki lengur hvað er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2010 kl. 20:08

15 identicon

Datt það í hug, enda geri ég mér engar vonir lengur um eilíft líf í drottins dýrð og amen. Þú slátraðir því.

Grefill 23.7.2010 kl. 02:41

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Í Drottins dýrðarlandi
daprast Grefill nú.
Illur fóli og fjandi
fælir barnatrú.

Sæmundur Bjarnason, 23.7.2010 kl. 06:55

17 identicon

Lestu grein Bjarkar Guðmundsdóttir um Magma á vef Grapevine. Magma hefur arðrænt fjölda fátækustu þjóða heims auðlindum sínum, og er eitt alræmdustu fyrirtækja heims fyrir siðspillingu og arðrán. Magma á í dag stóran hluta alls gulls og annarra málma í Suður Ameríku, sem hefur þýtt vaxandi fátækt í þeirri heimsálfu. Þeir ganga alltaf lengra og lengra og það er sannað að þeir vilja helst sölsa ALLT hér undir sig. Þeir eru þegar farnir að reyna mikið meira en sauðsvörtum almúganum er sagt frá og þeir eru ekki einir, það hafa verið Saudar hér líka að snyglast síðan rétt eftir hrun. Ef þú trúir mér ekki, farðu bara að lesa, sönnunargögnin eru út um allt, og  talaðu við upplýst fólk. Grein Bjarkar á Grapevine er fín byrjun. Horfðu svo á bíómyndir um alþjóðavæðinguna. Kynntu þér hvernig þeir fóru með Argentínu etc. Að afsala sér auðlindum sínum er að afsala sér sjálfstæði sínu og þar með lýðræði og mannréttindum, því spilling fylgir alltaf í kjölfarið. Ég skal lofa þér því að við verðum Þriðja Heims Ríki ef þú og þínir líkar vilja vaða áfram í fyrirhyggjuleysi, einfeldni og blindu trausti á yfirborð hlutanna og það sem að ykkur er rétt eins og rollum. Ef þú villt ekki eyðileggja landið og framtíð barnanna þinna, skrifaðu þá undir á http://orkuaudlindir.is Farðu svo að lesa bækur, það er betra en trúa öllu ruglinu í Samfylkingunni bara í blindni, og talaðu við eitthvað vitibornara fólk en Gróu á Leyti og vin hennar Herra Fávita.

Upplýstur 23.7.2010 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband