3181 - Hægri menn

3181 – Hægri menn

Það er engin furða þó ultrahægrimenn hafi kosið sér Pál Vilhjálmsson sem einskonar páfa og lesi blogg hans með mikilli athygli. Maðurinn er ritfær í bestu merkingu þess orðs og þar að auki vel að sér. En við skoðanir hans set ég mikið spurningarmerki. Og mér er alveg sama þó mér hafi oft sjálfum verið líkt við spurnarmerki,  sjá t.d. Ecce Homo frá 1961. Núverandi kennari i Garðabæ, og fylgifiskar hans eru að mínu áliti ultra-hægrimenn og ekkert annað. Bjarni Ben. hefur einangrað þá dálítið í Sjálfstæðisflokknum og við það hefur hann (Sjálfstæðisflokkurinn) minnkað talsvert og Sigmundur og hans lið hefur við það orðið aðalpopúlistaflokkurinn hérlendis.

Auðvitað eru ekki allir sem lesa bloggið hans Páls ultrahægrmenn að mínu áliti, en eflaust eru margir það.

Sjáfur les ég oft bloggið hans og tel mig samt fremur til vinstri en hægri í pólitík. Annars er það leiðindatík pólitíkin. Hún heldur mönnum í sundur fremur en að sameina þá. Ekki svo að skilja að skipting lífsgæðanna sé einskisvert umfjöllunarefni, en það er svo miklu fleira sem sameinar fólk, en sundrar.

Mér finnst gaman að sálgreina menn og hópa, en kannski er ekki mikið að marka það. Alveg er ég samt hissa á því að ekki skuli fleiri vera sammála mér. Eins og þetta er oft skynsamlegt hjá mér.

Síðasta  blogg mitt var tvítekið. Það var vegna misskilnings. Mér skildist að vantað hefði fyrirsögn, en svo var ekki. Hefðbundin var uppsetningin þó ekki.

Ég er farinn að blogga aftur og þarmeð er ekki víst að friður verði mikill fyrir mér á næstunni. Sjáum til.

IMG 3669Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband