3096 - Ofbeldi

Ekki er það ætlunin að skrifa á hverjum degi um Talibana og þessháttar. Greinilega vekur það samt nokkra athygli. Kannski veldur það því að fleiri lesa þetta blogg en annars mundu gera það. Attention span fjölmiðlafólks er fremur lítið. Sagnfræðinga sömuleiðis. Covid fréttir og Talibanasögur tröllríða öllu nú um þessar mundir.

Stjórnendur RUV virðast treysta næsta mikið á að áðurnefnt span útvarpshlustenda og sjónvarpsglápara sé afar lítið. Annars mundu þeir varla endurflytja svona mikið af efni á aðalrás Sjónvarpsins og Rás eitt. Ekki dugir að fjasa um að það sé sumar og þessvegna sé þetta svona. Vandræðalaust ætti að vera að koma sér upp svolitlum lager af efni. Kannski er ódýrara að hafa þetta svona, en þá ætti að vera hægt að búa til fjáröflunarleiðir. Nógu mikið borgum við sauðsvartur almúginn fyrir þessi ósköp. Annars eru líklega flestir hættir að horfa á línulega dagskrá og sleppa þannig við álnarlanga auglýsingatíma og horfa bara á það sem þeir hafa áhuga fyrir. Auglýsingapeningar eru þar að auki á hraðri leið úr landinu.

Þó næstum öll tónlist sé fyrst og fremst hávaði, er hún líka afskaplega endurtekningasöm. Hugsanlega er áhugi á henni fyrst og fremst arfur frá frumbernsku þar sem máttur endurtekningarinnar birtist einkum í sjónvarpsauglýsingum.

Stjórn KSÍ er um þessar mundir á löngum ofbeldisfundi. Sú menning sem viðgengist hefur í knattspyrnuheiminum er vissulega ofbeldisfull. Landslið karla í fótbolta hefur miklu hlutverki að gegna þarna, því þeir eru fyrirmyndir margra sem yngri eru.

Nú er nóg komið af svartagallsrausi og rétt að taka upp léttara hjal. Verst hvað ég er hrikalega lélegur í svoleiðis löguðu. Allavega get ég reynt. Nei, þetta er vonlaust og eins gott að hætta meðan hægt er. Bjarni frændi minn, bóksali, fyrrverandi alþingismaður og rithöfundur á Selfossi sagði eitt sinn að „Íslenzk fyndni“ væri stórskrítin og hann væri svona skrýtinn af því að hann hefði ásamt pabba lesið yfir sig af þesskonar bókmenntum. Gott ef íslenskir uppistandarar eru ekki sama markinu brenndir. Sá eitt slíkt Eldjárn á Netflix um daginn og entist því miður ekki til að horfa á það allt. Dósahlátur er samt ágætur stundum.

IMG 4377Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband