3010 - Hvort er betra að vera venjulegur eða einstakur?

Alllangt er nú síðan ég hef bloggað nokkuð. Margar ástæður eru fyrir því. Geri mér ekki grein fyrir þeim öllum sjálfur. Um að gera að hafa þetta stutt. Veit ekki hvort lesendur mínir vilja langlokur eða stuttar greinar. Get ómögulega skrifað lengi um sama efni. Covid-veiran er orðin að, eða um það bil að verða, það sem skilur fólk að stjórnmálalega. Hvernig beri að tækla veiruskrattann er það lismus-test sem öllu máli skiptir í því sambandi. Nú fer verulega að styttast í kosningar í Bandaríkjunum og vissulega verða þær spennandi. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að Trump muni skíttapa, þó Biden sé allsekki góður kostur að áliti allmargra.

Hvort er betra að vera einstakur eða venjulegur? Flestir eru alla sína ævi að berjast við annað hvort eða hvorttveggja. Sumir eru frægir, en aðrir ekki. Sumir eru bara frægir fyrir að vera frægir. Hvað gerir menn fræga? Sennilega eru það einkum fjölmiðlarnir. En allir vilja verða eða vera fjölmiðlar nútildax. Fésbókin og svipaðir miðlar ýta undir það. En til þess að verða fjölmiðlafrægur þarf að gera eitthvað. Allir gera svosem eitthvað. En fyrir frægðina þurfa menn að gera eitthvað einstakt. Þar kemur þetta með að vera einstakur eða venjulegur inn. Kannski er hægt að líta á þetta sem einskonar paradox. Svo geta menn orðið frægir að endemum. Engir vilja það. Ég held það að minnsta kosti. En er kannski nóg að halda eitthvað til að verða frægur? Það held ég ekki. (Annar paradox) Er kannski nóg að fjölmiðlafólk haldi að menn séu frægir? Er lífið samsett úr paradoxum, eða hvað? „Tilheyra þeir þá fræga og ríka fólkinu?“ Ef fjölmiðlafólki dettur sú frægð í hug. Stundum dettur manni það í hug. En svo koma upp augnablik þar sem sést að það er talsvert dýrkeypt að vera/verða frægur. Kannski er bara best að vera hvorki einstakur eða venjulegur. Allir ættu að geta það. Um þetta er hægt að bollaleggja endalaust.

Fésbókin og aðrir svipaðir miðlar eru þrátt fyrir allt alveg ómissandi. Samskipti fólks byggjast á þessu forriti. Margir virðast vinna við þetta á hverju og einu tungumálasvæði. Íslenska er hér engin undantekning og verulegur hluti vinnu blaðamanna er greinilega fólginn í því að fylgjast sem best með þessu. Tölvulæsi eða tölvunotkun og tölvukunnátta fólks er orðin miklu meiri nú, en áður var. Greinilega eru þeir margir sem vilja láta ljós sitt skína. Hæfni á þessu sviði er nauðsynleg til árangurs. Svo virðist vera á flestum sviðum.

Þó Ginsburg sé eða hafi verið talin frjálslynd og vinstri sinnuð er enginn vafi á því á bandarísk lög ætlast til þess að forsetinn og öldungadeild þingsins komi sér saman um hæstaréttardómara. Þessvegna styð ég Tromparann og leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni í þeirri ætlan sinni að koma nýjum og væntanlega íhaldssömum dómara í réttinn fyrir forsetakosningarnar eða að minnsta kosti áður en nýr forseti tekur við völdum. Kannski styð ég Trump ekki í neinu öðru. Að minnsta kosti ekki í afstöðu hans til byssulöggjafar og flóttamanna. Pressan styður ekki Trump í neinu og hefur aldrei gert.

IMG 5477Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þar sem enginn þekkir mann,
þar er gott að vera,
því að allan andskotann,
er þar hægt að gera."

Og nú á að loka fangelsinu á Akureyri vegna þess að þar gera einungis aðkomumenn eitthvað af sér. cool

Þorsteinn Briem, 25.9.2020 kl. 09:14

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Langbest að vera skrýtinn eins og þið Trumpsi.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.9.2020 kl. 12:56

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Axarsköftin áttu flest
eins og Trump að gera.
Þorsteinn segir það er best
þannig skrýtinn vera.

Sæmundur Bjarnason, 26.9.2020 kl. 08:28

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samanber stórfréttir sumarsins af húsflugum og köttum sem hrelldu þorpsbúana:

Til Akureyris anar títt

illþýði að sunnan.

Fylgir með því flugnaher

og fressager, nú dámar mér.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.9.2020 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband