15.6.2018 | 07:57
2732 - Hugleiðingar um ýmislegt
Nú sneri ég á Steina Briem. Er búinn að blogga tvívegis án þess að honum hafi gefist tóm til að koma með vísu. Kannski yrkir hann bara TVÆR að þessu sinni. Ekki gerði hann það. Heldur gerði hann bara vísu við seinna innleggið mitt, enda lentu þau bæði á sama deginum. En af hverju hét Steini Óliver Twist á tímabili? Þ.e.a.s á fésbókinni. Fjarri er það samt mér að efast um að hann sé til. Það er bara þetta með hann Steina Briem aka Oliver Twist, sem ég skil eiginlega alls ekki þó ég sé allur af vilja gerður.
Eitt er það sem Trump bandaríkjaforseti getur ekki losnað við, þó hann feginn vildi, a.m.k. stundum. Það er hin ákafa og á stundum gagrýna fjölmiðlaumfjöllun um allt sem hann gerir og um embættið sem hann gegnir. Í sjálfu sér er það kannski ekkert einkennilegra en hin gagnrýnislausa og ríkisrekna umfjöllun sem einræðisherrann úr Norðri nýtur á sínum heimaslóðum. T.d. hefur það komið fram að Norður-Kóreumenn hafi átt erfitt með að skilja af hverju Trump gæti bara ekki einfaldlega sagt hinu vestræna fjömiðlageri að fara heim og láta sig í friði.
Að sumu leyti er hér greinilega um að ræða meðfædda konunghollustu flestra Bandaríkjamanna. Þeir vilja greinilega hafa sinn konung eða keisara, en öfugt við flestar Vestur-Evrópuþjóðir þá hafa þeir engan annan sem þeir geta hengt sína föðurlandsást og annað þessháttar á. Að mörgu leyti var Singapore fundurinn næstum því eins og hvert annað raunveruleikasjónvarp. Líklega er Trump fastur í þessháttar vitleysu.
Oft er gaman að lesa gömul blogg. Einkum eftir sjálfan sig. Datt í það um daginn að lesa slíkt. Þó ekki eftir mig sjálfan. Heldur eftir Salvöru Kristjönu Gissurardóttur. Á margan hátt er hún misskilinn framsóknarmaður sem gæti átt talsverða framtíð fyrir sér á stórnmálasviðinu. Bróðir hennar heitir Hannes Hólmsteinn og það er ekki laust við að hann flækist fyrir henni að þessu leyti. Á sama hátt er það óneitanlega dálitið einkennilegt að Ómar Ragnarsson skuli engan frama fá innan Samfylkingarinnar. Enginn vafi er um vinsældir hans meðal þjóðarinnar, en kannski þykir hann of ákafur og einstrengingslegur náttúruverndarsinni til þess að til þess að eiga uppá pallborðið hjá þeim flokki. Svipað má raunar segja um Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóra og Píratana.
Undarlegt má það heita að blogg mín skuli fá mesta athygli ef ég minnist á einhverja aðra en sjálfan mig. Hugsanlega finnst einhverjum af föstum lesendum mínum (þeir eru áreiðanlega einhverjir) að ég ætti að skrifa meira um sjálfan mig. Það er bara ekki minn háttur. Vel skil ég að fésbókin skuli einkum vera notuð þannig, en mér finnst bara að blogg eigi ekki að vera svoleiðis. Allra best þykir mér að skrifa þannig að allir geti séð mín skrif, sem á annað borð kæra sig um það. Þannig álít ég að bloggið sé. Allsekki er hægt að álíta að öllum henti slík skrif. Þau eiga bara vel við mig. Og að sumu leyti er hægt að segja að þau séu einskonar forystugreinaskrif.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Margar hefur meyjar kysst,
milli topps og táar,
allar vilja Oliver Twist,
eins og kisur gráar.
Þorsteinn Briem, 15.6.2018 kl. 11:52
Twistarinn með tærnar er
talsvert mikið galinn.
Upp og niður ekur sér,
ekki virðist kvalinn.
Sæmundur Bjarnason, 15.6.2018 kl. 20:19
Þetta er nú orðið hálfgert fornleifablogg. Öll samkeppni er góð.
FORNLEIFUR, 16.6.2018 kl. 05:17
Já það má nú segja, Villi minn.
Sæmundur Bjarnason, 16.6.2018 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.