13.6.2018 | 09:22
2731 - Singapore fundurinn
Því er ekki að neita að hugsanlegt er að Trump bandaríkjaforseti virki nokkuð sannfærandi á suma. Lyginn og ómerkilegur er hann þó. Samt efast ég ekkert um að hann á sínar góðu hliðar. Og vel gefinn er hann greinilega. Hæfileikar hans í ræðumennsku og sannfæringarkrafti eru samt ekkert einstakir. Sjálfhælni hans ekki heldur. Sennilega er alltof mikið lagt uppúr ræðumannshæfileikum bæði hér á Íslandi og mjög víða annarsstaðar á kostnað annarra hæfileika þegar menn eru kosnir til ábyrgðarstarfa.
Ekki verður það af Trump greyinu skafið að hann hefur breytt forsetaembættinu töluvert. Ekki er líklegt að framtíðarforsetar bandaríkjanna verði kurteisir og elskulegir við sína landsmenn í framtíðinni. Ennþá frekar á þetta við um framkomuna við útlendinga, enda er mjög líklegt að Bandaríkjamenn einangrist mikið í framtíðinni og verði þar með afar hættulegir.
Nú er það að koma í ljós að Norður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn líta mjög mismunandi augum á fundinn í Singapore. Auðvitað þykist Trump alltaf hafa rétt fyrir sér eins og venjulega. Ekkert einkennilegt við það. Kim Jong-un hefur þó sennilega grætt mun meira en Trump á þessum fundi. Núorðið er hann viðurkenndur og þekktur um allan heim, þrátt fyrir sín grimmdarverk og mannréttindabrot. Eflaust líður ekki á löngu áður en hann eignast sína stuðningsmenn víða um veröldina. Flestir eru eflaust orðnir hundleiðir á Putin og eiga eins og ég í erfiðleikum með að muna hvað kínverski forsetinn heitir.
Kínverjar eru þó það afl sem án alls efa verður ríkjandi í framtíðinni. Hvenær þeir fara framúr bandaríkjunum í hernaðarmætti og hvernig sambúð þessara risavelda verður í framtíðinni er alls ekki hægt að spá um. Þegar frá líður og rykið hefur sest eftir Singapore fundinn, þá sér Trump sennilega að hann hefur gengið of langt í að vinna gegn sínum nágrönnum og Vestur-Evrópskum vinum og of langt í þjónkum sinni við Asíuþjóðir. Ekki er hægt að komast hjá því að kenna Trump um að Kim Jong-un nýtur nú alþjóðlegrar viðurkenningar.
Eftirmál Singapore fundarins eiga þó að miklu leyti eftir að koma í ljós. Og mér finnst á flestan hátt skynsamlegt að bíða. Á meðan við bíðum herðir Kim Jong-un vafalaust tökin heimafyrir. En hvaða rétt höfum við, sem tilheyrum Vestur-Evrópu eða réttara sagt Alþjóðasamfélaginu til að krefjast þess af öðrum að þeir hagi sér eins og okkur líkar. Lýðræðisfyrirkomulagið hefur sýnt sig að vera meingallað. Er samt alls ekki að mæla bót einræðisfyrirkomulagi eins og virðist vera í Norður-Kóreu.
Er svosem alveg að verða búinn að fylla kvótann minn með hjali um fundinn sem allir eru að tala um þessa dagana. Og enn styttist í fótboltann.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ljóta tvo hann sauði sá,
í Singapúr að kela,
ekki sást þar Unnur Brá,
undir rúmi fela.
Þorsteinn Briem, 13.6.2018 kl. 14:15
Úfinn Trump var ekki þar
óvíst hvað því veldur.
Unnur Brá þar ekki var
og ekki Steini heldur.
Sæmundur Bjarnason, 13.6.2018 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.