1074 - Ruslpóstur og þ.h.

Undarleg árátta að vera að blogga á hverjum degi. Finnst endilega að ég þurfi þess. Hræddur um að enginn lesi bloggið mitt ef ég bregst í því efni. Var það allavega. Er að reyna að venja sjálfan mig af þeirri hugsun. 

Meiri ósköpin sem safnast á öllum heimilum af ruslpósti og hverskyns auglýsingum. Hvernig væri að skylda auglýsendur til að sækja þetta á heimilin og koma því fyrir kattarnef? Svipað er að segja um rukkunarpóstinn. Enginn fær venjuleg sendibréf lengur eða minnsta kosti afar fáir. Bara rukkanir, auglýsingar og allslags tilkynningar frá bönkum og þessháttar stofnunum. Væri ekki sniðug hugmynd að henda öllu slíku og bera bara út raunverulegan póst. Þannig var það í gamla daga. (Finnst mér) En nú er pósturinn einkavæddur svo varla verður úr því.

Minntist á Google-readerinn í síðasta bloggi. Held að þónokkrir noti hann eða RSS-strauma á annan hátt. Hef stundum velt því fyrir mér hvort hann hafi áhrif á teljara Moggabloggsins. Eiginlega hlýtur það að vera. Af þeim sökum kann lesendafjöldinn hjá mörgum (þar á meðal mér) að vera svolítið ómark því líklega eru einhverjir líkir mér og nenna jafnvel ekki að lesa almennilega allt sem readerinn safnar saman. Bara pæling sem auðvitað mætti taka lengra með því að rannsaka ítarlega tímasetningar.

Horfði á leikinn í gær á milli Spánverja og Þjóðverja. Venjulega er það svo að þegar ég horfi á fótbolta held ég ósjálfrátt meira með öðru liðinu og get ekki alltaf skýrt hversvegna. Í þetta skipti var mér alveg sama hvort liðið ynni. Spánverjarnir léku vel og það hefði verið verulega ósanngjarnt ef Þjóðverjar hefðu unnið. Spái engu um úrslitaleikinn.

Og nokkrar myndir:

IMG 2250Beinagrind af fugli. (Sennilega)

IMG 2315Lúpínan er í blóma um þessar mundir.

IMG 2305Fjalldalafífillinn líka.

IMG 2311Þetta er skammt frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum og gætu verið rústir af einhverri byggingu frá Innréttingunum sálugu. T.d. af einhverju sem tilheyrði þæfingu, litun eða sútun.

IMG 2328Skítalækur í Elliðaárdalnum með olíubrák og öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Hvað með að brjóta upp þetta munstur þitt sem þú lýsir með því að senda handskrifað bréf til einhvers sem  þér er hugleikinn t.d. bankastjóranum þínum.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 9.7.2010 kl. 06:26

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Guðmundur, áttaði mig fyrst ekki á hvað þú meintir en skil núna að þú átt einkum við að maður eigi ekki að festast í einhverju ákveðnu fari. Það er alveg rétt hjá þér. Bloggið hjá mér er alltaf eins og þessháttar. Skrifa heldur aldrei (eða sjaldan) um sjálfan mig. Er að reyna að breytast. Erfitt.

Sæmundur Bjarnason, 9.7.2010 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband