3178 - Ýmislegt

Ekki veit ég hvað ég ætla að skrifa um núna. það verður samt vafalaust eitthvað. Verst hvað ég skrifa hægt. En það fylgir ellinni, held ég a.m.k.

Í nótt dreymdi mig skrýtinn draum. Mér þótti sem ég væri vaktmaður á Stöð 2 (eins og ég var einu sinni) Brotist var inn þar og ég lenti í miklu veseni með ungling eða táning sem það gerði. Í fyrstunni var krakki svona tólf ára með honum, en að lokum leiddist honum þófið og fór. Á endanum kallaði ég á lögregluna en sá eftir því vegna þess að ég hálfvorkenndi unglingsgreyinu.

Næst kemur heimspekileg pæling.

Eftir að maðurinn (mannkynið) aðskildi sig að mestu leyti frá dýrunum með sínum sjálfstæða vilja hefur hann (maðurinn) þróast næstum því beint til aukins skilnings á náttúrunni og stjórnar á henni. Hann hefur þó átt í mesta basli með að hætta að drepa. Þetta hefur ekki komið verulega að sök þegar hann hefur einkum drepið dýr, en stríðin svokölluðu sem einkum eru sprottin af valdafíkn, felast mikið í því að drepa annað fólk. Honum hefur gengið illa að venja sig af því. Dýrin stjórnast að mestu af hvatalífinu eins og kunnugt er. Þó á því séu ýmsar undantekningar.

IMG 3705 

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband