2059 - Pólitík dagsins

Ríkisstjórnir og ráđamenn hérlendis hafa ađ undanförnu stađiđ sig svo illa ađ bylting er í rauninni sjálfsögđ og óhjákvćmileg.  Ótti minn viđ slíka byltingu er eingöngu sá ađ ţeir sem fyrir henni stćđu kćmu sér áreiđanlega ekki saman um ţađ sem á eftir ćtti ađ koma. Líklega er ţađ bara vegna ţess hve gamall ég er og ónýtur til allra afreka, ađ mér hugnast alls ekki blóđug bylting. Búsáhaldabyltingin sáluga var heldur ekki blóđug. Nú fimm árum eftir Hruniđ mikla er augljóst ađ sú bylting hefur mistekist međ öllu. Ríkisstjórnin er ráđţrota, alţingi óstarfhćft, forsetinn eins og hver önnur grúppía og ađilar vinnumarkađarins ónýtir međ öllu. Hvađ er ţá til ráđa? Háskólasamfélagiđ er í upplausn. Seđlabankinn einskisnýtur og auđurinn allur kominn til Tortóla. Stjórnleysi er einfaldlega ekki valkostur. Nágrannaríkin mundu aldrei líđa ţađ. 

Bíđum bara eftir Sigmundi Davíđ. Hann reddar öllu. Eđa vill ţađ a.m.k. Svo getum viđ hćgt og rólega sett hann af. Hvađ tekur ţá viđ? Ekki er víst ađ Bjarni sé neitt betri. Auđvaldiđ kemur samt alltaf standandi niđur. Vinnur kosningar eftir ţví sem međ ţarf. Hugsanlega međ hjálp fáráđlinga, en ţeir hafa sinn atkvćđisrétt eins og ađrir. Kannski ţađ sé bara best ađ gera ekki neitt!!

Fátt er svo međ öllu illt ađ ei bođi gott.
Ţađ má finna útúr öllu ánćgjuvott.

Var sungiđ hér um áriđ og er kannski enn. Pollýönnu-leikur er vinsćll. Krakkarnir vilja auđvitađ heldur fara í Grand Theft Auto og vita jafnvel ekki hvađ Pollýönnu-leikur er.

Eiginlega getur ríkisstjórnin ekki veriđ svo slćm ađ ekki sé hćgt ađ kjósa á móti henni í nćstu kosningum. Já, en ţađ eru fjögur ár ţangađ til. Í millitíđinni getum viđ allavega kosiđ Gnarrinn í nćstu borgarstjórnarkosningum og látiđ ţannig í ljós óánćgju okkar. Er ţađ samt ekki ansi máttlaust? Jú, sennilega.

Ţegar Ţórbergur Ţórđarson tók til viđ ađ skrifa ćvisögu Árna prófasts Ţórarinssonar var sagt ađ ţar kćmu saman lygnasti mađur landsins og sá trúgjarnasti. Líklega var međ ţví meint ađ Ţórbergur vćri trúgjarn í meira lagi. Sennilega hefur ţađ veriđ vegna ţess ađ hann virtist trúa í einlćgni á annađ líf og drauga. Á margan hátt ber ég samt mesta virđingu fyrir honum vegna esperantó-baráttu hans. Hún bar vott um mikla framsýni. Vissulega var hann líka mikill meistari orđsins en heimsborgari var hann ekki á sama hátt og ţeir Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson.

Ţegar tveir andans jöfrar leggja saman einsog í bókinni „Trúin, ástin og efinn“ má búast viđ miklu. Rögnvaldur Finnbogason, sem ég ţekkti vel ţegar hann var prestur ađ Stađastađ, er frásögumađur í ţeirri bók enda er hún einskonar ćvisaga hans. Guđbergur Bergsson er skrásetjari. Hann er einhver ţekktasti rithöfundur hér á landi nútildags enda hefur hann veriđ međ afbrigđum mikilvirkur. Ţegar ég bjó viđ Vífilsgötuna bjó hann ţar einnig. Býr kannski í Grindavík núna, eins og fleiri góđir menn. Ţegar bók hans „Tómas Jónsson, metsölubók“ kom út las ég hana alla og hreifst mjög af. Síđan hef ég lesiđ margt sem frá hans hendi hefur komiđ en allsekki allt. Bók ţessi „Trúin, ástin of efinn“ er til hér á heimilinu og ég rakst einmitt á hana fyrir skemmstu uppi í hillu. Hef samt aldrei komiđ ţví í verk ađ lesa hana.

Krunk, krunk og korriró
í kofanum útmeđ sjó.
Endemis aflakló
andlega veitir fró,
en sumum varđ um og ó,
og ţó.

Einhver hélt ţví fram ađ ţađ vćri algjör einangrunarstefna ađ vilja einangrast inni í ESB. Finnst ţađ dálítiđ fyndiđ. Sér er nú hver einangrunarstefnan. Sjálfstćđismenn eru í rauninni kommúnistar og miklir Rússavinir. Ţetta hélt ég ađ allir vissu. Á endanum mun Rússland verđa hluti af ESB. Bandaríkin eru á fallanda fćti. Rússneski björninn er ţađ sem koma skal. Pútín verđur ekki eilífur. Ćtli Kasparov taki ekki viđ. Hann eldist reyndar líka.

IMG 4188Röndóttur steinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn gaman og gott ađ lesa ţínu ágćtu pistla Sćmundur.

Kveđja frá Peloponessos. HK

Haukur Kristinsson 20.10.2013 kl. 10:35

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk Haukur.

Nú er ég nýkominn inn eftir ađ hafa fariđ í göngutúr hér í Kópavoginum. Veđriđ er fallegt. Dálítiđ kalt ađ vísu, en sólskin og logn. Hvađ er hćgt ađ hugsa sér ţađ betra.

Sćmundur Bjarnason, 20.10.2013 kl. 11:34

3 identicon

Algjörlega sammála ţér, Sćmundur.

Mađur verđur alltaf meira og meira kjaftstopp yfir ţessari nýju ríkisstjórn okkar, hvernig allt sem gert er virđist vera fyrir ţá sem eiga nóg og vilja meira.

Og algjörlega grímulaust.

Skyldu ţeir venjulegu launamenn sem einhverra hluta vegna kusu ţessi ósköp yfir okkur vera hugsi? Eđa ţađ sem líklegra er, skyldu ţeir setja x-iđ á sama stađ eftir 4 ár?

Mađur spyr sig. Og satt ađ segja er ég dauđhrćddur um ađ svariđ sé já.

Gott blogg, eins og venjulega.

Sigurđur H Grétarsson 21.10.2013 kl. 13:15

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk Siggi.

Eina vonin er ađ ţetta međ x-iđ dragist ekki í heil 4 ár.

Sćmundur Bjarnason, 21.10.2013 kl. 22:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband