1.1.2010 | 01:37
913 - To blog or not to blog
Q: Af hverju bloggar fólk?
A: Til að láta ljós sitt skína.
Q: Af hverju vill það láta ljós sitt skína?
A: Það veit ég ekki. Kannski hefur það bara gaman af að skrifa eða er svo miklir besservisserar að því finnst að allir ættu að vera á sömu skoðun og það.
Q: Ekki blogga allir besservisserar, er það?
A: Auðvitað ekki. Sumir þeirra kunna ekki einu sinni að skrifa.
Q: Blogga þá allir besservisserar sem kunna að skrifa?
A: Það held ég ekki.
Q: En eru allir bloggarar besservisserar?
A: Auðvitað ekki.
Q: Er bloggið framtíðin?
A: Annaðhvort það eða eitthvað í líkingu við það. Það er nýtt í veraldarsögunni að allir hafi jöfn tækifæri til að láta í sér heyra. Netið er það afl sem stjórnvöld allsstaðar óttast og reyna að setja hömlur á.
Q: Er bloggari dagsins þá hinn nýji Messías?
A: Á vissan hátt, já. Veröldin verður aldrei söm eftir að Netið opnaðist öllum. Það er erfiðara að setja fólk til hliðar og þegja það í hel.
Q: Hvernig er Moggabloggið frábrugðið öðrum bloggveitum?
A: Það leyfir öllum að blogga og hvetur þá til þess. Fjöldablogg með þeim hætti hefur ekki verið á Íslandi fyrr.
Q: Hefur þá ekki bloggurum fjölgað mikið?
A: Jú, vissulega.
Q: Kannski orðnir of margir?
A: Það held ég ekki.
Q: Enn að fjölga?
A: Það veit ég ekki.
Q: Margir líta niður á bloggið.
A: Já, ég veit það.
Q: Hvernig stendur á því?
A: Það gerir fréttafíklum erfiðara að fylgjast með. Hefðbundnir fjölmiðlar eru mjög á fallanda fæti. Bullið á blogginu er líka alveg óskaplega mikið.
Q: Vinsælustu Moggabloggararnir hafa margir horfið á braut að undanförnu.
A: Já, Þar hefur pólitíkin áhrif.
Q: En þú heldur áfram hér.
A: Já, ég vil ekki láta pólitík hafa áhrif á mitt blogg. Svo er líka mjög gott að blogga hér.
Q: Stjórnendur Moggabloggsins hafa verið ásakaðir um ofsóknir og hafa lokað sumum bloggum.
A: Þeir hafa alveg látið mig í friði. Það er eðlilegt að þeir vilji hafa einhverja stjórn á sínu vefsvæði. Vinsældir mbl.is tryggðu a.m.k. í upphafi talsverðan lestur á sumum bloggum. Seint verða allir sammála um það sem sagt er þar. Held samt að stjórnmál ráði ekki úrslitum hér.
Börn (og unglingar jafnvel líka) hafa feikigaman af öllu sprengiveseni, blysum og flugeldum. Fullorðnir síður. Held að margir sprengi aðallega fyrir krakkana sína og af því að aðrir gera það. Svo er það ágætisafsökun að menn séu að styrkja björgunarsveitirnar með þessu.
Tek í hendina á sjálfum mér um hver áramót og finnst ég spara hellings pening með því að taka ekki þátt í svona vitleysu. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera djöfulgangurinn. Er samt ekki frá því að sprengjuæðið hafi staðið skemur yfir nú en þegar verst var á útrásartímanum.Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gleðilegt ár, Sæmundur. Takk fyrir að leyfa nafnlausri kisumóður að nöldra stundum hérna á blogginu þínu. ;)
Kama Sutra, 1.1.2010 kl. 04:48
Gleðilegt ár, Kama Sutra. Kettir eru meirháttar.
Sæmundur Bjarnason, 1.1.2010 kl. 06:04
Gleðilegt ár! Þakka gestrisnina og alla pistlana.
Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2010 kl. 09:54
Gleðilegt nýtt ár, ágæti skólabróðr, takk fyrir gamalt og megi nýja árið verða þér og þínum farsælt.
Ellismellur 1.1.2010 kl. 10:22
Mér finnst bloggið best þegar það breytist í samtal, samtal tveggja eða fleiri. Það gerist oftast á þínu bloggi Sæmundur og því finnst mér gott að staldra hér við og leggja orð í belg ...eða ekki. Hins vegar leiðast mér blogg þar sem eru iðkaðar einræður eða vitsmunalegar skilmingar. Lifðu heill á nýju ári og bloggaðu af krafti
Bullið á blogginu er mikiðog bannfærð þau fól fyrir vikið
En Sæmi er streit
og Steini það veit
að ekki má far' yfir strikið
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.1.2010 kl. 17:35
þú lagfærir kannski línubilið Sæmi minn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.1.2010 kl. 17:37
Gleðilegt ár öll og takk fyrir innlitið.
Fín vísa, Jóhannes. Get yfirleitt ekki ort limrur sjálfur. Þetta með línubilið er lítið mál. Þú notar bara shift/enter í staðinn fyrir enter.
Sæmundur Bjarnason, 1.1.2010 kl. 19:26
ég er því miður ekki messías (sá smurði) þar eð ég er uppiskroppa með smurefni
Brjánn Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.