2953 - Tobbi og Gróa

Sennilega er stórhættulegt að vera frægur. Þeir sem eru frægir eða þekktir eru oft sakaðir um allan fjárann. Stundum eiga þeir fullt í fangi með að verja sig. Sumir þurfa ekki að verja sig. Þetta fer nú að líkjast þulunni frægu hjá mér.

Ef sumir væru við suma
eins og sumir eru við suma
þegar sumir eru frá.
Væru sumir betri við suma
en sumir eru við suma.
þegar sumir eru hjá.

Ekki veit ég hvort Gróa á Leiti hefur samið þetta. Æri-Tobbi gerði líka oft skemmtilegar vísur.

Urgara surgara urra rum,
illt er að vera í Flóanum.
Þambara vambara þeysings klið,
þó er enn verra Ölfusið.

Sko. Þetta mundi ég. Næst er ég að hugsa um að fjalla um bakteríuhræðslu. Hún stendur sumum fyrir þrifum og getur hæglega farið útí öfgar. Sagt er að hinn frægi Howard Hughes hafi undir lokin verið svo bakteríuhræddur að nálgaðist sturlun. Veit samt ekki mikið um hann. Allt má gúgla. Allir geta verið besservisserar ef þeir komast einhvernstaðar í tölvu. Í framtíðinni verða öflugar tölvur svo smáar að hægt verður að fela þær í lófa sínum og tala við þar. Gott ef þær verða ekki hugsanalesarar líka. Las nýlega um mann sem hvort eð er var með gerviauga öðru megin og í stað þess setti hann þar litla videotökuvél. Þetta er framtíðin.

Sóttvarnaráðherrann sjálfur hefur sagt að ef ástandið í Svíþjóð væri heimfært uppá litla Ísland hefðu ca. 70 drepist hér en ekki 10 úr kórónuveiru-veikinni. Kannski er þetta alveg rétt. Hugsanlegt er að eitthvað að þeim fjármunum sem þessi faraldur hefur kostað okkur hefði sparast með slíkri aðferðafræði. En hefði það svarað kostnaði?

IMG 0018Einhver mynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband