1072 - ESB-aðild og hvalskurður

Að mörgu leyti er ESB og umsóknin um aðild að því að verða mitt hjartans mál. Það herðir mig fremur í minni afstöðu að sjá að skoðanakannanir sýna aðildarsinna í talsverðum minnihluta. 

Það er ekki tímabært að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og satt að segja kemur ekki til mála að hætta við umsókn. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður. Það er með öllu óhugsandi að það nægi að Alþingi taki ákvörðum í þessu máli. Það er auðveldur leikur fyrir peningaöflin í landinu (sem eru að byrja að endurskipuleggja sig) að kaupa þessa 63 alþingismenn.

Finnst merkilegt að óánægjuhópurinn í VG, þar sem Lilja Mósesdóttir er að reyna að taka forystuna, sé algerlega sammála öfgahægrimönnum í andstöðu sinni við aðild. Vissulega beita þeir ekki sömu rökum en samt er afstaða þeirra vatn á myllu þjóðernisofstækisafla.

Eitt sinn í fyrndinni þegar ég var útibússtjóri á Vegamótum á Snæfellsnesi var ég á leiðinni vestur einu sinni sem oftar og tók upp á leið minni túrista í Hvalfirðinum. Þá voru göngin ekki kominn og Hvalfjörðurinn langur og leiðinlegur.

Í hvalstöðinni var verið að skera hval. Ég bauð því túristunum uppá að stoppa þar og horfa á hvalskurðinn. Það þótti þeim meiriháttar og stórmerkilegt að sjá menn vaða þar í blóðinu á mannbroddum og hamast við að skera hvalkjöt í búta og henda þeim svo niður um göt í planinu.

Datt þetta í hug þegar ég las blogg Dr. Gunna þar sem hann lýsti komu sinni í hvalstöðina. Á þessum tíma var hægt að vera á útsýnispalli rétt við skurðarplanið og á skiltum var margítrekað hve hált væri á planinu og alveg bannað að fara þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég vona að þú sért ekki að fara á sömu braut og mörg skoðanasystkyn þín.  Þegar farið er að tala um að andstaðan við Evrópusambandsaðild sé hjá "öfga"hægri og vinstri, "öfga"þjóðernissinnum og gefið í skyn að andstaðan sé keypt fer fólk að hætta að hlusta.  Sama á við hinu megin.

Líklega verður þó áróðursstríð háð hér næstu mánuðina með sömu afleiðingum og varð í Noregi þar sem fólk jafnvel afneitaði foreldrum og börnum sínum.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.7.2010 kl. 14:38

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, Axel. Svo margir eru öfgamennirnir ekki að þeir myndi meirihluta, en þeir eru háværir. Vona að deilur um þetta verði ekki illvígar. Þetta snýst samt um grundvallarmál en ekki bara peninga.

Sæmundur Bjarnason, 7.7.2010 kl. 18:10

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið rétt að þetta snýst um grundvallarmál, mikið til pólitík.  Það er erfitt að ráða í framtíðina með vissu hvar hagsmunum þjóðarinnar er best borgið.  Mín afstaða myndast að miklu leiti af því hvernig ég sé geo-pólitíska þróun fyrir mér næstu áratugi, og svo minni eigin pólitískri sannfæringu.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.7.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband