29.9.2018 | 14:00
2774 - Er karlaveldið að hruni komið?
Er karlaveldið að hruni komið í Bandaríkjunum? Ein er sú stofun þar sem segja má að sé fulltrúi þess. Það er dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Mjög fáar konur eru í öldungadeildinni sjálfri, en þær finnast samt. Sú staðreynd blasti hinsvegar við repúblikönum að fyrir þeirra hönd var enga konu að finna í dómsmálanefndinni þegar að því kom að yfirheyra Blasey Ford og Kavanaugh. Aðeins gamla (og ekki svo gamla) karla. Þessvegna var fengin að reynslumikil kona til að yfirheyra Christine Blasey Ford um daginn. Demókratar hafa þó eina konu í þessari nefnd. Það er Dianne Feinstein. En það er meðal annars hlutverk þessarar nefndar að rannsaka þá sem tilnefndir eru til setu í Hæstarétti Bandaríkjanna. Í þessari valdamiklu nefnd eru 21 af 100 öldungardeildarþingmönnum. Skiptingin er 11 10 repúblikönum í vil. Einn repúblikani vildi þó rannsaka málið frekar, en það var Jeff Flake frá Arizona. Hann vildi að FBI rannsakaði þetta nánar og þessvegna frestast málið eitthvað.
Enginn þorir að nefna fílinn í stofunni þarna, en það er #MeToo byltingin og kosningarnar sem framundan eru. Allir eru skíthræddir við þessa byltingu og óttast að forysta repúblikana í báðum deildum þingsins kunni að vera í hættu og þarmeð er hugsanlegt að hitni undir Trump sjálfum. Að setja ábyrgð á þessu, á tvær manneskjur, er eitt af undarlegheitum bandarískra stjórnmála. Hvergi er karlaveldið eins fullkomið og í bandaríska þinginu. Öldungadeildin eða Senatið er þar alveg sér á parti. Ekki veit ég samt hver meðalaldur þingmanna þar er, en vafalaust er öldungadeild réttnefni. Sumir segja að bandarísk stjórnmál séu flókin og illskiljanleg, en það finnst mér ekki vera. Erfitt er samt að skilja Trump forseta stundum. Læt ég svo lokið vangaveltum mínum um bandarísk stjórnmál að þessu sinni, en af nógu er að taka.
Að sumu leyti er þetta að verða að myndarlegasta bloggi en þó getur vel verið að ég bíði eihvað með að senda það út í eterinn. Nú er laugardagsmorgunn og ég á næstum alveg eftir að fletta í gegnum hnausþykkt Fréttablað dagsins. Á morgun förum við væntanlega í afmælisveislu í Hafnarfjörðinn. Fór áðan í mína næstum því daglegu gönguferð og þó veðrið væri sæmilega gott lét sjórinn samt frekar illa og ærslabelgurinn var enn vindlaus og hvassviðrið líka.
Sennilega er best að notfæra sér ókeypis akstur um Hvalfjarðargöngin. Ætli sumir keyri þar ekki fram og aftur alla helgina til að spara sem mest. Að misheppnuðum fimmaurabröndurum frátöldum, er ég ekkert viss um að það verði mjög lengi sem hægt verði að fara ókeypis um þessi göng. Trúi ekki almennilega á það fyrr en gjaldskýlið verður rifið. Hver á það annars?
Helvítis fésbókin. Puðrar bara út í loftið einhverjum bréfun og ef þú ert svo vitlaus að lesa þau ekki og/eða að fara eftir þeim útí hörgul, ákveður þessi bókardrusla að gera eitthvað róttækt við fésbókaráskriftina þína án þess að þú vitir nokkuð af því. Ég er semsagt nýbúinn að uppgötva enn einn glæpinn sem þessi bókarandskoti hefur framið. Þreyti mína blogglesendur ekki með nánari útlistun.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hér er frétt handa þér, Sæmundur minn:
Abortion Activist to Women: If You’re Upset About Brett Kavanaugh “Divorce Your Husbands”
Men, get ready. The feminist rage is upon you. In light of the heated Kavanaugh/Ford hearings and Republican senators’ push to install Kavanaugh ...
Jón Valur Jensson, 29.9.2018 kl. 16:21
Jón Valur með rugl og raus,
rassinn öllum býður,
lostakarl með ljótan haus,
litlum stúlkum ríður.
Þorsteinn Briem, 29.9.2018 kl. 17:19
Steini Briem er staðfastur
stingur Jón Val prjóni.
Ekki er hann einhamur
ekkert líkur Jóni.
Sæmundur Bjarnason, 29.9.2018 kl. 21:25
Ljótt gerist það, hefnigjarnt hugarfar ESB-vinarins Steina Briem. Hér fyllir hann mæli synda sinna með tvöföldu mannorðsníði, í 1. og 3. línu, að slepptum öðrum köpuryrðum, en allt er það merki um neikvæða hugsun og þegar verst lætur algert siðleysi.
Ekki fer hann hér eftir 8. boðorðinu: "Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum." Slíkt ljúgvitni bar hann einmitt með nefndu mannorðsníði sínu og sakar mig jafnvel berlega um glæp gagnvart "litlum stúlkum", sem ég hef þó aldrei framið! Er ekki í lagi með þennan mann? Gekk hann á vegg, eða á hann bara svona bágt á sálinni? Ég verð samt áfram að gera ráð fyrir, að hér sé um fullorðinn mann að ræða, sem ber ábyrgð á orðum sínum og gjörðum.
Ekki var Steini hér minnugur orða Jesú Krists: "En ég segi yður: Á dómsdegi munu menn verða að svara fyrir hvert ónytjuorð sem þeir mæla, því að af orðum þínum muntu sýknaður og af orðum þínum muntu sakfelldur verða."
En lesi Steini orðin í sama guðspjalli, 5.25, til að læra af þeim, og dragi hann til baka orð sín hér og biðjist bæði innilega afsökunar á ljótri mannorðsárás sinni og biðji um leið síðuhöfund að þurrka út þessi orð af vef sínum, þá má Steini væntanlega við því búast, að hann fyrir þá einstöku heppni sleppi við þau óþægindi, sem þar eru nefnd, Mt.5.25.
En fólk ætti sannarlega að biðja fyrir Steina Briem.
Jón Valur Jensson, 30.9.2018 kl. 01:54
PS. Ég tók ekki eftir þessu innleggi hans fyrr en eftir miðnætti í nótt.
Jón Valur Jensson, 30.9.2018 kl. 01:56
Fyrri tilvitnunin: "En ég segi yður: Á dómsdegi ..." er úr Mt.12.36-37.
Jón Valur Jensson, 30.9.2018 kl. 02:04
Nú þykir mér aldeilis týra á tíkarskottinu, eins og hún amma mín var vön að segja. Ég á bara ekki krónu. Steini, passaðu þig á honum Jóni. Sennilega getur hann með Guðsorðastagli sínu kveðið þig niður í jörðina.
Sæmundur Bjarnason, 30.9.2018 kl. 11:28
Ég óska þér innilega til hamingju með að vera orðinn svo skeinuhættur, Sæmundur, að Jón Valur sé farinn að herja á þig ... með dómsdag og alles bara :)
Þorsteinn Siglaugsson, 30.9.2018 kl. 14:21
Ég tel ekki eftir mér að herja á ESB-Steina, en á Sæmund hef ég ekki herjað. Ef Steini sýnir ekki sóma sinn í því að draga hryllilega meiðandi orð sín til baka og biðjast þannig afsökunar, þá verð ég að hugsa minn næsta leik ... Og heldur léttvægur þykir mér Sæmundur reyndar í slapplegum viðbrögðum sínum hér.
Þið hljótið báðir, Sæmundur og Þorsteinn, að sjá, það er ekki hægt að leyfa þessum stjórnlausa Steina að níða þannig æru mína, bera í raun nauðgun upp á mig, og hafi hann ævarandi skömm fyrir sinn lygaróg og fullt tjón, ef hann afturkallar ekki orð sín!
En hver er annars kennitala Steina, ef hann gegnir ekki áskorun minni, og hvert er hans varnarþing fyrir rétti og hvert hans eiginlega nafn?
Jón Valur Jensson, 30.9.2018 kl. 17:35
Takk Þorsteinn.
Ég get þó ekki látið hjá líða að svara Jóni Val með nokkrum orðum: Þú herjar á mig með því að láta þér ekki nægja að skrifa á þín fjölmörgu blogg. Steini sjálfur mun áreiðanlega svara þér. ESB hatur þitt og áróður gegn fóstureyðingum er ekki öllum að skapi. Jafnvel hefur þér verið úthýst sumstaðar og þú úthýsir þeim sem þér líkar ekki við. Mig telur þú slapplegan vegna þess að ég úthúða þér ekki eins og réttast væri.Steini heitir að mig minnir Þorsteinn Briem og ég veit ekki betur en hann hafi bloggað hér á Moggablogginu í eina tíð. Auk þess getur þú spurt Ómar Ragnarsson um hann.
Sæmundur Bjarnason, 30.9.2018 kl. 21:58
Ekki ætlar tuðarinn að blanda sér í harkið hér að ofan. Þakka góða færslu að vanda, en þó sérstaklega þetta með næstum því daglegu gönguna og fésbókarfjandann.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 30.9.2018 kl. 22:21
"Mig telur þú slapplegan vegna þess að ég úthúða þér ekki eins og réttast væri," ritar Sæmundur, en skjátlast þar vitaskuld í þessu furðulega innleggi sínu.
Ég taldi hann slapplegan á þessari sérstöku vefsíðuslóð vegna þess að hann beitti ekki ritstjórnaraðstöðu sinni til að þurrka út örgustu níðvísu sem ég hef séð á öllu Moggablogginu; í það minnsta hefði hann getað sent Steina hana til föðurhúsanna með tilmælum um, að hann skyldi stokka hana upp og sleppa úr henni falsásökun sinni um glæpsamlegt athæfi af minni hálfu --- ásökun sem hefur hvergi áður heyrzt eða sézt, en Steini hefur sjálfur kokkað hér upp í hatursfullri rógsnáttúru sinni gagnvart mér.
Ég hélt að við værum sammála um að umbera ekki allt á netinu, Sæmundur, en ef þú umberð þetta, þá virðistu umbera allt!!!
Svo er mér alls ekki sama um að hér standi óhreyfð og óleiðrétt önnur níðlína Steina, 2. línan, þar sem hann bregður mér, af öllum mönnum, um það, sem fornmenn vorir kölluðu "ergi" og þótti hin grófasta ærumeiðing og raunar stórháskalegt að sletta fram.
Ég hafði annað álit á þér, Sæmundur, en það sem af þessu má álykta. Og furðulegt þótti mér, að þú sagðir hér, að "réttast væri" að "úthúða" mér (!), en með leyfi að spyrja: FYRIR HVAÐ? Fyrir að standa með lífsrétti ófæddra barna, sem nú er enn reynt að þrengja að og gefa opinbert skotleyfi á enn fleiri þeirra og enn þroskaðri en áður, eða fyrir einarða anstöðu mína gegn innlimun Íslands í Evrópusambandið -- afstöðu sem þú gefur heitið "ESB hatur þitt", án rökstuðnings.
Ennfremur, orð þín Sæmundur: "Þú herjar á mig með því að láta þér ekki nægja að skrifa á þín fjölmörgu blogg." ---Örlar hér á einhverri öfund vegna þess, að ég er með þrjú Moggablogg: aðalblogg mitt (ég skrifa þetta í nafni þess, sjá nafnlínuna neðar), jvj.bloggið (þar sem ég hef einungis skrifað 8 færslur í þessum fullnaða mánuði og jafnmargar í ágúst), og lifsrettur.blog.is? ---Eða vegna þess að mér er treyst fyrir að skrifa (og geri það alls ekki daglega) á þrjú önnur Moggabloggsetur f.h. þriggja samtaka? (en ein þeirra, Þjóðarheiður, eru blessunarlega nánast búin að gegna sínu góða hlutverki í vörn gegn Icesave-áþján ríkisstjórnar hér og Breta, Hollendinga og ESB).
Abbast þetta eitthvað upp á þig, Sæmundur, t.d. skrif mín á jvj.blog.is? Og var það rangt af mér að ætla, að þínar bloggsíður væru opnar fyrir athugasemdum lesenda rétt eins og Halldórs Jónssonar, Páls Vilhj., Ómars Ragnarssonar, Ómars Geirssonar eða mínar?
Jón Valur Jensson, 30.9.2018 kl. 23:25
Sæll Sæmundur.
Nú legg ég til við þig að þú fjarlægir
þau köpuryrði svo ekki sé fastara að orði kveðið
sem hér hafa verið gerð að umtalsefni og menn geti
verið að kalla sáttir með þau málalok.
Skoðanir eða meintar lokanir á bloggi upphafja tæpast
ummæli af þessu tagi. Minni á reglur sem gilda um bloggið
og hugsanlega ábyrgð þína í því sambandi.
Húsari. 1.10.2018 kl. 05:19
Þú talar um ábyrgð, Húsari góður. Menn hljóta að bera sjálfir ábyrgð á sínum orðum. Hef aldrei eytt neinu hingað til úr athugasemdum og kann það ekki.
Sé ekki betur en þú sért sá eini hér sem notar dulnefni.
Sæmundur Bjarnason, 1.10.2018 kl. 10:12
Sæll Sæmundur
Svo einfalt er það ekki.
Reglurnar má sjá á forsíðu bloggsins.
Húsari. 1.10.2018 kl. 17:02
2775?
Halldór Egill Guðnason, 2.10.2018 kl. 03:35
Takk fyrir. Ég er sjálfur að bíða eftir 2775, Halldór Egill. En þetta kemur víst ekki af sjálfu sér. Líklega verð ég að hjálpa eitthvað til. Þessar umræður allar hafa sett mig svolitið úr skorðum, ekki get ég neitað því.
Sæmundur Bjarnason, 2.10.2018 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.