912 - Icesave

Þá er Icesave frá. Eða að minnsta kosti komið til forsetans. Líkur eru á að strax á morgun (eða réttara sagt fyrir hádegi á eftir) muni reyna á hann.

Eftirminnilegast frá þingfundinum sem sjónvarpað var í kvöld er saga Þráins Bertelssonar um skítugu nærbuxurnar hans Stórólfs.

Margir þurftu að gera grein fyrir atkvæði sínu í sjónvarpsútsendingu þessari enda býðst sjaldan tækifæri til að ávarpa svo marga. Eini maðurinn sem gerði það á þann hátt að áhrif hefði á mig var Róbert Marshall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á þingi er hann Þráinn Bertels,
og þefar oft af Stórólfs nærum,
en margar sjást þar píkur í pels,
og pósturinn með hægri gærum.

Þorsteinn Briem, 31.12.2009 kl. 03:45

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vísnagerðin varanleg
virðist öll í klessu.
Eiginlega ætti ég
ekki að svara þessu.

Sæmundur Bjarnason, 31.12.2009 kl. 04:33

3 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Mér fannst ræða Þráins draga þetta mál nokkuð vel saman,en Róbert Marshall og Ögmundur skorðuðu hátt líka

Sigurlaugur Þorsteinsson, 31.12.2009 kl. 10:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég óska þér og þínum gleðilegs nýs árs, Sæmi minn!

Þorsteinn Briem, 31.12.2009 kl. 15:45

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ögmundur var ágætur en of mikið í pólitíska hamnum fyrir mig. Kannski sá Róbert eftir því að greiða atkvæði á þennan hátt, en það fannst mér sumir gera úr hinum hópnum líka. Til dæmis Siv.

Takk Steini og sömuleiðis.

Sæmundur Bjarnason, 31.12.2009 kl. 16:13

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

heyrði í Þráni og Ögmundi, en missti af marskálkinum. hef líklega verið að sinna bústörfum þá

Brjánn Guðjónsson, 31.12.2009 kl. 16:21

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Óska þér og þínum gleðilegs nýs árs, Brjánn og auðvitað líka öllum öðrum sem lesa þetta.

Sæmundur Bjarnason, 31.12.2009 kl. 17:03

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þótt Alþingis um gangi gólf
gæruklæddar píkur
Starir bar'á Stórólfs kólf
Steini engum líkur

 Gleðilegt nýjár Sæmundur og takk fyrir skemmtilega pistla

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.12.2009 kl. 19:24

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Laxdalinn í leyni þar
langar víst í skjólið.
Pota vill í píkurnar
og pæjur fá í bólið.

Takk Jóhannes og gleðilegt nýjár öllsömul. 

Sæmundur Bjarnason, 31.12.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband