471. - Efnahagsmál og málfar

Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að blogga uppá hvern einasta dag. Þetta er ég samt búinn að venja mig á og tel mér trú um að þetta sé það sem lesendur mínir vilja.

Glitnisgerðin var ef til vill misráðin. Að minnsta kosti virðast áhrifin hafa orðið önnur en til var ætlast.

Þegar um hægist held ég að verðbólgan verði alvarlegasta efnahagsvandamálið. Annað fer mest eftir áliti manna og það er hægt að tala upp eða niður.

Í raun var erlendum og innlendum spákaupmönnum afhent gengisskáningarvaldið fyrir þónokkrum árum og þeir hafa greinilega ekki farið vel með það.

Að bankarnir séu svo að fara á hausinn hver af öðrum held ég að sé vegna ástandsins á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum.

Ég trúi því að það sé ljós við enda ganganna.

==============

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu leitar af tveimur mönnum (hugsanlega af erlendi bergi brotna) á aldrinum 25-30 ára, í tengslum við grófa líkamsárás og rán ér átti sér stað á Laugarvegi s.l. nótt um kl. 03:30.

Maður á sjötugsaldri var þá leiddur af tveimur mönnum inn í húsasund skammt frá gatnamótum Laugarvegar og Frakkastígs, þar sem hann var barinn og rændur.

Ef einhver getur veitt upplýsingar um menn sem koma heim og saman við eftirfarandi lýsingu. Annar með ljósblá húfu, í ljósum leðurjakka með hvitum röndum þvert yfir brjóstkassa. Hinn var í dökkum jakka og með dökka prjónahúfu, hugsanlega í ljósum gallabuxum. Allar upplýsingar vel þegnar í síma 444 1100

================

Þetta er copypeistað af mbl.is. Endemis rugl er þetta. Ég veit svosem ekkert um efnisatriði málsins en málfarið er skelfilegt. Af hverju les vesalings blaðafólkið fréttirnar ekki lauslega yfir áður en þær eru sendar á Netið?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Göngin eru nú bara lokuð í hinn endann!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.10.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Beturvitringur

Veistu það Sæmundur, ég held það yrði ekki betra þótt það læsi fréttirnar "þunglega" yfir.  Er ekki viss um að það kunni og/eða sjái betur.

Ég læt þetta hafa áhrif á mig, annað hvort með pirringi eða ég skemmti mér konunglega. 

Beturvitringur, 7.10.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála, það er ljós við endann á göngunum.

Óskar Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband