15.11.2007 | 01:06
174. blogg
Ætlun okkar var að ganga á Snæfellsjökul og höfðu þeir nokkurn búnað með sér frændurnir. Ég bjó nú ekki svo vel á þessum árum að ég ætti almennilega gönguskó svo ég fór bara í ferðina á stígvélum. Úlpu og íshaka fékk ég að láni hjá þeim félögum.
Bjössi sendi mér um daginn nokkrar myndir sem teknar voru í þessari ferð og ég er að hugsa um að setja þær hér inn í þessa frásögn.
Við fórum sem leið liggur vestur Staðarsveit og áleiðis að jöklinum í þokkalegu veðri. Þegar á jökulinn kom var veðrið hinsvegar orðið snarvitlaust, mikill skafrenningur og hávaðarok svo við urðum að snúa frá eftir nokkur hundruð metra og halda heim á leið.
Ekki gáfumst við þó upp, heldur reyndum aftur næsta dag. Þá var veður miklu skaplegra. Satt að segja bara ágætisveður og gengum við beina leið á topp jökulsins. Vélsleðar tíðkuðust ekki á þessum tíma. Slík farartæki voru sjaldgæf. Á nokkrum stöðum lá leið okkar upp brattar fannbrekkur og mér er minnisstætt að mér hefði áreiðanlega ekki tekist að komast þarna upp á mínum stígvélum ef þeir Bjössi og Diddi hefðu ekki jafnan höggvið spor í harðfennið.
Með því að halda mig við sporin sem þeir höfðu höggvið í snjóinn tókst mér bærilega að klöngrast upp brekkurnar. Einnig kenndu þeir mér að halda á íshakanum á þann hátt að ef ég dytti stingist hann strax niður í snjóinn svo ég rynni ekki niður brekkuna. Þetta kom sér ágætlega nokkrum sinnum.
Satt að segja er ólíkt betra að klöngrast upp langar harðfennisbrekkur, þar sem alltaf eru notaðar samskonar hreyfingar, vitandi að ekki er stórhætta á ferðum þó maður detti. Langar snjóbrekkur geta satt að segja verið ansi þreytandi. Þannig var það þegar ég kleif Heklu í seinna skiptið, en nú er ég kominn út fyrir efnið.
Þegar upp var komið sáum við að efst á toppnum var nokkurra mannhæða hár snarbrattur íshraukur. Ég lét mér nægja að ganga nokkrum sinnum í kringum hann, en þeir Diddi og Bjössi álitu ferðina alls ekki fullkomna nema klifrað væri þar uppá topp. Allt þetta má sjá nokkuð vel á myndunum.
Niðurleiðin var mun fljótlegri því þá gátum við rennt okkur niður brekkurnar í stað þess að fara þær uppávið. Ætli öll ferðin hafi ekki tekið svona fjóra til fimm klukkutíma, ég man það ekki. Þessi ferð var á margan hátt eftirminnileg. Þetta var í fyrsta sinn sem gekk á jökul og Snæfellsjökull er nú ekki hvaða jökull sem er.
Egill Jórsalafari og sonur Bjarna þingmanns Harðarsonar skrifar grein sem birtist á útsíðu í Sunnlenska fréttablaðinu í dag. Af því að þetta er nú montblogg öðrum þræði þá er ég að hugsa um að birta hér mynd af þeirri grein í lokin.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Flott húfan sem þú hefur verið með á Snæfellsjöklinum og anorakkurinn líka :)
Hafdís Rósa 15.11.2007 kl. 21:58
Já, en samt hefur þessi húfa komist upp á íshraukinn. Dularfullt. Ekki fór ég þangað.
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2007 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.