1046 - Fúll á móti

Við gerum öll of mikið af því að spegla okkur í áliti annarra. Ef við völdum ekki öðrum skaða eða tjóni er okkar eigið álit markverðast af öllu. Verst er þegar fólk fær sig ekki til að gera það sem það langar vegna ímyndaðs álits annarra. Sú ímyndun gæti hæglega verið röng. 

Sem bloggara ber mér að vera fúll á móti. Kannski er það líka mitt rétta eðli. Það er auðvelt að hafa allt á hornum sér. Sérstaklega í pólitík. Þar eru andstæðingarnir hvort eð er alltaf svo vitlausir. Mér finnst bara svo leiðinlegt að skrifa um pólitík.

Um daginn fór ég í smágönguferð. Fór meðal annars niður á svokallaðan Þinghól hér í Kópavogi. Þangað hafði ég aldrei komið áður. Tók nokkrar myndir á þeirri leið. Hef platað aðra til að skoða eitthvað af þeim með því að birta þær hér á blogginu.

Er um þessar mundir að lesa bók um ljósmyndun sem heitir „Afturgöngur og afskipti af sannleikanum" og er eftir Sigrúnu Sigurðardóttur. „Bókin er gefin út í tengslum við sýninguna Þrælkun, þroski og þrá í Þjóðminjasafni Íslands," eftir því sem segir utan á bókinni. Þetta er afskaplega merkileg bók og nú er ég farinn að halda að ég hafi sérstakan stíl í ljósmyndun þó ég kunni fremur lítið fyrir mér í þeim efnum. Hef samt lengi haldið að ég skrifi öðruvísi en aðrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband