14.8.2018 | 10:41
2758 - Lögreglan
Það tekur mig oft talsverðan tíma að komast yfir að fletta og skoða Fréttablað dagsins. Tek mér þó öðru hvoru hlé til þess að líta á tölvuskjáinn. Verst að ég þarf helst að skipta um gleraugu til þess. Lít samt á það sem nauðsyn, að lesa sumar af greinunum í blaðinu, til þess að geta betur fylgst með því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Í Fréttablaði dagsins (föstudagsins síðasta) skrifar Kolbrún Berþórsdóttir leiðarann og fer mikinn út af búrkubanni. Lokaorðin í leiðaranum eru: Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa.
Ekki ætla ég að tíunda allt það sem hún tínir til í leiðaranum til stuðnings þessu banni, en þó íhaldsmenn af öllu tagi séu oft á móti hvers kyns bönnum, nema helst bönnum við komu flóttamanna, virðist Kolbrún telja sjálfri sér trú um að sjálfsagt sé að vera hlynnt þessu banni og telur sjálfri sér sennilega trú um að þar fylgi hún meirihlutanum, eins og hún vill oftast gera.
Að því leyti er hún með þessu trú þeirri íhaldsstefnu, hvar sem er í heiminum, sem vill fyrir hvern mun aðstoða lögreglu við að halda uppi óbreyttu ástandi. Ljósmyndir af andlitum eru mikið notaðar af lögreglu, sem vill forðast að skjóta alla sem andmæla þeim. Með því móti er hægt að ofsækja þá sem þurfa þykir og jafnvel að losa sig við þá. Hinsvegar eru það augljós mannréttindi að mega klæða sig á hvern þann hátt sem manni sýnist. Hryðjuverkamenn geta sennilega áfram leynst hvar sem er, þó búrkubann komi ekki til. Þó Kolbrún og aðrir íhaldsmenn styðji búrkubann er það alls ekki af illum hvötum sem ýmsir, þar á meðal flestir svonefndir aðgerðarsinnar, eru á móti því.
Almennt er lögreglan (og þar með stjórnvöld) að stefna að því að auka völd sín á hvern þann hátt sem þau geta. Bæði með vopnaburði, ljósmyndavélum og á hvern þann hátt sem mögulegt er. Þetta á ekkert fremur við lögregluna hér á Íslandi eða í Danmörku, svona er þetta um allan heim. Auðvitað vilja stjórnvöld allsstaðar halda völdum sínum. Til þess er herinn stundum kallaður til aðstoðar, eða lögreglan ef ekki vill betur, jafnvel þjóðvarðliðið svokallaða sem er við lýði sumsstaðar. Hvaða munur er annars á þjóðvarðliði og her?
Óvíst er að ég bloggi meira á alveg næstunni og þess vegna er ég að hugsa um að setja þetta upp á Moggabloggið per samstundis. Annars virðist mér að Moggabloggið sé á margan hátt að ganga í endurnýjun lífdaga einmitt um þessar mundir. Líklega er það efni í heila grein og hugsanlegt er að ég skrifi hana. Kannski verður það bara með tímanum ágætt að ég flutti mig ekki þaðan á sínum tíma.
Helena ristarbrotnaði um daginn og um helgina komu syskini mín í heimsókn hingað á Akranes, nema að sjálfsögðu Björgvin, en okkur finnst svo langt til Bolungarvíkur ennþá.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Kolbrún vill nú búrkubann,
en brók á sjallatíkur,
löggur segir ljótar hann,
og langt til Bolungarvíkur.
Þorsteinn Briem, 14.8.2018 kl. 17:15
Steini vill ei búrkubann
og bölvar Kollu sinni.
Vinstri sinni virðist hann
og varast sjallakynni.
Sæmundur Bjarnason, 18.8.2018 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.