695- Samtíningur og sitthvað - afrakstur tiltektar

Nýlega var frá því sagt að prestur hafi keypt hlutabréf í Stoke um árið og sjái nú loksins fram á að endurheimta hugsanlega eitthvað af því fé sem þar fór forgörðum. Ég var einn af þeim vitleysingum sem fylgdist á sínum tíma vel með Stoke ævintýrinu. Sem betur fer lagði ég þó ekki peninga í það. Vest Ham sagan fór víst eitthvað illa líka. Ekki er fullreynt ennþá um þessi mál en knattspyrnuliðin á Bretlandi eru í dýrari kantinum fyrir mig. 

Þetta með prinsinn elgtanaða er merkilegt mál. Vonandi fer þó allt saman vel. Ekki finnst mér líklegt að miklar fjárhæðir endurheimtist eftir allan þennan tíma en það skiptir kannski ekki mestu máli. Aðalmálið er að góma þyrluflugmanninn son Ólafs kaupfélagsstjóra í Borgarnesi.

Netið er stórhættulegt. Þriggja ára keypti skurðgröfu á Netinu. Menn hafa keypt allan fjárann í gegnum síma. Er hann ekki stórhættulegur líka? Og hugsið ykkur allan óþverrann og lestina. Ég fæ bara klígju.

Skottulækningar eru vinsælli en málfar. Eiður Guðnason getur borið vitni um það. Hann réðist um daginn á detox-vitleysuna og lifewave og allt það. Ekki stóð á viðbrögðunum. Hver um aðra þvera ryðjast Jónínurnar fram og vitna um afeitrunina einu og sönnu.

Á toppfm.is er besta útvarpsstöðin á Akranesi samkvæmt topplistanum hans Gunnars Helga Eysteinssonar. Þetta finnst mér alveg magnað. Vissi ekki einu sinni að það væru margar útvarpsstöðvar á Akranesi.

Ég á alltaf dálítið erfitt með mig þegar vitleysur Evrópuandstæðinga ganga úr hófi. Það er ekki nóg með að þessir andskotar í Brussel ætli að ræna okkur sjálfstæðinu og taka traustataki allar okkar auðlindir heldur eru þeir líka útsettir með að eitra fyrir okkur með því að flytja hingað handónýtar landbúnaðarafurðir. Það nýjasta er svo að við Íslendingar verðum að vara okkur mjög á herskyldunni sem áreiðanlega komi í stórríkinu sem verið sé að stofna.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Gott þú minnist á herskylduna. Hana óttast ég eiginlega mest. Sem betur fer eru bara kvenmenn í minni fjölskyldu!!! svo það yrði allavega lengra í herskyldu á okkar bæ. Auðvitað, fyrr eða síðar, verður Evrópuklasinn hervæddur.

Mér finnst örfáir ræða þennan "sennilega möguleika".

Eygló, 25.5.2009 kl. 01:40

2 identicon

Eftir að hafa hlustað á þjóðrembuna í sumum Evrópuandstæðingum hér á landi undanfarið þá furðar maður sig stundum á því hvers vegna allir þessir ósjálfstæðu, heimsku og auðlindalausu Evrópubúar (utan Íslands) eru ekki fyrir löngu steindauðir af öllum þessum baneitruðu landbúnaðarvörum sem þeir láta ofan í sig.

Ég segi það satt - ég er komin með upp í kok af íslensku þjóðrembunum.

Malína 25.5.2009 kl. 02:32

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Maíja af hverju er líklegt að við tökum upp samvinnu við aðrar þjóðir um herskyldu? Ég hef bara heyrt um stórríkið sem við erum að fara að ganga í hjá æstustu Evrópusambandsandstæðingum.

Sæmundur Bjarnason, 25.5.2009 kl. 02:59

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

evrópa er hervædd Maíja, og herskyld nema á íslandi.  Sé ekkert athughavert að við tökum þátt í því á einn eða annan hátt.. við gætum td bara verið með björgunarsveitir og aðstoðarskip.. margir möguleikar í stöðunni aðrir en að bera M16 og skjóta einhver..

Óskar Þorkelsson, 25.5.2009 kl. 11:51

5 Smámynd: Eygló

Ha ha. Þegar maður veltir vitlausum vanga og spyrst fyrir frá vitlausum sjónarhóli fara margir í andspyrnugírinn.

Ég er hvorki í flokki Evrópusambandssinna né Evrópusambandsandstæðinga.  Ég hvorki veit nóg um þessi mál, né er líkleg til að skilja allar hliðar þótt þær yrðu lagðar fyrir mig.

Almennt óttumst við hið óþekkta og það á við mig; maður veit nokkuð hvað maður hefur en ekki hvað maður kann að fá.

Ef við yrðum aðilar ESB og sambandið hefði her á að skipa... fengjum við þá að velja hvort við bærum okkar skyldu til herkvaðningar?  Gætum við "pant-fá" að vera í björgunar- eða  hjálparsveitum eða yrði því miðstýrt eins og margir óttast um aðgang að auðlindum okkar?

Yrði ég kvödd í her vildi ég nú frekar hafa M16 í mínum fórum heldur en að láta skjóta mig eða mína.

Ofanritað eru vangaveltur þess sem ekki veit en langar að vita.

Eygló, 25.5.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband