392. - Um náttúruvernd og fleira

Í gær leiðrétti ég það sem mér virtist vera misskilningur sumra varðandi svalaræktunina að Auðbrekku 29 en gleymdi að geta þess að konan mín Áslaug Benediktsdóttir bloggar öðru hvoru á heimasíðunni sinni sem er 123.is/asben. Í gær birti hún þar ljómandi fallega ljósmynd og fáein minningarorð um Indriða Indriðason ættfræðing.

Siguður Hannesson á Villingavatni auglýsir jörðina sína í forsíðuauglýsingu í DV. Kannski á hann ekki sjálfur frumkvæðið að auglýsingunni og eflaust er hægt að selja jörðina fyrir mikið fé án auglýsingar en forsíðuauglýsing er forsíðuauglýsing. Þó kallinn sé ekki til í að selja jörðina akkúrat núna er það ekki nein forsíðufrétt og hann selur hana áreiðanlega fyrr eða síðar eða erfingjarnir er ekki vill betur.

Nú er komið í ljós að allir segjast vilja gera allt fyrir heimilislausa. Búið er að kaupa einhverja gáma sem hægt er að nota sem íbúðir en þá vill bara svo til að hvergi er hægt að láta þá vera og því er jafn illa komið fyrir heimilisleysingjum og áður. Verr þó, ef eitthvað er, því fram að Guðmundarmálinu héldu sumir þeirra til í Byrginu áður en þeir voru reknir út á Guð og gaddinn. Þetta er eiginlega svona dæmigert Breiðuvíkurklúður. Kannski er öllum sama úrþví það bitnar ekki á börnum.

Skrif um náttúruvernd, global warming, mengun og allt það hefur aukist alveg gríðarlega að undanförnu. Áhugi minn á þessum málum hefur ekki aukist nærri því eins mikið og afleiðingin er sú að minna og minna af því sem skrifað er um þessi mál nær til mín. Sú mettun sem orðin er varðandi þessi mál er atriði sem náttúruunnendur ættu að athuga alvarlega. Stuðningur við sjónarmið þeirra er gríðarlegur í skoðanankönnunum en skilar sér ekki í kosningum.

Gamli fjórflokkurinn er alveg útfarinn í því að finna hvað það er sem kjósendur vilja helst heyra. Nýjabrumið af náttúruverndinni nær ekki inn í kjörklefana hvað sem veldur. Flokkarnir reyna líka að gera þessi mál að sínum og soga þannig til sín þann kraft og áræðni sem þar er að finna.

Ég sé þó ekki betur en Ómar Ragnarsson ætli að reyna að þrauka fram að næstu kosningum í þeirri von að stuðningur við náttúruvernd fari vaxandi. Kannski verður nýtt þensluskeið hafið þegar næst verður kosið.

Mikið er fjasað þessa dagana um aðgengi að kerinu í Grímsnesi og í framhaldi af því að öðrum náttúruperlum. Ég er hallur undir málflutning jarðeigenda en er þó hræddur um að peningaöflin ætli að vinna þetta mál með hægðinni. Þegar ferðamenn verða farir að sætta sig við að borga fyrir að sjá verður eftirleikurinn auðveldari.

Svo eru nokkrar myndir í restina.

IMG 1760Þetta er greinilega fyrrverandi sendibíll. Hvaða hlutverki hann gegnir þarna veit ég ekki.

IMG 1902Já, það veitir ekki af að styðja helvítið. Ég er ekki frá því að hann sé farinn að hallast.

IMG 1888Þetta er líka af svölunum við Auðbrekkuna.

IMG 1803En ekki þessi eftir því sem ég best fæ séð.

IMG 1886Nammi namm. Þetta er nú reyndar bara mynd af bíl. Eða hluta af bíl nánar til tekið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var oft í Ytra-Fjalli sem krakki en ég ólst upp í Aðaldal.  Gæðafólk frá þeim bæ, afkomendur Indriða Indriðasonar.

Rosalega fallegar myndir hjá ykkur hjónunum.

alva 18.7.2008 kl. 02:25

2 identicon

Skemtilegar myndir hjá þér Sæmundur og verulega gamann að lesa hjá þér bloggið við sjáumst nú vonandi í næsta mánuði.

Bestu Kveðjur Benedikt (Frænidi ykkar) Guðmundsson

Benedikt Guðmundsson 18.7.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband