797 - Bloggarar og rannsóknarblaðamenn

Nafnleysi og múlbinding fjölmiðlanna er aðalmálið í dag. Lára Hanna hvetur fólk til að fara á tónleika Harðar Torfasonar. Þangað kemst ég ekki og finnst ég ekki skulda honum neitt þó hann hafi staðið sig ágætlega í búsáhaldabyltingunni í vetur.

Nú vill fjármálaeftirlitið og líklega einnig stjórnvöld koma böndum á fjölmiðlana. Kæra rannsóknarblaðamennina sem eru að æsa fólk upp til óhæfuverka. Hræða þannig þessa blaðamenn og aðra frá að gera eitthvað svipað. Árás er einnig gerða á nafnleysingja á Netinu.

Rannsóknarblaðamenn eru nauðsynlegir. Auðvitað hafa þeir sínar stjórnmálaskoðanir eins og aðrir, en svo lengi sem þeir halda trúverðugleika sínum og vinna sína vinnu vel, eiga þeir að fá að vera í friði fyrir yfirvöldum. Ofsóknir á hendur þeim eru smánarblettur á þeim sem þær stunda.

Nafnlausir bloggarar og athugasemdir sem erfitt er að rekja fara mjög í taugarnar á stjórnvöldum. Hvort einhver stjórnmálamaður hafi verið á fylliríi eða kvennafari skiptir aðra en viðkomandi litlu máli. Að stjórnmálamenn og þó einkum ráðherra r sinni sínu trúnaðarstarfi almennilega er miklu mikilvægara. Þeir sem óttast rætni og kjaftasögur eiga ekki að gefa kost á sér til opinberra starfa.

Bloggarar hafa hlutverki að gegna. Þeir benda á hlutina og samanlagt eru áhrif þeirra mikil og fara vaxandi. Þeir bloggarar sem fara offari í persónuníði detta út því fáir nenna að lesa ruglið í þeim. Fúkyrðaflaumur hjálpar heldur ekki. Sumir stunda hann af svo mikilli áfergju að þeir eyðileggja fyrir sér með því.

Professor Stiglitz mælir með að krónan verði notuð enn um sinn. Það fannst mér athyglisverðast í máli hans. Það er ekki það sem oftast er haldið fram. Margir vilja losna við krónuna og fyrir því eru rök. Ef hún verður endurreist fljótlega og það reynist vel er samt engin ástæða til að leita að nýrri mynt. Stjórn peningamála verður þó að vera miklu markvissari en verið hefur. Sérstaða okkar byggist að mörgu leyti á krónunni og hún getur tryggt talsverðan sveigjanleika á mörgum sviðum.

Inngangan í ESB er síðan alveg aðskilið mál. Evran getur ekki komið hingað nærri strax hvort eð er, en auðvitað má tengja krónuna henni eins og Danir gera.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband