672- Innhverf íhugun eða úthverf

Innhverf íhugun er í tísku núna. Ef ég man rétt hefur hún lengi tíðkast á Indlandi og eflaust víðar í Asíu og Bítlarnir voru eitthvað að fikta við þetta fyrir margt löngu. 

Hjá mér fellur hún næstum því í sama farveg og talnaspeki og áruhreinsun jafnvel þó frægur kvikmyndaleikstjóri sé ánetjaður þessu. Auðvitað getur samt verið að eitthvert vit sé í þessu en ég bara svona ferkantaður.

Ævisaga var eitt sinn rituð um Harry Houdini töframanninn fræga. Þessa bók las ég í æsku og er ekki frá því að með þeim lestri hafi ég fengið þann antipata á miðlum og þess háttar kukli að það hafi enst mér til þessa dags. Auðvitað er þó ekki útilokað að eitthvað sé að marka þessi hjávísindi en mér er bara fyrirmunað að trúa því.

Jafnvel þó því sé trúað að miðlar og spámenn séu margfróðir og segi oftast satt get ég alls ekki lagt trúnað á að þeim sé gerlegt að starfa í gegnum útvarp á þann hátt sem oft er haldið að fólki. Þeir fjölmiðlar sem gefa slíku undir fótinn falla mjög í áliti hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er ágætis íhugun. Mér finnst reyndar íhugun alveg nægileg ein og sér, hún þarf ekkert að vera inn- eða úthverf.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.5.2009 kl. 02:08

2 identicon

Þú ert eflaust skynsamasti kall en í þessum pistli ruglar þú [á mjög óvísindalegan hátt] saman hlutum sem hafa ekkert með hvorn annan að gera. Þannig setur þú nokkra hluti [sem þú skilur ekki] undir sama hatt og kallar það kjaftæði; notar þannig vanþekkingu þína á innhverfri íhugun til að geta fellt það undir fordóma þína gagnvart hindurvitnum.

Gangi þér allt í haginn

Hetjan 2.5.2009 kl. 11:49

3 identicon

Ekki gat ég fundið orðið kjaftæði neinsstaðar í pistlinum að ofan.

EE elle

. 2.5.2009 kl. 14:16

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held að innhverf íhugun sé ágæt í sjálfu sér, afslappandi og allt það. En um leið og reynt er að breyta hlutunum í einhvers konar "það eina rétta" þá þurfi maður að vera á verði. Ég er þó ekki að segja að það sé svo í tilfelli leikstjórans, hef ekkert kynnt mér þetta hjá honum.

Guðríður Haraldsdóttir, 2.5.2009 kl. 15:29

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gurrí, ég er sammála þér. Íhugun er ágæt en ef hún er eftir einhverri ákveðinni tískuforskrift þá líst mér oftast illa á hana.

Sæmundur Bjarnason, 2.5.2009 kl. 17:10

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fyndið að þegar einhver nægilega frægur og nægilega klikkaður mætir hingað, þyrpist landinn í íhugun.

annars hef ég farið sautján hringi í andlegum pælingum um Guð, hinummeginfélagið og allan þann pakka. hef komist að niðurstöðu.

Guð er tilfinning. íhugun er fínt mál fyrir þá sem því nenna, ef hún bætir innra geð.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 17:23

7 identicon

Það er líka í tísku eitthvað sem kallast detox og á víst að hreinsa líkamann af öllum óþvera sem hefur verið að safnast þar fyrir í gegnum árin.

Rafn Haraldur Sigurðsson 2.5.2009 kl. 21:48

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já og einu sinni þurfti að fara til Póllands til að detoxa. Nú er víst hægt að gera þetta víðar.

Sæmundur Bjarnason, 2.5.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband