978 - Skelfilegir atburðir

Ógnaratburðir og óáran í náttúrunni vekja alltaf áhuga. Núna síðast eru það umbrotin í Eyjafjallajökli.

Í mínum huga ber eftirfarandi atburði hærra en aðra og fréttir af þeim voru þannig að straumhvörfum ollu. Fjölmiðlar eiga oft mikinn þátt í því hvernig hugsun okkar öll og hugmyndir um atvikin verða.

Snjóflóðið að Goðdal í Bjarnarfirði. Það átti sér stað skömmu fyrir jól árið 1948. Þar fórust sex manns. Man ekki eftir þeim atburði úr fréttum en munnlegar og ritaðar frásagnir af honum voru hrikalegar og eftirminnilegar.

Geysir á Bárðarbungu. Man eftir að við krakkarnir máttum ekki hafa hátt þegar fréttir voru sagðar í útvarpinu af þeim atburðum. Fólk gleypti í sig allar fréttir um þá sem í boði voru.

Björgunarafrekið við Látrabjarg. Man ekki eftir því úr fréttum en kvikmyndin sem gerð var um þann atburð varð mjög fræg og fyllti mig stolti yfir því að vera Íslendingur.

Morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta. Flestir mun hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu fyrst fréttir af þeim válega atburði.

Eldgosið í Vestmannaeyjum. Þegar ég heyrði fyrst sagt frá því í útvarpinu trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Skildi tæpast hvað um var að vera.

Snjóflóðin á Vestfjörðum. Hörmuleg og mannskæð slys sem margir muna eftir. Tók sjálfur þátt í að miðla upplýsingum um þau á island-list því Internetið var lítið útbreitt þá.

Árásin á tvíburaturnana. Breytti heimssögunni.

Á þessum skala skorar eldgosið í Eyjafjallajökli ekki hátt. Katla gæti gert þann atburð eftirminnilegri en þegar frá líður er hætt við að ekki þyki þessi atburður sérlega merkilegur.

Ég er þó alls ekki að draga úr mikilfengleik eldgosa af þessu tagi. Fór sjáfur að eldgosinu í Skjólkvíum árið 1970 og vissulega er slíkt sjónarspil eftirminnilegt.

Einkum vegna þess að við sem vorum þarna á ferð komumst ótrúlega nálægt gígunum og hrauninu.

Og nokkrar myndir:

IMG 1232Fyrir utan SuperSub á Nýbýlaveginum í Kópavogi. Ætli þetta séu ekki bátarnir sem þú keyptir ekki.

IMG 1326Kópavogskirkja.

IMG 1328Byggingar í Kópavogi. (Spegilmynd)

IMG 1440Gróðurinn gægist uppúr jörðinni.

IMG 1441Já, já.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kall þar þekkti Kennedy,
og kúlu sendi út af því,
kvaddi heim með kurt og pí,
kúlulánið fyrir bí.

Þorsteinn Briem, 2.4.2010 kl. 07:51

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Eldgosið er eins og icesafe, orðið hliðargrein á innsíðum dagblaða hér..

Óskar Þorkelsson, 2.4.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband