9.12.2020 | 15:28
3036 - Bóluefni
Að sjálfsögðu hugsa allir mest um bóluefni og Covid-19 um þessar mundir. Sagt er að Canada hafi tryggt sér nægilega mikið af bóluefni til þess að bólusetja alla að minnsta kosti 5 sinnum. Þeir sem mest græða á þessu bóluefni eru lyfjarisarnir. Ríku þjóðirnar munu sjá til þess að þeir sem vilja munu verða bólusettir. Sem betur fer erum við Íslendingar í hópi ríku þjóðanna og munum sigrast á þessum veirufjára. Þriðji heimurinn svokallaði mun áfram berjast við hana og ekki eykur þetta á jafnrétti milli hinna ríku og þeirra snauðu. Að öllum líkindum verða einhver ár þar til þriðji heimurinn mun ná tökum á þessari veiru.
Jólahald verður með breyttu sniði að þessu sinni ef að líkum lætur. Vel getur samt verið að við Íslendingar slökum það mikið á klónni að ein bylgja ennþá af þessum faraldri skelli á okkur. Miðað við marga aðra má samt gera ráð fyrir að við sleppum tiltölulega vel frá þessu öllusaman. Ef vil tekst til mun ríkisstjórnin reyna að eigna sér þann árangur í kosningunum sem væntanlega fara fram í september næstkomandi. Ef ekki þá verður Þórólfi og Co. kennt um. Þeir sem allra mest vilja slaka á í baráttunni eru sennilega mikill minnihlutahópur, samt er vel hugsanlegt að hann fari stækkandi.
Að mínu viti eru það einkum tvær stefnur sem takast á í stjórnmálum. Bæði hér á landi og víða annarsstaðar. Vel má kalla þessar stefnur einangrunarstefnu og opingáttarstefnu. Allra stærstu þjóðirnar hugsa þó fyrst og fremst um eigin hag og völd. Önnur atriði eru aftar í röðinni þar. Á undanförnum árum hefur opingáttar- og samvinnustefnan verið ríkjandi víða um lönd. Einangrunar og föðurlandsástarstefnan hefur þó verið að vinna á. Enginn vafi er á því að þau ríki sem áður og fyrr voru undir oki Sovétríkjanna hneygjast mjög til einangrunarstefnu í þessum skilningi. Engin ástæða er til að líta á andstæðinga að þessu leyti sem einhverja óvini. Allir vilja gera sitt allra besta. Jafnvel stjórnmálaflokkar. Á margan hátt er því ráði beitt að sundra fólki frekar en sameina í stjónmálaerjum af öllu tagi. Samvinna og jafnrétti vinnur þó í heildina á í heiminum með tímanum.
Skrítið er að fylgjast með stjórnmálum í USA. Enginn vafi er á því að Trump hefur leitast við að auka viðsjár milli fólks og flokka, frekar en að sameina. Að þurfa að setja traust sitt á Biden í staðinn er hugsanlega ekki til nokkurra bóta. Fyrirsjáanleiki mun samt eitthvað aukast, en í heildina mun stefna Bandaríkjanna ekki breytast hót.
Kófþreyta er nú mjög farin að gera vart við sig. Ekki mun hún minnka um Jólin og hugsanlega mun hún valda ýmsum vandræðum.
Nú er búið að fresta augna-aðgerðinni á mér og er nú útlit fyrir að ég fái nýjan eða nýja augasteina þann 21. desember og ætti það að vera allt í lagi því mér skilst að fólk sé afar fljótt að jafna sig á þessu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki getur undirritaður nú verið sammála þessari fullyrðingu:
"Einangrunar og föðurlandsástarstefnan hefur þó verið að vinna á. Enginn vafi er á því að þau ríki sem áður og fyrr voru undir oki Sovétríkjanna hneygjast mjög til einangrunarstefnu í þessum skilningi."
Ellefu Austur-Evrópuríki, sem áður voru kommúnistaríki, eru nú bæði í Evrópusambandinu og NATO.
Serbía, Bosnía, Albanía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía hafa einnig sótt um aðild að Evrópusambandinu og þrjú síðastnefndu ríkin hafa nú þegar fengið aðild að NATO.
Þar að auki vill Úkraína fá aðild að bæði Evrópusambandinu og NATO.
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"After February 2014 Yanukovych ouster and following the Russian military intervention in Ukraine (which Russia denies) Ukraine renewed its drive for NATO membership."
9.12.2020 (í dag):
Record Support (85%) for Hungarian European Union Membership
9.12.2020 (í dag):
Foreign Minister of Hungary: Poland and Hungary Not Moving Away from the European Union
"The Commonwealth of Independent States (CIS) is a regional intergovernmental organization of nine post-Soviet republics in Eurasia, Armenia, Azerbaijan, Belarus, Kazakhstan, Kyrgyzstan, Moldova, Russia, Tajikistan and Uzbekistan."
Commonwealth of Independent States (CIS)
Enda þótt Bretland eigi ekki lengur aðild að Evrópusambandinu vilja Skotar og Norður-Írar aðild að sambandinu, Kína er ekki með einangrunarstefnu og Joe Biden vann forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Þorsteinn Briem, 9.12.2020 kl. 18:40
Sagði ég að Kína væri með einangrunarstefnu? Varðandi Austur-Evrópuþjóðirnar talar þú lítið um Ungverjaland, Pólland og Tékkland. Sennilega hef ég aðallega verið að hugsa um þær. Við eigum líka mest samskipti við þær. Þar er hægri stefna mjög ráðandi. Annars held ég að við séum mjög sammála um alþjóðamál og jafnvel líka um Trump og Trumpisma.
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2020 kl. 09:49
Það hlýtur að mega nefna hér eitthvað án þess að þú nefnir það sérstaklega, elsku kallinn minn.
Ég nefndi hér hins vegar Ungverjaland og að 85% Ungverja vilji áfram aðild að Evrópusambandinu.
Hægri stjórn Viktors Orbáns í Ungverjalandi er einnig í miklum samskiptum og viðskiptum við ríki utan Evrópusambandsins, til að mynda Kína, og Kínverjar eiga fjölmörg fyrirtæki, verslanir, banka og íbúðir í Ungverjalandi.
Pólland, Ungverjaland og Tékkland eru í NATO, Evrópusambandinu og Schengen-samstarfinu og eru ekki að hætta í þessu samstarfi, enda þótt þessi ríki séu ekki tilbúin að taka við mörgum flóttamönnum.
"The Visegrád Group (V4) is a cultural and political alliance of four countries of Central Europe (Czech Republic, Hungary, Poland and Slovakia), all of which are members of the European Union and of NATO, to advance co-operation in military, cultural, economic and energy matters with one another and to further their integration to the European Union."
Þar að auki vill ríkisstjórn Viktors Orbáns fjölga ríkjum í Evrópusambandinu.
15.5.2020:
"Trade between Hungary and Serbia reached record volume last year, Viktor Orbán [forsætisráðherra Ungverjalands] said, and freight traffic and commuter traffic is currently flowing across the borders, he said.
Orbán pledged support for Serbian investments in Hungary, and said the construction of the Budapest-Belgrade rail line had reached a phase of acceleration.
"It is obvious that delivering Chinese goods quickly to Europe is one of the key issues of the future," he said.
Hungary is a committed supporter of the efforts of Serbia to join the European Union, Orbán said, calling on Brussels to open the accession chapters that Serbia is ready to conclude."
Ísland tekur einnig þátt í Schengen-samstarfinu, er eitt af stofnríkjum NATO og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn.
Þorsteinn Briem, 10.12.2020 kl. 11:15
Eruð þið ekki bara hræddir drengir, eins og allir aðrir. Hugsa um heildina, svo um sjálfan sig!
FORNLEIFUR, 10.12.2020 kl. 15:10
Mér datt einmitt í hug að minnast á þig, Villi minn. Við smáfuglarnir getum haft okkar skoðanir á heimsmálunum, en hver tekur mark á því? Á sama hátt og þú tekur oft upp hanskann fyrir Ísraelsmenn virðist Steini hafa mikið dálæti á EU. Á ég kannski að vera einhvers sérstakur Kínverjavinur? Og hvað með Tyrki? Ég bara spyr. Um þetta er endalaust hægt að deila.
Sæmundur Bjarnason, 10.12.2020 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.