294. - Meira um gatnamótin á Auðbrekku og Nýbýlavegi. Einnig smávegis um istorrentmálið

Í fyrradag skrifaði ég um gatnamótin á Auðbrekku og Nýbýlavegi. Athugasemdir fékk ég við þau skrif eins og við mátti búast. Sigurður Þorsteinsson (ziggi.blog.is) fann að því sem ég hafði skrifað og lokasetningin hjá honum var þessi: "Ég legg til að við friðum Auðbrekkuna,- eins og hún var-. Setjum niður holurnar í göturnar aftur, ekkert malbik, bara gamli tíminn. Svo verður þjóðviljinn borinn í annað hvort hús og fiskbíllinn kemur á hverjum þriðjudegi."

Þessu svaraði ég með skætingi eins og mér fannst hans komment vera.

Þetta mál er samt ekkert til að hafa í flimtingum. Mér finnst það alvarlegur hlutur að verktakar hafi alla sem leið eiga þarna um í gíslingu mánuðum saman með því að hafa fjölmargar götur ýmist lokaðar eða hálflokaðar eftir sínum þörfum. Auðvitað ber Gunnar bæjarstjóri nokkra ábyrgð á þessu ástandi. Mér finnst samt alveg óþarfi að vera að blanda flokkspólitík í þetta eins og mér finnst Sigurður gera.

Ég hef ekkert sagt um það hvað mér finnst um allar framkvæmdirnar þarna. Ég veit þó að margir voru á móti því að byggja á Lundartúninu á sínum tíma. Það er samt sérmál og vel má gagnrýna seinagang við gatnaframkvæmdir án þess að fara út í skipulagsmál að öðru leyti.

Ístorrent málið virðist vera að taka nýja stefnu. Villi Ásgeirsson bloggvinur minn (vga.blog.is) og kvikmyndagerðarmaður skrifar um þetta og skyld mál á sínu bloggi. Mér skilst að hann eða einhverjir sem hann þekkir hafi staðið að vefsetri sem tók við af torrent.is á sínum tíma. (thevikingbay.org) og hvet alla sem áhuga hafa á þessum málum til að lesa bloggið hans.

Höfundarréttarmál eru mér talsvert hugleikin síðan ég stóð fyrir Netútgáfunni á sínum tíma. Því er ekki að neita að lögin sem um þau mál gilda voru okkur á þeim tíma til mikilla trafala. Margir hafa líka mjög óeðlilegar hugmyndir um Netið. Þar hefur það sjónarmið lengi verið uppi að sem allra mest eigi að vera ókeypis. Auðvitað er skiljanlegt að einstakir rétthafar eins og Friðrik Skúlason (frisk.blog.is) hafi ýmislegt við starfsemi af þessum toga að athuga. Mín skoðun er þó sú að útgefendur tónlistarefnis og kvikmyndaréttareigendur hafi oft farið offari í því að féfletta neytendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er nú einn af þessum glæpamönnum sem er að vinna við samgöngubætur á nýbilavegi verkið gengur vel ,töluvert um auka verk td endurnýun lagna skeljabrekka upp i hamraborg ,lækkun skeljabrekku um 50 cm og malbikun  þannig að verkið fer allveg pottþétt yfir 600 millur sem tilboðið  var , buið er að steipa upp þrenn undirgöng unnið er við neðri burðarlög nyja vegsins ekkert er annað í spilunum en að við stöndumst timaáætlun,allveg er það magnað hvað það er mikill munur að vinna að sammgöngubótum úti á landi eða í  þéttbýli ,allveg týpískt að kenna okkur um ykkar tímabundnu óþægindi verk kaupinn er kópavogs bær og vegagerðinn og það er þeim að "kenna" að verið er að reina að bæta ástandið  í  kópavogi , með fyrirframm þökk fyrir sýnda tyllitssemi á verktíma gísli ísleifsson starfsmaður ístaks "trausts verktaka"

gisli kr 29.3.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þakka þér fyrir efnislegt svar, Gísli. Ýmsum spurningum er þar svarað. sem ég og líklega margir aðrir, sem oft fara þarna um, spyrja sig gjarnan. Vona bara að sem flestir þeirra sem lesa  gagnrýni mína á framkvæmdina lesi líka þetta svar þitt.

Ég veit ekki alveg hvað þú átt við þegar þú talar um hvað það sé mikill munur að vinna úti á landi. Líklega eru borgarbúar yfirleitt bölvuð svín.

Mér þykir þú reyna að koma sökinni (ef einhver er) of mikið á Kópavogsbæ. Líklegast tel ég að skilafrestir og tímamörk séu sett í samráði við verktaka.

Skil heldur ekki af hverju ýmislegt sem gerist í Skeljabrekku þarf endilega að hafa áhrif á gatnamót Auðbrekku og Nýbýlavegar.

Sæmundur Bjarnason, 29.3.2008 kl. 23:19

3 identicon

góðan dag sæmundur ,skeljabrekkan hefur nefnilega mikið með  að segja um álagið á auðbrekku þessa dagana ,vegna lokunar  er umferð beint um hjáleið um auðbrekku  við erum að stefna á að malbika skeljabrekku um miðja næstu viku  þá lagast þetta vonandi, bara svona til upplýsingar þá fórum við fram á að setja bráðarbirgðar hring torg á gatnamót auðbrekku og nýbilavegar ,þessi gatnamót eru stórhættuleg  en það var ekki sammþykkt .í útboðs gögnum er alltaf getið til um upphaf og lok verktíma og má verktaki búast við dagssektum standist hann ekki áætlun i svona verkum eru líka svokallaðir flýtibónusar ef verki er skilað á undan áætlun sem er sjaldan því verktíminn er alltaf mjög knappur og lítið má útaf bregða

 kv gisli ísleifsson

gisli kr 30.3.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir þetta, Gísli. Þetta skýrir ýmislegt. Við skulum bara vona að þetta fari að ganga vel úr þessu. Ekki geri ég ráð fyrir að tíðarfarið að undnaförnu hafi hjálpað ykkurl

Sæmundur Bjarnason, 30.3.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband