466. - Enn minnkar trúverðugleiki stjórnmálamanna

Það er ekki auðvelt að burðast við að blogga og minnast ekki á það sem allir tala um. Nefnilega bankayfirtökur og þessháttar. 

Ég býst við að til lengdar verði eftirtekja núverandi atburða sú að stjórnmálamenn verði jafnvel enn ótrúverðugri en verið hefur. Óhugsandi er að allir sjái ekki öðru hvoru augljósa lygi jafnvel hjá sínu uppáhaldsfólki. Flestir stjórnmálamenn ljúga blákalt ef þeir halda að þeir græði eitthvað á því.

Ég nefni engin nöfn og vil ekki taka þátt í persónulegu skítkasti en umræðan ber ekki lengur vitni um venjulegt pólitískt karp. Það er eitthvað miklu meira á seyði. Þó held ég að stjórnin lafi eitthvað áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, þeir fá að minnsta kosti stuðning í kosningum. Stuðningsmenn flokka reyna að ég held í lengstu lög að trúa því að þeirra menn séu skárri en hinir. Það verður erfiðara nú en áður.

Sæmundur Bjarnason, 1.10.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

En ef þjóðinni er ekki treystandi til að taka svona ákvarðanir þá hverjum? Ég hef ekki trú á einræði.

Sæmundur Bjarnason, 1.10.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband