3037 - Trump og kófið

Heimsmálin flækjast enn fyrir mér. Þó er það svo að ég get með engu móti fallist á þá hægri sinnuðu skoðun að lýðræðið sé ómögulegt. Ég er sérstaklega að ræða um þá skoðun hér á Moggablogginu að nauðsynlegt sé að styðja Trump og Co. í viðleitni sinni til að snúa kosningasigri Bidens við. Að mínum dómi er þrískipting valdsins hornsteinn lýðræðisins og ekki til bóta að dómsvaldið taki yfir hlutverk þess. Lýðræðinu í USA hefur hingað til verið treyst. Kosningar fara að vísu fram með ýmsum hætti eftir ríkjum. Það hefur leitt til of mikillar lagalegrar afskiptasemi og mikillar misskiptingar auðs, að því er okkur Evrópubúum og mörgum öðrum hefur fundist. Þeir sem tapa í kosningum sem fara fram með lýðræðislegum hætti verða að sætta sig við það. Þannig er það og þannig verður það að vera. Lýðræðislegar kosningar leiða oft til niðurstöðu sem erfitt getur verið að sætta sig við fyrir suma þeirra sem tapa. Ekki er annað að sjá en með núverandi ástandi í bandaríkum Norður-Ameríku stefni í alvarlega stjórnarfarslega kreppu þar. Hún getur orðið lýðræðinu sjálfu mun hættulegri en drepsótt sú sem herjað hefur á heimsbyggðina allt þetta ár.

Ég er að verða 80 ára gamall. Löngu hættur að vinna. Farinn að sjá heiminn í nýju ljósi. Þykist vera afskaplega gáfaður, en er það hugsanlega ekki. Viðurkenni að sumt í Sjónvarpi allra landsmanna hugnast mér sæmilega. Finnst til dæmis föstudagskvöldin hjá RUV ómissanandi. Bæði er það þátturinn „Kappsmál“ og „Gísli Marteinn“ sem leika sér oft skemmtilega að tungumálinu. Bókmenntaþátturinn sem Egill Helgason stjórnar er oft áhugaverður en formið á honum er orðið ansi gamaldags og þreytulegt. Svo horfi ég stundum á Landann, sem mér finnst oft njóta fjölbreytninnar og stuttaralegrar umfjöllunar. Innslög úr þessum tveimur síðastnefndu þáttum er Ríkissjónvarpið í auknum mæli farið að nota til uppfyllingar og er það vel.

Kannski er okkur jarðarbúum nú loksins að takast að ná tökum á Covid-19 veirunni en samt óttast ég að hún verði lengi viðloðandi mannkynið. Fram hefur komið að við Íslendingar getum varla búist við að fá bóluefni fyrr en eftir Jól. Við því er ekkert að segja. Við erum óttalega smá og lítt áberandi í þjóðahafinu og njótum engra yfirburða þar. Reynum umfram allt að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem okkur hefur verið uppálagt að gera, þó okkur sýnist þær stundum einkennilegar.

IMG 5170Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óttalegt er orðinn skar,
og æríð Sæmi gleyminn,
geysi ryðgað gáfnafar,
og gefur skít í heiminn.

Þorsteinn Briem, 12.12.2020 kl. 08:12

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Steini krútt er alveg ær
elskar mikið heiminn.
Alveg fæddur er í gær
og ekki vitund gleyminn.

Sæmundur Bjarnason, 12.12.2020 kl. 09:24

3 Smámynd: Loncexter

Sæmundur er betri.

Loncexter, 12.12.2020 kl. 18:48

4 identicon

Trump hefur sýnt fram á að hann vann kosningarnar. Hann hefur á bak við sig vitnisburði þúsunda manna um sviknar niðurstöur talninga atkvæða. Lýðræðið er fyrir borð borið ef menn ætla að taka mark á niðurstöðunum eins og þær liggja nú fyrir. Trump mun því að sjálfsögðu berjast áfram fyrir að öll lögleg atkvæði verði virt en falsanir fjarlægðar. Þá mun í ljós koma að Trump var endurkjörinn Forseti Banríkjanna eins og hann lýsti réttilega yfir strax 4. nóvember síðastliðinn. 

Guðmundur Örn Ragnarsson 13.12.2020 kl. 07:08

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er alls ekki sú upplifun sem ég fæ með því að fylgjast með bandarískum stjórnmálum.

Viðurkenna ber þó að alls ekki er víst að allir þeir sem kusu Biden hafi gert það vegan einhverrar ástar eða aðdáunar á honum. Einhverjir hafa eflaust kosið hann vegna andstöðu við Trump.

Það álít ég ekki svindl, því allsekki er hægt að greina af hvaða hvötum atkvæði eru greidd. Ég álit samt að ekki sé hægt að efast um lýðræðisást bandaríkjamanna.

Sæmundur Bjarnason, 13.12.2020 kl. 13:25

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er enginn að reyna að snúa kosningasigri Bidens við. Enda hefur hann engan kosningasigur til að snúa við. Málið snýst um að komast að því hver er sigurvegarinn í kosningunum og það er margt sem bendir til að það sé EKKI Biden.

Það verður aðeins gert með því að rannsaka þessar kosningar og ekki með neinu hálfkáki. Það er ekki rannsókn þegar undirréttir eða hæsturéttir kasta málunum út af borðinu án þess að svo mikið sem að líta á sönnungargögnin.

Nauðsynlegt er að komast að hinu sanna. Annars klofna Bandaríkin í Demókratafylki sem eru að drukkna í skattlagningu og glæpahópum sem vaða uppi og brenna allt til ösku án þess að lögreglan lyfti litlafingri og Repúblikanafylki, sem gengur betur fjárhagslega og halda uppi ónýtu Demókratafylkjunum.

Það eru þegar uppi raddir um það hjá Repúblikönum að stofna ný Bandaríki þar sem stjórnarskráin er virt og láta bara Demókratafylkin sigla sinn sjó. Leyfa þeim áfram að rotna innan frá, kannski munu þau koma á hnjánum þegar þau eru við að hrynja í sundur af eigin lögleysi og fávitaskap.

Þessar kosningar verður að rannsaka og fá svör við hvernig þetta sem neðangreind mynd sýnir gat gerst og virðist algjörlega á ská og skjön við öll lögmál tölfræðinnar og heilbrigða skynsemi.

Jump in votes

Theódór Norðkvist, 13.12.2020 kl. 17:42

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mánudaginn 14. desember koma svonefndir kjörnen saman í sínu fylki og kjósa þann sem hefur fengið fleiri atkvæði í því fylki. Flest eru þau margfalt stærri en Ísland og hafa mismundandi marga kjörmenn eftir því sem þau eru fjölmenn. Endurtalning eftir vissum reglum fer fram ef munurinn er lítill og hefur farið fram þar sem þurfa þykir. Fylkisþingin (þó þau séu undir stjórn Repúblíkana) geta engin áhrif haft á kjörmennina eftirá. í kjörmannakjörinu á morgun (mánudaginn 14. des) mun Biden fá 306 atkvæði en Trump rúmlega 230 og þessvega verður Trump að fá Biden stjórntaumana í hendur 20. janúar næstkomandi. Þanning virkar lýðræðið í þessu landi. Allir dómstólar hafa fallist á þetta þó einhverjir (einkum Trump sjálfur) séu óánægðir með það.

Sæmundur Bjarnason, 13.12.2020 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband