24.5.2009 | 00:05
694- Málfar í bloggheimum og fjallabíllinn fagurgrænn
Mjög lengi hefur verið deilt um hvort keppa eigi í fegurð. Femínistar hafa reyndar sérstaklega haft dálæti á að traðka niður þetta form á keppni og sagt hana niðurlægjandi fyrir konur og skaði ímynd kvenna að flestu leyti. Samt sem áður þrátt fyrir þessa umræðu tekur fjöldi kvenna þátt í slíkum keppnum og hefur áhuga á þeim tækifærum sem opnast með því. Svona tekur Stefán Friðrik Stefánsson til orða á blogginu sínu vinsæla. Mér finnst þessi texti bölvað klúður og það finnst mér texti Stefáns oft vera. Kannski skrifar hann of mikið. Sjálfur mundi ég orða þetta einhvern vegin svona: Lengi hefur verið deilt um hvort keppa eigi í fegurð. Femínistar hafa sérstaklega traðkað niður þetta keppnisform og sagt það niðurlægjandi fyrir konur og skaða ímynd þeirra. Samt tekur fjöldi kvenna þátt í þessu og hefur áhuga á þeim tækifærum sem opnast. Auðveldara er að gefa heilræðin en halda þau. Kannski skrifa ég einmitt of mikið sjálfur og dett stundum í svona þrugl. Þykist samt vera betur skrifandi en Stefán. Hann kippir sér eflaust ekki upp víð smágagnrýni og því nafngreini ég hann hér. Málfarsgagnrýni verður svo marklaus ef dæmi eru ekki tekin og ekki dugir að taka það allra versta. Þar að auki skrifaði ég eitt sinn athugasemd á bloggið hans sem hann birti ekki. Það var aðfinnsla um málfar sem Stefán leiðrétti þó. Málfarsgagnrýni er í tísku í bloggheimum núna. Eiður Guðnason er afkastamikill í henni og tínir margt til. Fleiri láta gjarnan ljós sitt skína og þeirra á meðal ég. Alltaf má gera betur og liðin er sú tíð þegar ekki mátti orðinu halla varðandi málfar þeirra sem skrifuðu á Netið. Ástæðulaust er þó að þegja bara af ótta við að geðjast ekki þeim kröfuhörðustu. Enginn hæstiréttur er til varðandi málfar og stafsetningu. Af því að þetta er tæpast nógu langt (eftir mínum eigin stöðlum) bætti ég svolitlu við. Svona er það. Ég þaut niður Kringlumýrarbrautina á mínum fjallabíl og allt að Sæbrautinni. Eftir henni fór ég svo á bílastæðið við Tollhúsið. Það var reyndar fullt en ég fann pláss á gangstétt þar nálægt og þaut á byltingarfundinn. Pottarnir og pönnurnar urðu eftir heima en við því var ekkert að gera. Einmana sleif gægðist þó uppúr frakkavasanum. Ég skundaði á Austurvöll í snatri og þar var Hörður byrjaður að rífa sig. Eruð þið á móti ríkisstjórninni?" spurði Hörður. Já." Hrópaði mannfjöldinn og hristi sig í kuldanum. Eruð þið á móti Davíð Oddssyni?" hrópaði Hörður. Já." Hrópaði mannfjöldinn og stappaði niður fótunum. Eruð þið á móti öllum?" spurði Hörður. Já." Hrópaði mannfjöldinn og lamdi næsta mann með sleif. Eruð þið á móti sleifum?" hrópaði Hörður. Já." Hrópaði mannfjöldinn og kastaði sleifunum upp í loftið. Þetta er víst það sem kallað er sleifarlag nútildags og eftir því stjórnar Jóhanna. Nútíma sleifarlagi fylgir líka að kalla á alþjóðagjaldeyrissjóðinn sér til hjálpar en ekki Guð almáttugan. Svo er að samþykkja allt sem sá brúni segir og klappa fyrir kommissörunum í Brussel. Ef kosið er rétt og Gunnari tryggður áframhaldandi konungdómur í Kópavogi getur þetta ekki klikkað. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Góður
Heimir Tómasson, 24.5.2009 kl. 06:19
:) Stefán er með þann ljóð á sínu bloggi að hann ritskoðar það og þegar hann hafi þráast við að birta nokkur svör frá mér hef ég tekið þann pól í hæðina að vera ekkert að lesa bloggið hans.. enda er það oftast nær endurskrifuð frétt úr mogganum..
Gunnar Birgisson er gamall íhalds mafíukall..
Óskar Þorkelsson, 24.5.2009 kl. 10:15
Þakka þér góðan pistil, Sæmundur.
Eiður Svanberg Guðnason, 24.5.2009 kl. 12:08
Takk Heimir og Eiður. Pistillinn er ágætur þykir mér sð sjálfsögðu. Hann er samt misjafn. Fyrri hlutinn er alvara en sá síðari tilbúningur og vitleysa. Mér finnst munurinn liggja í augum uppi en gerir hann það?
Óskar. Stefán og Gunnar eru bara eins og þeir eru. Ekki breyti ég þeim.
Sæmundur Bjarnason, 24.5.2009 kl. 14:40
Sleifasagan er skemmtileg!
Ég vil bæta einu við: "Eruð þið á móti Bubba?!" "JÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!"
Malína 24.5.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.