25.9.2020 | 05:27
3010 - Hvort er betra að vera venjulegur eða einstakur?
Alllangt er nú síðan ég hef bloggað nokkuð. Margar ástæður eru fyrir því. Geri mér ekki grein fyrir þeim öllum sjálfur. Um að gera að hafa þetta stutt. Veit ekki hvort lesendur mínir vilja langlokur eða stuttar greinar. Get ómögulega skrifað lengi um sama efni. Covid-veiran er orðin að, eða um það bil að verða, það sem skilur fólk að stjórnmálalega. Hvernig beri að tækla veiruskrattann er það lismus-test sem öllu máli skiptir í því sambandi. Nú fer verulega að styttast í kosningar í Bandaríkjunum og vissulega verða þær spennandi. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að Trump muni skíttapa, þó Biden sé allsekki góður kostur að áliti allmargra.
Hvort er betra að vera einstakur eða venjulegur? Flestir eru alla sína ævi að berjast við annað hvort eða hvorttveggja. Sumir eru frægir, en aðrir ekki. Sumir eru bara frægir fyrir að vera frægir. Hvað gerir menn fræga? Sennilega eru það einkum fjölmiðlarnir. En allir vilja verða eða vera fjölmiðlar nútildax. Fésbókin og svipaðir miðlar ýta undir það. En til þess að verða fjölmiðlafrægur þarf að gera eitthvað. Allir gera svosem eitthvað. En fyrir frægðina þurfa menn að gera eitthvað einstakt. Þar kemur þetta með að vera einstakur eða venjulegur inn. Kannski er hægt að líta á þetta sem einskonar paradox. Svo geta menn orðið frægir að endemum. Engir vilja það. Ég held það að minnsta kosti. En er kannski nóg að halda eitthvað til að verða frægur? Það held ég ekki. (Annar paradox) Er kannski nóg að fjölmiðlafólk haldi að menn séu frægir? Er lífið samsett úr paradoxum, eða hvað? Tilheyra þeir þá fræga og ríka fólkinu? Ef fjölmiðlafólki dettur sú frægð í hug. Stundum dettur manni það í hug. En svo koma upp augnablik þar sem sést að það er talsvert dýrkeypt að vera/verða frægur. Kannski er bara best að vera hvorki einstakur eða venjulegur. Allir ættu að geta það. Um þetta er hægt að bollaleggja endalaust.
Fésbókin og aðrir svipaðir miðlar eru þrátt fyrir allt alveg ómissandi. Samskipti fólks byggjast á þessu forriti. Margir virðast vinna við þetta á hverju og einu tungumálasvæði. Íslenska er hér engin undantekning og verulegur hluti vinnu blaðamanna er greinilega fólginn í því að fylgjast sem best með þessu. Tölvulæsi eða tölvunotkun og tölvukunnátta fólks er orðin miklu meiri nú, en áður var. Greinilega eru þeir margir sem vilja láta ljós sitt skína. Hæfni á þessu sviði er nauðsynleg til árangurs. Svo virðist vera á flestum sviðum.
Þó Ginsburg sé eða hafi verið talin frjálslynd og vinstri sinnuð er enginn vafi á því á bandarísk lög ætlast til þess að forsetinn og öldungadeild þingsins komi sér saman um hæstaréttardómara. Þessvegna styð ég Tromparann og leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni í þeirri ætlan sinni að koma nýjum og væntanlega íhaldssömum dómara í réttinn fyrir forsetakosningarnar eða að minnsta kosti áður en nýr forseti tekur við völdum. Kannski styð ég Trump ekki í neinu öðru. Að minnsta kosti ekki í afstöðu hans til byssulöggjafar og flóttamanna. Pressan styður ekki Trump í neinu og hefur aldrei gert.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Þar sem enginn þekkir mann,
þar er gott að vera,
því að allan andskotann,
er þar hægt að gera."
Og nú á að loka fangelsinu á Akureyri vegna þess að þar gera einungis aðkomumenn eitthvað af sér.
Þorsteinn Briem, 25.9.2020 kl. 09:14
Langbest að vera skrýtinn eins og þið Trumpsi.
Þorsteinn Siglaugsson, 25.9.2020 kl. 12:56
Axarsköftin áttu flest
eins og Trump að gera.
Þorsteinn segir það er best
þannig skrýtinn vera.
Sæmundur Bjarnason, 26.9.2020 kl. 08:28
Samanber stórfréttir sumarsins af húsflugum og köttum sem hrelldu þorpsbúana:
Til Akureyris anar títt
illþýði að sunnan.
Fylgir með því flugnaher
og fressager, nú dámar mér.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.9.2020 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.